Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Máni Snær Þorláksson skrifar 13. febrúar 2023 22:24 Það voru þó nokkrar stiklur frumsýndar í gærkvöldi. Skjáskot Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. Til að mynda mátti sjá Harrison Ford á skjánum í hlutverki Indiana Jones í stiklu fyrir fimmtu myndina um ævintýragjarna fornleifafræðinginn: Indiana Jones and the Dial of Destiny. Phoebe Waller-Bridge og Mads Mikkelsen má einnig sjá í stiklunni, Waller-Bridge leikur guðdóttur fornleifafræðingsins á meðan Mikkelsen leikur fyrrverandi nasista að nafni Jürgen Voller. Það kemur svo eflaust fáum á óvart að frumsýndar voru stiklur fyrir ofurhetjumyndir. Aðdáendur Marvel fengu að sjá stiklu fyrir þriðju Guardians of the Galaxy myndina á meðan aðdáendur DC fengu að kynnast ofurhetjunni Flash aðeins betur. Ezra Miller leikur hraðskreiðu ofurhetjuna í síðarnefndu kvikmyndinni en hán hefur verið afar umdeilt síðustu mánuði. Miller dvaldi á Íslandi í um tvo mánuði árið 2020. Vakti það mikla athygli þegar greint var frá því að hán hafi tekið konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í miðbæ Reykjavíkur. Einnig var sýnd skemmtileg stikla fyrir kvikmyndina Super Mario Bros. Movie. Stiklan er í formi auglýsingu fyrir pípulagningafyrirtæki tölvuleikjabræðranna. Vin Diesel var svo á sínum stað í hlutverki Dominic Toretto en tíunda Fast and the Furious myndin verður frumdýnd í maí næstkomandi. Þá mátti sjá Matt Damon, Jenna Ortega, Chris Pine, Viola Davis, Ben Affleck, Adam Driver og fleiri stórstjörnur bregða fyrir í stiklum fyrir stórmyndirnar sem frumsýndar verða á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá allar stiklurnar sem sýndar voru í auglýsingahléunum á Ofurskálinni í gærkvöldi: Bíó og sjónvarp Ofurskálin Hollywood Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Til að mynda mátti sjá Harrison Ford á skjánum í hlutverki Indiana Jones í stiklu fyrir fimmtu myndina um ævintýragjarna fornleifafræðinginn: Indiana Jones and the Dial of Destiny. Phoebe Waller-Bridge og Mads Mikkelsen má einnig sjá í stiklunni, Waller-Bridge leikur guðdóttur fornleifafræðingsins á meðan Mikkelsen leikur fyrrverandi nasista að nafni Jürgen Voller. Það kemur svo eflaust fáum á óvart að frumsýndar voru stiklur fyrir ofurhetjumyndir. Aðdáendur Marvel fengu að sjá stiklu fyrir þriðju Guardians of the Galaxy myndina á meðan aðdáendur DC fengu að kynnast ofurhetjunni Flash aðeins betur. Ezra Miller leikur hraðskreiðu ofurhetjuna í síðarnefndu kvikmyndinni en hán hefur verið afar umdeilt síðustu mánuði. Miller dvaldi á Íslandi í um tvo mánuði árið 2020. Vakti það mikla athygli þegar greint var frá því að hán hafi tekið konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í miðbæ Reykjavíkur. Einnig var sýnd skemmtileg stikla fyrir kvikmyndina Super Mario Bros. Movie. Stiklan er í formi auglýsingu fyrir pípulagningafyrirtæki tölvuleikjabræðranna. Vin Diesel var svo á sínum stað í hlutverki Dominic Toretto en tíunda Fast and the Furious myndin verður frumdýnd í maí næstkomandi. Þá mátti sjá Matt Damon, Jenna Ortega, Chris Pine, Viola Davis, Ben Affleck, Adam Driver og fleiri stórstjörnur bregða fyrir í stiklum fyrir stórmyndirnar sem frumsýndar verða á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá allar stiklurnar sem sýndar voru í auglýsingahléunum á Ofurskálinni í gærkvöldi:
Bíó og sjónvarp Ofurskálin Hollywood Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein