Hafþór Júlíus tekur kraftlyftingaskóna af hillunni og ætlar að slá heimsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 08:01 Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að snúa aftur í kraftakeppnir en fyrst ætlar hann að bæta heimsmet. Instagram/@thorbjornsson) Hafþór Júlíus Björnsson gaf út stóra yfirlýsingu á Youtube rás sinni í gær en þessi fyrrum sterkasti maður heims tilkynnti þar um endurkomu sína í heim kraftlyftinga. Hafþór Júlíus hafði sett aflraunaskóna sína upp á hillu og eytt síðustu tveimur árum í að verða hnefaleikamaður. Eftir að hann vann hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall þá taldi hann vera komið að öðrum tímamótum á hans íþróttaferli. Aðdáendur Hafþórs hafa nú fengið að vita hver næstu skref hans eru. Hann segist hafa tekið ákvörðunin um framhaldið eftir samtöl við fjölskyldu og aðra sem standa honum næst. Hafþór fór yfir stöðu mála á Youtube rás sinni sem er með yfir 688 þúsund fylgjendur. Þar sagði hann frá af hverju hann hætti að keppa í kraftíþróttum og af hverju hann ætlar að byrja aftur. Hafþór Júlíus ætlar nefnilega að einbeita sér að kraftlyftingum á árinu 2023 og hefur það metnaðarfulla markmið að ætla sér að slá heimsmetið fyrir lok ársins. Heimsmetið sem Hafþór hefur augun á er mesta þyngd sem maður hefur lyft í samanlögðu, þar er samanlagt í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Metið segir Hafþór nú vera í eigu Don Bell en það er 1182,5 kíló. Árið 2024 mun Hafþór síðan byrja aftur að keppa í aflraunakeppnum og sækist eftir því að fá að keppa bæði á Arnold Strongman Classic og á Rogue Invitational Strongman. „Augljóslega þá ætla að ég að mæta á þessi mót til að vinna þau. Ég trúi því að þegar ég bæti heimsmetið í samanlögðu þá mun grunnstyrkur minn vera mjög góður og þetta mun strax skila mér góðum meðbyr inn í aflaunakeppnir,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson meðal annast í tilkynningu sinni. „Þetta er stór tilkynning og stór markmið en ég er stór maður með stórt hjarta, mikinn metnað og stóra drauma,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór varð sterkasti maður heims árið 2018 eftir að hafa að hafa verið á verðlaunapalli sex ár á undan án þess að ná að vinna. Hann vann Arnold Strongman Classic mótið þrjú ár í röð frá 2018 til 2020. Hafþór var líka sterkasti maður Íslands tíu ár í röð frá 2011 til 2020. Hér fyrir neðan má síðan sjá Hafþór fara yfir þessa ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uv1da_wFyBM">watch on YouTube</a> Kraftlyftingar Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Hafþór Júlíus hafði sett aflraunaskóna sína upp á hillu og eytt síðustu tveimur árum í að verða hnefaleikamaður. Eftir að hann vann hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall þá taldi hann vera komið að öðrum tímamótum á hans íþróttaferli. Aðdáendur Hafþórs hafa nú fengið að vita hver næstu skref hans eru. Hann segist hafa tekið ákvörðunin um framhaldið eftir samtöl við fjölskyldu og aðra sem standa honum næst. Hafþór fór yfir stöðu mála á Youtube rás sinni sem er með yfir 688 þúsund fylgjendur. Þar sagði hann frá af hverju hann hætti að keppa í kraftíþróttum og af hverju hann ætlar að byrja aftur. Hafþór Júlíus ætlar nefnilega að einbeita sér að kraftlyftingum á árinu 2023 og hefur það metnaðarfulla markmið að ætla sér að slá heimsmetið fyrir lok ársins. Heimsmetið sem Hafþór hefur augun á er mesta þyngd sem maður hefur lyft í samanlögðu, þar er samanlagt í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Metið segir Hafþór nú vera í eigu Don Bell en það er 1182,5 kíló. Árið 2024 mun Hafþór síðan byrja aftur að keppa í aflraunakeppnum og sækist eftir því að fá að keppa bæði á Arnold Strongman Classic og á Rogue Invitational Strongman. „Augljóslega þá ætla að ég að mæta á þessi mót til að vinna þau. Ég trúi því að þegar ég bæti heimsmetið í samanlögðu þá mun grunnstyrkur minn vera mjög góður og þetta mun strax skila mér góðum meðbyr inn í aflaunakeppnir,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson meðal annast í tilkynningu sinni. „Þetta er stór tilkynning og stór markmið en ég er stór maður með stórt hjarta, mikinn metnað og stóra drauma,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór varð sterkasti maður heims árið 2018 eftir að hafa að hafa verið á verðlaunapalli sex ár á undan án þess að ná að vinna. Hann vann Arnold Strongman Classic mótið þrjú ár í röð frá 2018 til 2020. Hafþór var líka sterkasti maður Íslands tíu ár í röð frá 2011 til 2020. Hér fyrir neðan má síðan sjá Hafþór fara yfir þessa ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uv1da_wFyBM">watch on YouTube</a>
Kraftlyftingar Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira