Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Máni Snær Þorláksson skrifar 14. febrúar 2023 16:10 Jóhannes Svavar Rúnarsson og Björn Ragnarsson ræða um afleiðingar verkfallsins. Vísir/Strætó/Ívar Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. „Það þarf nú enginn að hafa áhyggjur á morgun og ekki allavega út þessa viku,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við fréttastofu. Ef svarið við beiðninni verður hins vegar ekki jákvætt þá mun það hafa áhrif á strætósamgöngur. „Við gætum þá séð einhver áhrif í næstu viku í fyrsta lagi.“ Jóhannes býst þó við því að Efling samþykki undanþágubeiðnina. „Ég er mjög bjartsýnn maður, annars væri ég ekki hérna í þessu starfi. Við allavega teljum að þessum verkföllum sé nú ekki beint gegn strætó,“ segir hann. Strætó gæti orðið besta leiðin í verkfallinu en það fer eftir því hvort Efling samþykki undanþágubeiðnina.Vísir/Vilhelm „Það eru mjög mikilvægir hópar sem ferðast með strætó til að komast í mikilvæg störf, eins og sýndi sig svo sem í Covid, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri. Þannig við erum þokkalega bjartsýn á að við fáum undanþágu.“ Eldsneytisbirgðirnar ættu, að sögn framkvæmdastjórans, að duga í tíu til fjórtán daga. „Það er bara svona „standard“ hjá okkur. Við gerðum ekkert annað en að fylla bara á. Svo er bara að vona að menn setjist við samningaborðið og leysi þetta mál áður en allt fer í óefni.“ Til skoðunar að sækja um undanþágu Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, hefur áhyggjur af afleiðingum verkfallsins á ferðaþjónustu. Kynnisferðir sjá auk annarra um akstur á strætisvögnum og mun undanþágubeiðni Strætó því hjálpa þeim rekstri verði hún samþykkt. Auk þess sér fyrirtækið til dæmis um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli en til skoðunar er að sækja um undanþágu á þeim rekstri. „Við munum auðvitað skoða það með okkar sérfræðingum hvort það sé möguleiki að sækja um einhverja undanþágu til að vera með flutninga á milli. Við sjáum meðal annars um flutning á flugvirkjum fyrir Icelandair og þeir þurfa að komast til vinnu.“ Ömurleg staða Auk olíubílstjóranna sem fara í verkfall á morgun eru félagsmenn Eflingar sem starfa á hótelum ýmist í verkfalli, á leiðinni í verkfall eða eru að fara að greiða atkvæði um verkfall. Áhrif þessara verkfalla geta því haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Björn telur því ljóst að þetta eigi eftir að leiða til þess að færri ferðamenn komi til landsins: „Þetta er ömurleg staða sem að upp er komin þannig við vonum að samningar takist sem allra allra fyrst þannig að við getum farið að halda áfram. Það er mikill áhugi á landinu og töluvert af ferðamönnum sem eru að koma og við erum náttúrulega ný stigin upp úr Covid. Þannig það er það sem við vonumst til, að við getum nýtt þennan meðbyr.“ Kjaramál Samgöngur Kjaraviðræður 2022-23 Strætó Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
„Það þarf nú enginn að hafa áhyggjur á morgun og ekki allavega út þessa viku,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við fréttastofu. Ef svarið við beiðninni verður hins vegar ekki jákvætt þá mun það hafa áhrif á strætósamgöngur. „Við gætum þá séð einhver áhrif í næstu viku í fyrsta lagi.“ Jóhannes býst þó við því að Efling samþykki undanþágubeiðnina. „Ég er mjög bjartsýnn maður, annars væri ég ekki hérna í þessu starfi. Við allavega teljum að þessum verkföllum sé nú ekki beint gegn strætó,“ segir hann. Strætó gæti orðið besta leiðin í verkfallinu en það fer eftir því hvort Efling samþykki undanþágubeiðnina.Vísir/Vilhelm „Það eru mjög mikilvægir hópar sem ferðast með strætó til að komast í mikilvæg störf, eins og sýndi sig svo sem í Covid, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri. Þannig við erum þokkalega bjartsýn á að við fáum undanþágu.“ Eldsneytisbirgðirnar ættu, að sögn framkvæmdastjórans, að duga í tíu til fjórtán daga. „Það er bara svona „standard“ hjá okkur. Við gerðum ekkert annað en að fylla bara á. Svo er bara að vona að menn setjist við samningaborðið og leysi þetta mál áður en allt fer í óefni.“ Til skoðunar að sækja um undanþágu Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, hefur áhyggjur af afleiðingum verkfallsins á ferðaþjónustu. Kynnisferðir sjá auk annarra um akstur á strætisvögnum og mun undanþágubeiðni Strætó því hjálpa þeim rekstri verði hún samþykkt. Auk þess sér fyrirtækið til dæmis um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli en til skoðunar er að sækja um undanþágu á þeim rekstri. „Við munum auðvitað skoða það með okkar sérfræðingum hvort það sé möguleiki að sækja um einhverja undanþágu til að vera með flutninga á milli. Við sjáum meðal annars um flutning á flugvirkjum fyrir Icelandair og þeir þurfa að komast til vinnu.“ Ömurleg staða Auk olíubílstjóranna sem fara í verkfall á morgun eru félagsmenn Eflingar sem starfa á hótelum ýmist í verkfalli, á leiðinni í verkfall eða eru að fara að greiða atkvæði um verkfall. Áhrif þessara verkfalla geta því haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Björn telur því ljóst að þetta eigi eftir að leiða til þess að færri ferðamenn komi til landsins: „Þetta er ömurleg staða sem að upp er komin þannig við vonum að samningar takist sem allra allra fyrst þannig að við getum farið að halda áfram. Það er mikill áhugi á landinu og töluvert af ferðamönnum sem eru að koma og við erum náttúrulega ný stigin upp úr Covid. Þannig það er það sem við vonumst til, að við getum nýtt þennan meðbyr.“
Kjaramál Samgöngur Kjaraviðræður 2022-23 Strætó Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira