Trúir því ekki að verkfallið dragist á langinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 14. febrúar 2023 16:40 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. „Ef af þessu verður og það dregst á langinn og truflanir verða verulegar á afhendingu eldsneytis þá verða áhrifin mjög mikil á okkar starfsemi og flugvallarins. Það er mjög margt í okkar keðju sem er háð eldsneyti þó það séu ekki beint flugvélarnar. Við munum geta fyllt á flugvélarnar en það er svo margt annað: Flutningur á starfsfólki til og frá flugvellinum, farþegum, ýmis tæki og tól,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. „Við vonumst til að það náist samkomulag í þessu máli og einhver lausn því áhrifin geta orðið mjög alvarleg mjög fljótt. Við sjáum fram á það, ef þetta gengur eftir, að það verði truflanir á flugi strax um helgina og bara upp úr næstu viku fari leiðarkerfi langt með það að stöðvast.“ Bogi tekur þarna undir orð Birgis Jónssonar, kollega síns og forstjóra Play, sem lýsti þungum áhyggjum vegna stöðunnar í dag. Bogi segir að strax á sunnudaginn megi gera ráð fyrir að áhrif verkfallanna verði orðin sýnileg hjá Icelandair. „Við erum líka að sjá það að hótel eru að loka um helgina hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það myndast bara grafalvarlegt ástand ef ekki verður brugðist við. Ég trúi ekki öðru en það verði brugðist við með einhverjum hætti,“ segir Bogi og er svo viss um það að hann ítrekaði þessa trú sína margoft í viðtalinu við fréttastofu, sem má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bogi segir ferðaþjónustuna ekki mega við þessu nú þegar hún er enn að ná vopnum sínum eftir Covid. „Að fá þetta í andlitið yrði gríðarlegt áfall.“ Þá séu farþegar Icelandair farnir að hringja inn með spurningar vegna verkfallanna. Staðan sé grafalvarleg. „Við erum með yfir þrjú þúsund starfsmenn en þetta er ekki síður alvarlegt fyrir íslenska ferðaþjónustu og íslenskt hagkerfi. Ferðaþjónustan er hér burðarás í hagkerfinu. Ferðaþjónustan er enn að ná vopnum sínum eftir tvö ár af Covid. Þess vegna get ég varla hugsað þetta til enda og trúi ekki að það verði úr þessu.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. 14. febrúar 2023 16:10 Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. 14. febrúar 2023 16:02 Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
„Ef af þessu verður og það dregst á langinn og truflanir verða verulegar á afhendingu eldsneytis þá verða áhrifin mjög mikil á okkar starfsemi og flugvallarins. Það er mjög margt í okkar keðju sem er háð eldsneyti þó það séu ekki beint flugvélarnar. Við munum geta fyllt á flugvélarnar en það er svo margt annað: Flutningur á starfsfólki til og frá flugvellinum, farþegum, ýmis tæki og tól,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. „Við vonumst til að það náist samkomulag í þessu máli og einhver lausn því áhrifin geta orðið mjög alvarleg mjög fljótt. Við sjáum fram á það, ef þetta gengur eftir, að það verði truflanir á flugi strax um helgina og bara upp úr næstu viku fari leiðarkerfi langt með það að stöðvast.“ Bogi tekur þarna undir orð Birgis Jónssonar, kollega síns og forstjóra Play, sem lýsti þungum áhyggjum vegna stöðunnar í dag. Bogi segir að strax á sunnudaginn megi gera ráð fyrir að áhrif verkfallanna verði orðin sýnileg hjá Icelandair. „Við erum líka að sjá það að hótel eru að loka um helgina hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það myndast bara grafalvarlegt ástand ef ekki verður brugðist við. Ég trúi ekki öðru en það verði brugðist við með einhverjum hætti,“ segir Bogi og er svo viss um það að hann ítrekaði þessa trú sína margoft í viðtalinu við fréttastofu, sem má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bogi segir ferðaþjónustuna ekki mega við þessu nú þegar hún er enn að ná vopnum sínum eftir Covid. „Að fá þetta í andlitið yrði gríðarlegt áfall.“ Þá séu farþegar Icelandair farnir að hringja inn með spurningar vegna verkfallanna. Staðan sé grafalvarleg. „Við erum með yfir þrjú þúsund starfsmenn en þetta er ekki síður alvarlegt fyrir íslenska ferðaþjónustu og íslenskt hagkerfi. Ferðaþjónustan er hér burðarás í hagkerfinu. Ferðaþjónustan er enn að ná vopnum sínum eftir tvö ár af Covid. Þess vegna get ég varla hugsað þetta til enda og trúi ekki að það verði úr þessu.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. 14. febrúar 2023 16:10 Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. 14. febrúar 2023 16:02 Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. 14. febrúar 2023 16:10
Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. 14. febrúar 2023 16:02
Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40