Neita sök í hoppukastalamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2023 13:49 Frá vettvangi slyssins sumarið 2021. Vísir/Lillý Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. Heimir Örn og hinir fjórir eru ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Um var að ræða 1600 fermetra hoppukastala sem bar nafnið Skrímslið sem komið var upp við Skautahöllina á Akureyri í júní 2021. Það var svo fimmtudaginn 1. júlí sem kastalinn tókst á loft með þeim afleiðingum að fjögur börn slösuðust, þar af eitt mjög alvarlega. Málið var lengi til rannsóknar en ákæra í því var nýlega gefin út. Hinir fimm ákærðu eru sakaðir um að hafa hvorki fest kastalann nægilega við jörð né fylgst nægilega með þeim festingum sem þó voru fyrir hendi, með þeim afleiðingum að eitt horn kastalans losnaði og fauk upp í margra metra hæð og lagðist yfir sjálfan sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri.Aðsend Þrír hinna ákærðu voru á vegum eiganda hoppukastalans en hinir tveir, Heimir Örn þar á meðal, voru sjálfboðaliðar á vegum KA, sem tók hoppukastalann á leigu. Málið var sem fyrr segir þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Þar var Heimir Örn mættur í gegnum fjarfundarbúnað, auk þriggja annarra sakborninga. Sá eini sem mætti í dómsal á Akureyri í dag af sakborningunum var hinn sjálfboðaliðinn sem var á vegum KA. Allir fimm neituðu sök í málinu þegar sakarefnin voru borin undir þá í dag. Þá gerðu lögmenn þeirra allra kröfu um að málinu verði vísað frá dómi. Tekist verður á um þá kröfu þann 1. mars næstkomandi. Harmað að sjálfboðaliðar séu ákærðir Eftir að ákæran var gefin út gáfu forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar út yfirlýsingu þar sem það var harmað að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastalananum. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Þá hefur meirihlutinn á Akureyri lýst yfir fullu trausti við störf Heimis Arnar. Dómsmál Akureyri Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Heimir Örn og hinir fjórir eru ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Um var að ræða 1600 fermetra hoppukastala sem bar nafnið Skrímslið sem komið var upp við Skautahöllina á Akureyri í júní 2021. Það var svo fimmtudaginn 1. júlí sem kastalinn tókst á loft með þeim afleiðingum að fjögur börn slösuðust, þar af eitt mjög alvarlega. Málið var lengi til rannsóknar en ákæra í því var nýlega gefin út. Hinir fimm ákærðu eru sakaðir um að hafa hvorki fest kastalann nægilega við jörð né fylgst nægilega með þeim festingum sem þó voru fyrir hendi, með þeim afleiðingum að eitt horn kastalans losnaði og fauk upp í margra metra hæð og lagðist yfir sjálfan sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri.Aðsend Þrír hinna ákærðu voru á vegum eiganda hoppukastalans en hinir tveir, Heimir Örn þar á meðal, voru sjálfboðaliðar á vegum KA, sem tók hoppukastalann á leigu. Málið var sem fyrr segir þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Þar var Heimir Örn mættur í gegnum fjarfundarbúnað, auk þriggja annarra sakborninga. Sá eini sem mætti í dómsal á Akureyri í dag af sakborningunum var hinn sjálfboðaliðinn sem var á vegum KA. Allir fimm neituðu sök í málinu þegar sakarefnin voru borin undir þá í dag. Þá gerðu lögmenn þeirra allra kröfu um að málinu verði vísað frá dómi. Tekist verður á um þá kröfu þann 1. mars næstkomandi. Harmað að sjálfboðaliðar séu ákærðir Eftir að ákæran var gefin út gáfu forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar út yfirlýsingu þar sem það var harmað að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastalananum. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Þá hefur meirihlutinn á Akureyri lýst yfir fullu trausti við störf Heimis Arnar.
Dómsmál Akureyri Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent