Hreindýraveiðar rándýrar og skotveiðimenn gramir Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2023 14:18 Skotveiðimenn á hreindýraslóð. Verð á hreindýraleyfum hafa hækkað mikið og eru færri dýr til skiptanna. Á spjallborðum skotveiðimanna hafa ýmsir lýst því yfir að þeir líti nú út fyrir landsteina til að komast í skotveiði, kostnaðurinn við það sé varla meiri. vísir/jakob Búið er að gefa út kvóta fyrir hreindýraveiðar á næsta tímabili. Leyfum hefur fækkað og eru þau nú talsvert dýrari en fyrir ári. Í ár er heimilt að veiða allt að 901 dýr, 475 kýr og 426 tarfa. Í tilkynningu á vefsíðu umhverfisstofnunar er tilgreint að þessar tölur séu með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum. Veiðitímabilið á tarfa er frá 15. júlí til 15. september. Fram til 1. ágúst er veiði á törfum aðeins heimil ef þeir eru ekki í fylgd með kúm og þá að veiðar trufli ekki kýr og kálfa í sumarbeit. Veiðitími kúa er svo frá 1. ágúst til og með 20. september. Jóhann G. Gunnarsson er umsjónarmaður veiðanna með starfstöð sína á Egilsstöðum. Fáir eru eins vel að sér um hreindýraveiðar og fyrirkomulag þeirra og einmitt hann. Í fyrra var kvótinn meiri eða 1021 dýr. Veiða mátti 1220 dýr árið 2021. Jóhann segir tillaga um kvóta byggða á talningum Náttúrustofu Austurlands. „Þessi fækkun byggir á tillögum þeirra um ákveðna óvissu um stærð stofnsins. Munar þar mestu um lítinn fjölda dýra á veiðisvæði tvö og kemur lægri veiðikvóti þar ekki á óvart þar sem mjög erfiðlega gekk að veiða kvótann þar síðasta ár,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Verðbólga í veiðinni Þá hafa veiðileyfin hækkað verulega í verði og eru margir skotveiðimenn ósáttir við það. Veiðileyfi á tarf kostar 180 þúsund, en kostaði 150 í fyrra. Veiðileyfi á kú er nú komið upp í 103 þúsund krónur en var 86 þúsund krónur í fyrra. Spurður um hvort þetta megi ekki heita býsna rífleg hækkun vill Jóhann vitna til orða Bjarna Jónassonar teymisstjóra sem hefur látið hafa eftir sér í Fréttablaðinu að umhverfisstofnun beri lagaleg skylda til að leggja fram gjald sem dekkar kostnað við stjórnsýslu, rannsóknir og vöktun. Þegar kvótinn minnkar minnka peningarnir en umfangið er áfram hið sama, að sögn Bjarna. Jóhann og Elí Þór eftirlitsmaður UST á veiðislóð. Myndin var tekin þegar veiðitímabilinu lauk 2021. Þorgerður Sigurðardóttir Kostnaður við umsýslu á kerfinu öllu hefur hækkað en veiðileyfagjaldið hafi verið óbreytt frá árinu 2018 en þá mátti veiða 1.450 dýr. Hér sé því um uppsafnaðan vanda að ræða en tap hafi verið á hreindýrasjóði í fyrra og þann halla þurfi að leiðrétta. Jóhann segist heyra af og sjái á spjallsíðum skotveiðimanna að óánægju gæti í þeim hópi með hækkun á verði leyfanna. „Það eru bara eðlileg viðbrögð, það er allt að hækka í dag. Menn hafa nú bara verið kurteisir þeir sem spjallað hafa um þetta við mig. Með öllum kostnaði er þetta orðið dýrt.“ Veiðileyfið aðeins hluti kostnaðarins Á þeim vettvangi hefur verið bent að 180 þúsund krónur sé á pari við dag í sæmilegra dýrri laxveiðiá. En þó er vert að hafa í huga að gróflega á slegið er leyfið sjálft ekki nema um 1/3 kostnaðar fyrir veiðimenn á höfuðborgarsvæðinu sem fara austur til veiða. Við bætist olíu- og ferðakostnaður, gjald til hreindýraleiðsögumanns sem er áskilið, gistikostnaður, verkun á dýrinu auk annars tilfallandi svo sem skotpróf sem þarf að taka sérstaklega. Menn mega teljast séðir að komast frá því að fella dýr og það kosti undir hálfri milljón. En skotveiðimenn láta þetta þó ekki stöðva sig í því að sækja um hreindýraveiðileyfi. Hvort sem það eru þá þeir hinir betur stæðu í þessu samfélagi og/eða að þeir hinir snauðu séu að brjóta sparibauka barna sinna. „Nú í morgun voru 900 umsóknir komnar en ég er ekki með það sundurliðað eftir svæðum, það kemur ekki ljós fyrr en umsóknarfrestur hefur runnið út þann 28. febrúar hvernig þær skiptast milli kynja og svæða,“ segir Jóhann. Þetta þýðir að þegar hafa jafn margir sótt um leyfi og kvótinn gerir ráð fyrir en hins vegar liggur ekki fyrir hvernig umsóknirnar dreifast. „Sennilega munu þeir sem alltaf hafa sótt um á svæði 2 sækja um á nærliggjandi svæðum þar sem kvótinn er hærri. Kannski munu fleiri sleppa því að sækja um þetta árið og umsóknum fækka eitthvað.“ Hreindýrakjöt Skotveiði Umhverfismál Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Í ár er heimilt að veiða allt að 901 dýr, 475 kýr og 426 tarfa. Í tilkynningu á vefsíðu umhverfisstofnunar er tilgreint að þessar tölur séu með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum. Veiðitímabilið á tarfa er frá 15. júlí til 15. september. Fram til 1. ágúst er veiði á törfum aðeins heimil ef þeir eru ekki í fylgd með kúm og þá að veiðar trufli ekki kýr og kálfa í sumarbeit. Veiðitími kúa er svo frá 1. ágúst til og með 20. september. Jóhann G. Gunnarsson er umsjónarmaður veiðanna með starfstöð sína á Egilsstöðum. Fáir eru eins vel að sér um hreindýraveiðar og fyrirkomulag þeirra og einmitt hann. Í fyrra var kvótinn meiri eða 1021 dýr. Veiða mátti 1220 dýr árið 2021. Jóhann segir tillaga um kvóta byggða á talningum Náttúrustofu Austurlands. „Þessi fækkun byggir á tillögum þeirra um ákveðna óvissu um stærð stofnsins. Munar þar mestu um lítinn fjölda dýra á veiðisvæði tvö og kemur lægri veiðikvóti þar ekki á óvart þar sem mjög erfiðlega gekk að veiða kvótann þar síðasta ár,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Verðbólga í veiðinni Þá hafa veiðileyfin hækkað verulega í verði og eru margir skotveiðimenn ósáttir við það. Veiðileyfi á tarf kostar 180 þúsund, en kostaði 150 í fyrra. Veiðileyfi á kú er nú komið upp í 103 þúsund krónur en var 86 þúsund krónur í fyrra. Spurður um hvort þetta megi ekki heita býsna rífleg hækkun vill Jóhann vitna til orða Bjarna Jónassonar teymisstjóra sem hefur látið hafa eftir sér í Fréttablaðinu að umhverfisstofnun beri lagaleg skylda til að leggja fram gjald sem dekkar kostnað við stjórnsýslu, rannsóknir og vöktun. Þegar kvótinn minnkar minnka peningarnir en umfangið er áfram hið sama, að sögn Bjarna. Jóhann og Elí Þór eftirlitsmaður UST á veiðislóð. Myndin var tekin þegar veiðitímabilinu lauk 2021. Þorgerður Sigurðardóttir Kostnaður við umsýslu á kerfinu öllu hefur hækkað en veiðileyfagjaldið hafi verið óbreytt frá árinu 2018 en þá mátti veiða 1.450 dýr. Hér sé því um uppsafnaðan vanda að ræða en tap hafi verið á hreindýrasjóði í fyrra og þann halla þurfi að leiðrétta. Jóhann segist heyra af og sjái á spjallsíðum skotveiðimanna að óánægju gæti í þeim hópi með hækkun á verði leyfanna. „Það eru bara eðlileg viðbrögð, það er allt að hækka í dag. Menn hafa nú bara verið kurteisir þeir sem spjallað hafa um þetta við mig. Með öllum kostnaði er þetta orðið dýrt.“ Veiðileyfið aðeins hluti kostnaðarins Á þeim vettvangi hefur verið bent að 180 þúsund krónur sé á pari við dag í sæmilegra dýrri laxveiðiá. En þó er vert að hafa í huga að gróflega á slegið er leyfið sjálft ekki nema um 1/3 kostnaðar fyrir veiðimenn á höfuðborgarsvæðinu sem fara austur til veiða. Við bætist olíu- og ferðakostnaður, gjald til hreindýraleiðsögumanns sem er áskilið, gistikostnaður, verkun á dýrinu auk annars tilfallandi svo sem skotpróf sem þarf að taka sérstaklega. Menn mega teljast séðir að komast frá því að fella dýr og það kosti undir hálfri milljón. En skotveiðimenn láta þetta þó ekki stöðva sig í því að sækja um hreindýraveiðileyfi. Hvort sem það eru þá þeir hinir betur stæðu í þessu samfélagi og/eða að þeir hinir snauðu séu að brjóta sparibauka barna sinna. „Nú í morgun voru 900 umsóknir komnar en ég er ekki með það sundurliðað eftir svæðum, það kemur ekki ljós fyrr en umsóknarfrestur hefur runnið út þann 28. febrúar hvernig þær skiptast milli kynja og svæða,“ segir Jóhann. Þetta þýðir að þegar hafa jafn margir sótt um leyfi og kvótinn gerir ráð fyrir en hins vegar liggur ekki fyrir hvernig umsóknirnar dreifast. „Sennilega munu þeir sem alltaf hafa sótt um á svæði 2 sækja um á nærliggjandi svæðum þar sem kvótinn er hærri. Kannski munu fleiri sleppa því að sækja um þetta árið og umsóknum fækka eitthvað.“
Hreindýrakjöt Skotveiði Umhverfismál Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira