Lavrov segir Vesturlönd hafa ráðist á Rússland Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2023 20:00 Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Helena Carreiras varnarmálaráðherra Portúgal, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra, Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands og Guido Crosetto varnarmálaráðherra Ítalíu í höfuðstöðvum NATO í dag. AP/Olivier Matthys Atlandshafsbandalagið og Evrópusambandið hétu í dag auknum og áframhaldandi stuðningi við varnir Úkraínu gegn innrás Rússa. Utanríkisráðherra Rússlands sakar Bandaríkin og undirsáta þeirra um að grafa undan sjálfstæðri utanríkisstefnu Rússlands með það að markmiði að tortíma landinu. Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO lauk í Brussel í dag þar sem bandalagið hét órofa stuðningi bandalagsins við varnir Úkraínu gegn innrás Rússlands. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri segir að NATO hefði einnig aukið fælingarmátt sinn með fjölgun í hersveitum og auknum búnaði í aðildarríkjunum í austur Evrópu. Andrzej Duda forseti Póllands fundaði með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í dag. Pólverjar eru einna einörðustu stuðningsmenn Úkraínu enda sjálfir með landamæri að Rússlandi og saga þeirra af samskiptum við Rússa er blóði drifin.AP/Olivier Matthys „Við munum einnig taka til athugunar leiðir til að auka framleiðslugetu okkar þar sem við vonumst til að auka framleiðslu okkar á vopnum og skotfærum. Og við munum grípa til aðgerða til að styrkja varnirnauðsynlegra innviða, þeirra á meðal neðansjávarkapla og leiðslna,“ sagði Stoltenberg. Ursula von der Leyen kynnti tíunda pakka refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússlandi í dag.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kynnti tíunda pakka refsiaðgerða bandalagsins gegn Rússlandi í dag. Hann kveður á um bann á útflutningi á ýmsum iðnaðar- og tæknivörum sem gagnast hergagnaiðnaðinum í Rússlandi og aðgerðir gegn sjö fyrirtækjum í Íran sem selt hafa Rússum árásar dróna. Evrópusambandið hefði nú innleitt hörðustu refsiaðgerðir í sögu sambandsins sem verði fylgt hart eftir. „Við munum hafa uppi á ólígörkum sem reyna að fela sig eða selja eignir sínar til að komast hjá refsiaðerðum. Aðildarríkin munu í samvinnu taka saman yfirlit yfir allar frystar eigur rússneska Seðlabankans í Evrópusambandinu. Við þurfum að vita hvar þær eru og hvers virði þær eru,“ sagði vond der Leyen. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði í munnlegri skýrslu til rússneska þingsins í dag að í raun væru það Bandaríkin og undirsátar þeirra sem hefðu ráðist á Rússland og þar með sjálfstæðri utanríkisstefnu landsins.AP/Alexander Zemlianichenko Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði hins vegar í munnlegri skýrslu til rússneska þingsins í dag að Bandaríkin og undirsátar þeirra hefðu lengi undirbúið árás sína á Rússland í gegnum Úkraínu. Vesturlönd færu ekki í felur með tilgang sinn með stríðinu, sem væri ekki einungis að sigra Rússa á vígvellinum, leggja efnahag Rússlands í rúst heldur ryðja brautina að því að gera Rússa útlæga í samfélagi þjóðanna. „Og hafa gripið til ólöglegra kúgunaraðferða, hótana og hreins þjófnaðar til að refsa þeim sem fylgja sjálfstæðri og þjóðlegri utanríkisstefnu,“ sagði Lavrov á rússneska þinginu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Geta ekki bæði varið Bakhmut og undirbúið gagnárásir Bandaríkjamenn hafa varað ráðamenn í Úkraínu við því að næstu mánuðir verði mikilvægir og að þeir eigi að einbeita sér að undirbúningi gagnárása í vor, frekar en að verja Bakhmut. Úkraínumenn skortir skotfæri og varahluti við varnir gegn umfangsmiklum árásum Rússa, sem hafa litlum árangri skilað hingað til. 14. febrúar 2023 14:00 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO lauk í Brussel í dag þar sem bandalagið hét órofa stuðningi bandalagsins við varnir Úkraínu gegn innrás Rússlands. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri segir að NATO hefði einnig aukið fælingarmátt sinn með fjölgun í hersveitum og auknum búnaði í aðildarríkjunum í austur Evrópu. Andrzej Duda forseti Póllands fundaði með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í dag. Pólverjar eru einna einörðustu stuðningsmenn Úkraínu enda sjálfir með landamæri að Rússlandi og saga þeirra af samskiptum við Rússa er blóði drifin.AP/Olivier Matthys „Við munum einnig taka til athugunar leiðir til að auka framleiðslugetu okkar þar sem við vonumst til að auka framleiðslu okkar á vopnum og skotfærum. Og við munum grípa til aðgerða til að styrkja varnirnauðsynlegra innviða, þeirra á meðal neðansjávarkapla og leiðslna,“ sagði Stoltenberg. Ursula von der Leyen kynnti tíunda pakka refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússlandi í dag.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kynnti tíunda pakka refsiaðgerða bandalagsins gegn Rússlandi í dag. Hann kveður á um bann á útflutningi á ýmsum iðnaðar- og tæknivörum sem gagnast hergagnaiðnaðinum í Rússlandi og aðgerðir gegn sjö fyrirtækjum í Íran sem selt hafa Rússum árásar dróna. Evrópusambandið hefði nú innleitt hörðustu refsiaðgerðir í sögu sambandsins sem verði fylgt hart eftir. „Við munum hafa uppi á ólígörkum sem reyna að fela sig eða selja eignir sínar til að komast hjá refsiaðerðum. Aðildarríkin munu í samvinnu taka saman yfirlit yfir allar frystar eigur rússneska Seðlabankans í Evrópusambandinu. Við þurfum að vita hvar þær eru og hvers virði þær eru,“ sagði vond der Leyen. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði í munnlegri skýrslu til rússneska þingsins í dag að í raun væru það Bandaríkin og undirsátar þeirra sem hefðu ráðist á Rússland og þar með sjálfstæðri utanríkisstefnu landsins.AP/Alexander Zemlianichenko Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði hins vegar í munnlegri skýrslu til rússneska þingsins í dag að Bandaríkin og undirsátar þeirra hefðu lengi undirbúið árás sína á Rússland í gegnum Úkraínu. Vesturlönd færu ekki í felur með tilgang sinn með stríðinu, sem væri ekki einungis að sigra Rússa á vígvellinum, leggja efnahag Rússlands í rúst heldur ryðja brautina að því að gera Rússa útlæga í samfélagi þjóðanna. „Og hafa gripið til ólöglegra kúgunaraðferða, hótana og hreins þjófnaðar til að refsa þeim sem fylgja sjálfstæðri og þjóðlegri utanríkisstefnu,“ sagði Lavrov á rússneska þinginu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Geta ekki bæði varið Bakhmut og undirbúið gagnárásir Bandaríkjamenn hafa varað ráðamenn í Úkraínu við því að næstu mánuðir verði mikilvægir og að þeir eigi að einbeita sér að undirbúningi gagnárása í vor, frekar en að verja Bakhmut. Úkraínumenn skortir skotfæri og varahluti við varnir gegn umfangsmiklum árásum Rússa, sem hafa litlum árangri skilað hingað til. 14. febrúar 2023 14:00 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Geta ekki bæði varið Bakhmut og undirbúið gagnárásir Bandaríkjamenn hafa varað ráðamenn í Úkraínu við því að næstu mánuðir verði mikilvægir og að þeir eigi að einbeita sér að undirbúningi gagnárása í vor, frekar en að verja Bakhmut. Úkraínumenn skortir skotfæri og varahluti við varnir gegn umfangsmiklum árásum Rússa, sem hafa litlum árangri skilað hingað til. 14. febrúar 2023 14:00
Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19
Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17