Erlingur: Ætla að taka mér hlé frá hliðarlínunni Einar Kárason skrifar 15. febrúar 2023 23:01 Erlingur Richardsson hættir með ÍBV eftir tímabilið. Vísir/Diego Erlingur Richardsson var ánægður með sigurinn gegn Selfyssingum en taldi margt mega betur fara. „Sumt var mjög gott en það var sletti af tæknifeilum,“ sagði Erlingur. „Við finnum Kára (Kristján Kristjánsson) vel í fyrri hálfleiknum en svo fórum við að senda línusendingar sem voru ekki að virka. Það var eitthvað um misheppnaðar sendingar í seinni hálfleiknum. Annars var þetta flottur leikur með fullt af mörkum. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og varnarleikurinn heilt yfir í lagi.“ Pavel Miskevich gekk til liðs við ÍBV fyrir stuttu og lék í dag sinn fyrsta leik fyrir félagið en lykilmaðurinn Rúnar Kárason var ekki með vegna meiðsla „Ég held að hann hafi staðið sig ágætlega. Ég hef ekki kíkt á tölfræðina en hann var að taka nokkra mikilvæga bolta í byrjun seinni hálfleiks. Hann hélt okkur inni í leiknum. Þetta var strembið á köflum. Hann er mikill karakter inni á vellinum og það er það sem við þurfum.“ „Rúnar fékk slink á hnéð á æfingu í fyrradag og var aðeins bólginn í gær. Hann fór í meðhöndlun og lítur betur út í dag. Hann fer í skoðun á föstudaginn. Við erum vongóðir en tökum enga sjénsa.“ Fyrir skömmu var greint frá því að Erlingur yrði ekki áfram með Eyjaliðið að tímabilinu loknu. Ástæðan er tiltölulega einföld „Það er klásúla í samningnum sem ég þurfti að staldra við og spyrja mig hvort ég ætlaði að nota eða ekki. Ástæðan í sjálfu sér er engin önnur en að taka hlé frá því að vera á hliðarlínunni. Það er fyrsta plan. Nýta tímann í annað og anda aðeins. Mögulega endurmennta mig, kíkja á námskeið og þvælast um Evrópu til að kíkja á æfingar og slíkt. Kíkja á dóttur mína (Söndru Erlingsdóttur, leikmann TuS Metzingen) í Þýskalandi. Það er meginpælingin.“ Sandra, dóttir Erlings, leikur í Þýskalandi.Vísir/Hulda Margrét „Ég held þetta sé ágætis tímapunktur fyrir þessa stráka að fá nýtt andlit. Ég er ekkert hættur að starfa hjá félaginu ef félagið vill hafa mig í vinnu. Þá er ég alveg klár.“ „Það breytist ekkert,“ sagði Erlingur spurður út í hvort það væri enn meiri vilji í að gera vel á tímabilinu þar sem hann er á förum. „Það er alltaf vilji til þess. Það er ástæðan fyrir því að við erum hérna, allir. Það er eiginlega bara þannig,“ sagði Erlingur léttur. Olís-deild karla ÍBV UMF Selfoss Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
„Sumt var mjög gott en það var sletti af tæknifeilum,“ sagði Erlingur. „Við finnum Kára (Kristján Kristjánsson) vel í fyrri hálfleiknum en svo fórum við að senda línusendingar sem voru ekki að virka. Það var eitthvað um misheppnaðar sendingar í seinni hálfleiknum. Annars var þetta flottur leikur með fullt af mörkum. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og varnarleikurinn heilt yfir í lagi.“ Pavel Miskevich gekk til liðs við ÍBV fyrir stuttu og lék í dag sinn fyrsta leik fyrir félagið en lykilmaðurinn Rúnar Kárason var ekki með vegna meiðsla „Ég held að hann hafi staðið sig ágætlega. Ég hef ekki kíkt á tölfræðina en hann var að taka nokkra mikilvæga bolta í byrjun seinni hálfleiks. Hann hélt okkur inni í leiknum. Þetta var strembið á köflum. Hann er mikill karakter inni á vellinum og það er það sem við þurfum.“ „Rúnar fékk slink á hnéð á æfingu í fyrradag og var aðeins bólginn í gær. Hann fór í meðhöndlun og lítur betur út í dag. Hann fer í skoðun á föstudaginn. Við erum vongóðir en tökum enga sjénsa.“ Fyrir skömmu var greint frá því að Erlingur yrði ekki áfram með Eyjaliðið að tímabilinu loknu. Ástæðan er tiltölulega einföld „Það er klásúla í samningnum sem ég þurfti að staldra við og spyrja mig hvort ég ætlaði að nota eða ekki. Ástæðan í sjálfu sér er engin önnur en að taka hlé frá því að vera á hliðarlínunni. Það er fyrsta plan. Nýta tímann í annað og anda aðeins. Mögulega endurmennta mig, kíkja á námskeið og þvælast um Evrópu til að kíkja á æfingar og slíkt. Kíkja á dóttur mína (Söndru Erlingsdóttur, leikmann TuS Metzingen) í Þýskalandi. Það er meginpælingin.“ Sandra, dóttir Erlings, leikur í Þýskalandi.Vísir/Hulda Margrét „Ég held þetta sé ágætis tímapunktur fyrir þessa stráka að fá nýtt andlit. Ég er ekkert hættur að starfa hjá félaginu ef félagið vill hafa mig í vinnu. Þá er ég alveg klár.“ „Það breytist ekkert,“ sagði Erlingur spurður út í hvort það væri enn meiri vilji í að gera vel á tímabilinu þar sem hann er á förum. „Það er alltaf vilji til þess. Það er ástæðan fyrir því að við erum hérna, allir. Það er eiginlega bara þannig,“ sagði Erlingur léttur.
Olís-deild karla ÍBV UMF Selfoss Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira