Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 19:17 Ragnar Eldur Linduson, íbúi í Vatnagörðum. Vísir/egill Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. Ragnar Eldur Linduson var sofandi í herbergi sínu á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum í morgun þegar brunakerfi fór í gang. Hann kippti sér ekki upp við það, kerfið hafði ítrekað farið í gang dagana á undan. „En svo tíu mínútum síðar, í þriðja sinn sem kerfið fer í gang, heyri ég einhvern öskra „eldur eldur“, hóstandi. Ég sprett á fætur á brókinni, opna dyrnar, og þá kemur svartur mökkur á móti mér. Ég sá ekki neitt, þannig að ég skellti hurðinni, dreif mig í föt. Setti á mig tóman bakpoka og rauk út,“ segir Ragnar. Skreið út sótsvartur Þegar út var komið fylgdist hann ásamt öðrum íbúum með eldinum ágerast. Það hafi verið mikill léttir þegar honum varð ljóst að allir hefðu komist heilir út. „Og við heyrum rúðuna springa hægra megin í húsinu. Og svo gossar risaeldur út úr herberginu. Við höfðum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af fólkinu því flestir voru sofandi þegar þetta gerðist fyrir níu. Og svo tuttugu mínútum eftir það sáum við strákinn sem var nýfluttur í herbergið vinstra megin, alveg úti í enda, hann skreið út um gluggann þar sem reykherbergið er. Hann var allur sótsvartur, með reyk í nefinu og allt.“ Ragnar segir flesta íbúana bíða eftir að komast í meðferð. Þeir séu því margir á slæmum stað og ástandið sé oft erfitt, eins og íbúar annars áfangaheimilis Betra lífs lýstu í fréttum í fyrra. Sjálfur hafi hann fengið morðhótanir frá sambýlingum. „Það er engin eftirfylgni, engir fundir eða slíkt. Enginn skiptir sér af fólkinu. Einn íbúinn, í herberginu við hliðina á mér, hann fannst látinn. Og var þá búinn að vera látinn í nokkra daga.“ Á botni listans Unnið er að því hörðum höndum að finna húsnæði fyrir íbúa Vatnagarða sem fyrst. Ragnar kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda. „Við erum á botninum á listanum. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu og annarri þjónustu. Þannig að já, það mætti gera betur.“ Hvað ertu að borga í leigu? „Hún er nefnilega frekar há. Ég er að borga 140 þúsund í leigu fyrir herbergi sem er fimm til tíu fermetrar að stærð,“ segir Ragnar. Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13 „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu“ „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu og horfðum bara beint á þetta,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, um það þegar eldur kviknaði í Vatnagörðum 18 í morgun. 17. febrúar 2023 11:57 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Ragnar Eldur Linduson var sofandi í herbergi sínu á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum í morgun þegar brunakerfi fór í gang. Hann kippti sér ekki upp við það, kerfið hafði ítrekað farið í gang dagana á undan. „En svo tíu mínútum síðar, í þriðja sinn sem kerfið fer í gang, heyri ég einhvern öskra „eldur eldur“, hóstandi. Ég sprett á fætur á brókinni, opna dyrnar, og þá kemur svartur mökkur á móti mér. Ég sá ekki neitt, þannig að ég skellti hurðinni, dreif mig í föt. Setti á mig tóman bakpoka og rauk út,“ segir Ragnar. Skreið út sótsvartur Þegar út var komið fylgdist hann ásamt öðrum íbúum með eldinum ágerast. Það hafi verið mikill léttir þegar honum varð ljóst að allir hefðu komist heilir út. „Og við heyrum rúðuna springa hægra megin í húsinu. Og svo gossar risaeldur út úr herberginu. Við höfðum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af fólkinu því flestir voru sofandi þegar þetta gerðist fyrir níu. Og svo tuttugu mínútum eftir það sáum við strákinn sem var nýfluttur í herbergið vinstra megin, alveg úti í enda, hann skreið út um gluggann þar sem reykherbergið er. Hann var allur sótsvartur, með reyk í nefinu og allt.“ Ragnar segir flesta íbúana bíða eftir að komast í meðferð. Þeir séu því margir á slæmum stað og ástandið sé oft erfitt, eins og íbúar annars áfangaheimilis Betra lífs lýstu í fréttum í fyrra. Sjálfur hafi hann fengið morðhótanir frá sambýlingum. „Það er engin eftirfylgni, engir fundir eða slíkt. Enginn skiptir sér af fólkinu. Einn íbúinn, í herberginu við hliðina á mér, hann fannst látinn. Og var þá búinn að vera látinn í nokkra daga.“ Á botni listans Unnið er að því hörðum höndum að finna húsnæði fyrir íbúa Vatnagarða sem fyrst. Ragnar kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda. „Við erum á botninum á listanum. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu og annarri þjónustu. Þannig að já, það mætti gera betur.“ Hvað ertu að borga í leigu? „Hún er nefnilega frekar há. Ég er að borga 140 þúsund í leigu fyrir herbergi sem er fimm til tíu fermetrar að stærð,“ segir Ragnar.
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13 „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu“ „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu og horfðum bara beint á þetta,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, um það þegar eldur kviknaði í Vatnagörðum 18 í morgun. 17. febrúar 2023 11:57 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13
„Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu“ „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu og horfðum bara beint á þetta,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, um það þegar eldur kviknaði í Vatnagörðum 18 í morgun. 17. febrúar 2023 11:57
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“