Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2023 22:18 Félagsmenn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins sinna hinum ýmsu störfum á flugvöllum landsins. Vísir/Vilhelm Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. Á vef félagsins var birt tilkynning um „áríðandi félagsfund“ í kvöld. Að sögn Unnars Arnar Ólafssonar, formanns félagsins var boðað til fundarins eftir að upp úr slitnaði í viðræðum þess við SA hjá ríkissáttasemjara. Kjarasamningur félagsins við Isavia, þar sem, meginþorri félagsmanna starfar, rann úr gildi í lok október í fyrra. Samkvæmt heimildum Vísis kom fram á fundinum að vilji yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem mættu á félagsfund væri að fara í aðgerðir og að yfirvinnubann væri yfirvofandi. Í samtali við Vísi vildi Unnar Arnar ekkert staðfesta í þeim efnum, enda væri ekkert búið að gefa út varðandi þau. „Við munum fara yfir þetta með félagsmönnum. Hvernig við við ætlum að reyna að leysa þetta, landa þessu. Annað kemur svo bara í kjölfarið,“ segir hann. Ekkert flogið án félagsmanna Unnar Örn segir að ekkert yrði flogið ef til alvarlegra aðgerða af hálfu félagsmanna FFS. Innan félagsins séu mest megnis starfsmenn Isavia sem sjá um að hreinsa flugbrautir, brunavarnir, farþegaþjónustu og þess háttar. „Það er einmitt ástæðan fyrir því að við erum búin að leita allra leiða til að leysa þessa deilu. Vegna þess að fólk vill bara fá að sinna sinni vinnu. Því miður hefur þeim skilningi ekki verið mætt,“ segir hann. Funda aftur á þriðjudag Unnar Örn segir að ekki sé enn útséð um að samningar náist. Stjórn félagsins ætli að nýta helgina til þess að fara yfir stöðuna og að á þriðjudag sé bókaður fundur deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. „Við vonumst til þess að sá fundur verði jákvæður og lausnamiðaður. Að við náum að komast hjá einhverju veseni sem enginn hefur áhuga á,“ segir hann. Að lokum segir Unnar Örn að synd og skömm sé að viðræðurnar séu komnar í hnút. Þær þyrftu ekki að vera það. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Á vef félagsins var birt tilkynning um „áríðandi félagsfund“ í kvöld. Að sögn Unnars Arnar Ólafssonar, formanns félagsins var boðað til fundarins eftir að upp úr slitnaði í viðræðum þess við SA hjá ríkissáttasemjara. Kjarasamningur félagsins við Isavia, þar sem, meginþorri félagsmanna starfar, rann úr gildi í lok október í fyrra. Samkvæmt heimildum Vísis kom fram á fundinum að vilji yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem mættu á félagsfund væri að fara í aðgerðir og að yfirvinnubann væri yfirvofandi. Í samtali við Vísi vildi Unnar Arnar ekkert staðfesta í þeim efnum, enda væri ekkert búið að gefa út varðandi þau. „Við munum fara yfir þetta með félagsmönnum. Hvernig við við ætlum að reyna að leysa þetta, landa þessu. Annað kemur svo bara í kjölfarið,“ segir hann. Ekkert flogið án félagsmanna Unnar Örn segir að ekkert yrði flogið ef til alvarlegra aðgerða af hálfu félagsmanna FFS. Innan félagsins séu mest megnis starfsmenn Isavia sem sjá um að hreinsa flugbrautir, brunavarnir, farþegaþjónustu og þess háttar. „Það er einmitt ástæðan fyrir því að við erum búin að leita allra leiða til að leysa þessa deilu. Vegna þess að fólk vill bara fá að sinna sinni vinnu. Því miður hefur þeim skilningi ekki verið mætt,“ segir hann. Funda aftur á þriðjudag Unnar Örn segir að ekki sé enn útséð um að samningar náist. Stjórn félagsins ætli að nýta helgina til þess að fara yfir stöðuna og að á þriðjudag sé bókaður fundur deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. „Við vonumst til þess að sá fundur verði jákvæður og lausnamiðaður. Að við náum að komast hjá einhverju veseni sem enginn hefur áhuga á,“ segir hann. Að lokum segir Unnar Örn að synd og skömm sé að viðræðurnar séu komnar í hnút. Þær þyrftu ekki að vera það.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira