„Þurfum að berjast fyrir lífi okkar og gefa allt í þetta“ Kári Mímisson skrifar 19. febrúar 2023 18:59 Bjarni Fritzson brettir upp ermar á hliðarlínunni í dag. Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara hrikalega glaður. Það er svona aðal tilfinningin sem ég finn núna,“ Sagði Bjarni Fritzson strax eftir glæsilegan heimasigur ÍR á KA í dag í Olís-deild karla í dag. Eftir að hafa verið í miklu brasi með norðanmenn í byrjun leiksins þá snýst leikurinn við á skömmum tíma seint í fyrri hálfleik þegar Bjarni tekur tvö leikhlé með skömmu millibili. Hvað sagðir þú við þína menn eftir seinna leikhléið? „Þá svona í fyrsta skiptið í vetur missti ég mig aðeins. Þetta var allt í lagi þegar þeir voru fjórum mörkum yfir en við vorum búnir að gera allskonar þar á undan og leikurinn í ágætis jafnvægi en svo bara kom þessi hérna kafli (innskot blaðamanns, Bjarni leikur sig niðurlútinn) og ég sá bara hvernig við fórum og allt í einu vorum við komnir fimm, sex mörkum undir og mér leið þannig að ef ég myndi ekki gera eitthvað til þess aðeins að rífa okkur upp þá myndu þeir keyra yfir okkur og leiknum yrði lokið í hálfleik. Ég veit ekki hvað skal segja en ég þurfti bara aðeins að fá strákana til að skilja að við erum í stöðu þar sem við þurfum að berjast fyrir lífi okkar og gefa allt í þetta.“ Það tókst heldur betur hjá Bjarna því eftir þessa þrumuræðu hans mætti allt annað ÍR-lið á völlinn sem átti harma að hefna gegn Akureyri sem sigraði þá í fyrri leik liðanna með 13 mörkum. Var eitthvað sem þú gast tekið með úr þeim leik? „Þetta snýst rosalega mikið um andlegu hliðina hjá okkur finnst mér. Þetta eru svo góðir strákar og þeir eru svo ótrúlega hæfileikaríkir að ég þarf að ná þeim í það að hafa trú á sjálfum sér og spila handbolta. Þegar við náum því þá erum við mjög góðir. Jú við lærðum ýmislegt. Einn fyrsti leikurinn þar sem við fórum í þess fimm einn vörn var einmitt fyrir norðan og þeir vorum í smá brasi með hana þar. Maður þarf að vera með baráttu og ákefð í þeirri vörn og þess vegna sástu hvað hún gekk frábærlega í seinni hálfleik en á köflum var hún smá slitin í fyrri hálfleik því þú verður að vera að djöflast eins og brjálæðingur. Með Róbert fyrir framan, hann er á fyrsta árinu sínu í meistaraflokki, geggjaður. Hann er að vaxa svo svakalega og hvernig hinir strákarnir komu svo bak við hann. Hvernig Hrannar kom inn í leikinn í dag var æðislegt því hann er með mjög mikla hæfileika.“ Bjarni geislaði alveg af ánægju en hvernig verður framhaldið. Gefur þetta ykkur ekki trú á að þið eigið eftir að halda ykkur upp? „Að sjálfsögðu. Þetta var bara leikurinn og þetta gefur okkur líflínu og við ætum bara að berjast til loka. Við lærum af þessum leik. Það var fullt af frábærum hlutum í þessum leik og ýmislegt sem við getum gert betur. Síðan bara mætum við á næstu æfingu og höldum áfram. Við þurfum að halda í þessa grimmd og trú á að við getum þetta því við erum alveg geggjaðir.“ Olís-deild karla ÍR KA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KA 35-29 | Ótrúlegur viðsnúningur skilaði ÍR-ingum sigri ÍR vann gríðarlega mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti KA í fallbaráttuslag Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 35-29, en ÍR-ingar voru mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik. 19. febrúar 2023 18:00 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Sjá meira
Eftir að hafa verið í miklu brasi með norðanmenn í byrjun leiksins þá snýst leikurinn við á skömmum tíma seint í fyrri hálfleik þegar Bjarni tekur tvö leikhlé með skömmu millibili. Hvað sagðir þú við þína menn eftir seinna leikhléið? „Þá svona í fyrsta skiptið í vetur missti ég mig aðeins. Þetta var allt í lagi þegar þeir voru fjórum mörkum yfir en við vorum búnir að gera allskonar þar á undan og leikurinn í ágætis jafnvægi en svo bara kom þessi hérna kafli (innskot blaðamanns, Bjarni leikur sig niðurlútinn) og ég sá bara hvernig við fórum og allt í einu vorum við komnir fimm, sex mörkum undir og mér leið þannig að ef ég myndi ekki gera eitthvað til þess aðeins að rífa okkur upp þá myndu þeir keyra yfir okkur og leiknum yrði lokið í hálfleik. Ég veit ekki hvað skal segja en ég þurfti bara aðeins að fá strákana til að skilja að við erum í stöðu þar sem við þurfum að berjast fyrir lífi okkar og gefa allt í þetta.“ Það tókst heldur betur hjá Bjarna því eftir þessa þrumuræðu hans mætti allt annað ÍR-lið á völlinn sem átti harma að hefna gegn Akureyri sem sigraði þá í fyrri leik liðanna með 13 mörkum. Var eitthvað sem þú gast tekið með úr þeim leik? „Þetta snýst rosalega mikið um andlegu hliðina hjá okkur finnst mér. Þetta eru svo góðir strákar og þeir eru svo ótrúlega hæfileikaríkir að ég þarf að ná þeim í það að hafa trú á sjálfum sér og spila handbolta. Þegar við náum því þá erum við mjög góðir. Jú við lærðum ýmislegt. Einn fyrsti leikurinn þar sem við fórum í þess fimm einn vörn var einmitt fyrir norðan og þeir vorum í smá brasi með hana þar. Maður þarf að vera með baráttu og ákefð í þeirri vörn og þess vegna sástu hvað hún gekk frábærlega í seinni hálfleik en á köflum var hún smá slitin í fyrri hálfleik því þú verður að vera að djöflast eins og brjálæðingur. Með Róbert fyrir framan, hann er á fyrsta árinu sínu í meistaraflokki, geggjaður. Hann er að vaxa svo svakalega og hvernig hinir strákarnir komu svo bak við hann. Hvernig Hrannar kom inn í leikinn í dag var æðislegt því hann er með mjög mikla hæfileika.“ Bjarni geislaði alveg af ánægju en hvernig verður framhaldið. Gefur þetta ykkur ekki trú á að þið eigið eftir að halda ykkur upp? „Að sjálfsögðu. Þetta var bara leikurinn og þetta gefur okkur líflínu og við ætum bara að berjast til loka. Við lærum af þessum leik. Það var fullt af frábærum hlutum í þessum leik og ýmislegt sem við getum gert betur. Síðan bara mætum við á næstu æfingu og höldum áfram. Við þurfum að halda í þessa grimmd og trú á að við getum þetta því við erum alveg geggjaðir.“
Olís-deild karla ÍR KA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KA 35-29 | Ótrúlegur viðsnúningur skilaði ÍR-ingum sigri ÍR vann gríðarlega mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti KA í fallbaráttuslag Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 35-29, en ÍR-ingar voru mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik. 19. febrúar 2023 18:00 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Sjá meira
Leik lokið: ÍR - KA 35-29 | Ótrúlegur viðsnúningur skilaði ÍR-ingum sigri ÍR vann gríðarlega mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti KA í fallbaráttuslag Olís-deildar karla í dag. Lokatölur 35-29, en ÍR-ingar voru mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik. 19. febrúar 2023 18:00