Enn einni Teslunni ekið á neyðarbifreið vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 08:47 Flak Tesla Model 3-bifreiðar sem var ekið á kyrrstæðan slökkviliðsbíl á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu á aðfararnótt laugardags. AP/Slökkviliðið í Contra Costa-sýslu Ökumaður Tesla-bifreiðar lést og farþegi slasaðist alvarlega þegar henni var ekið á kyrrstæða slökkvibifreið á hraðbraut í norðanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum á laugardag. Brunabílnum hafði verið lagt til að vernda slökkviliðsmenn á vettvangi annars slyss. Fjöldi sambærilegra slysa þar sem Teslur koma við sögu hefur átt sér stað vestanhafs. Fjórir slökkviliðsmenn voru í stigabílnum sem var lagt skáhallt yfir akrein með kveikt á neyðarljósum þegar Tesla af gerðinni Model S hafnaði á honum á milliríkjahraðbraut 680 um klukkan fjögur aðfararnótt laugardags að staðartíma. Þeir hlutu minniháttar meiðsl, að sögn aðstoðarslökkviliðsstjóra Contra Costa-sýslu. Draga þurfti brunabílinn af vettvangi. Ökumaður Teslunnar var úrskurðaður látinn á vettvangi. Klippa þurfti alvarlega slasaðan farþega út úr bifreiðinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Talsmaður umferðarlögreglu segir ekki ljóst hvort að ökumaður Teslunnar hafi verið ölvaður eða hvort hann hafi ekið með hjálp sjálfstýringar bifreiðarinnar. Tesla innkallaði á fjórða hundrað þúsunda slíkra bifreiða á fimmtudag vegna galla í sjálfstýringarbúnaði þeirra. Gallarnir sem leiddu til þess að samgönguyfirvöld þrýstu á Tesla að innkalla bílana tengjast hvernig sjálfstýringin bregst við gatnamótum og hraðatakmörkunum. Bandarísk yfirvöld hafa hins vegar einnig til rannsóknar hvernig sjálfsstýringin nemur og bregst við neyðarbifreiðum sem er lagt á hraðbrautum. Að minnsta kosti fjórtán Teslur sem ekið var með hjálp sjálfstýringar hafa ekið á neyðarbíla svo vitað sé. Bandaríkin Samgönguslys Tesla Tengdar fréttir Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Fjórir slökkviliðsmenn voru í stigabílnum sem var lagt skáhallt yfir akrein með kveikt á neyðarljósum þegar Tesla af gerðinni Model S hafnaði á honum á milliríkjahraðbraut 680 um klukkan fjögur aðfararnótt laugardags að staðartíma. Þeir hlutu minniháttar meiðsl, að sögn aðstoðarslökkviliðsstjóra Contra Costa-sýslu. Draga þurfti brunabílinn af vettvangi. Ökumaður Teslunnar var úrskurðaður látinn á vettvangi. Klippa þurfti alvarlega slasaðan farþega út úr bifreiðinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Talsmaður umferðarlögreglu segir ekki ljóst hvort að ökumaður Teslunnar hafi verið ölvaður eða hvort hann hafi ekið með hjálp sjálfstýringar bifreiðarinnar. Tesla innkallaði á fjórða hundrað þúsunda slíkra bifreiða á fimmtudag vegna galla í sjálfstýringarbúnaði þeirra. Gallarnir sem leiddu til þess að samgönguyfirvöld þrýstu á Tesla að innkalla bílana tengjast hvernig sjálfstýringin bregst við gatnamótum og hraðatakmörkunum. Bandarísk yfirvöld hafa hins vegar einnig til rannsóknar hvernig sjálfsstýringin nemur og bregst við neyðarbifreiðum sem er lagt á hraðbrautum. Að minnsta kosti fjórtán Teslur sem ekið var með hjálp sjálfstýringar hafa ekið á neyðarbíla svo vitað sé.
Bandaríkin Samgönguslys Tesla Tengdar fréttir Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Tesla kallar inn þúsundir bíla vegna hættulegrar sjálfstýringar Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að kalla inn á fjórða hundrað þúsunda bifreiða með svonefndri fullri sjálfstýringu. Kerfið hefur reynst óáreiðanlegt við gatnamót og fylgir ekki alltaf hraðatakmörkunum. 17. febrúar 2023 08:29