Ekki refsað fyrir að minnast Atsu Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 16:00 Mohammed Kudus og liðsfélagar hans í Ajax eftir að Kudus skoraði í gær. Hann slapp við spjald fyrir að fara úr liðstreyju sinni. Getty Dómari í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta fór á svig við reglurnar til að sýna því virðingu þegar Mohammed Kudus minntist síns gamla félaga Christian Atsu. Atsu fannst um helgina látinn undir húsarústum eftir jarðskjálftann skelfilega sem skók Tyrkland og Sýrland, og varð þúsundum manna að banna. Kudus, sem er landsliðsmaður Gana líkt og Atsu var, skoraði í 4-0 sigri Ajax gegn Sparta Rotterdam í gær og fagnaði með því að fara úr treyjunni og sýna bol sem letrað var á R. I. P. Atsu, eða „hvíldu í friði Atsu“. Markið kom úr gullfallegri aukaspyrnu eins og sjá má hér að neðan. Kudus' first ever free kick for Ajax and he puts it perfectly in the top corner. He can virtually do nothing wrong at the moment.What a goal and what a lovely tribute for his friend Christian Atsu who sadly passed away in the earthquake in Turkey. pic.twitter.com/JgIOlrhwOe— Marc Geschwind (@MarcGeschwind) February 19, 2023 Vanalega gefa dómarar gult spjald þegar leikmenn fagna með því að fækka fötum en í þetta sinn ákvað Pol van Boekel að aðhafast ekkert, þar sem að hann „skildi“ ástæður Kudus. „Þetta er stærra en fótbolti. Þetta snýst um líf og dauða,“ sagði Kudus í viðtali við ESPN í Hollandi eftir leik. „Dómarinn sagði að þetta væri ekki leyfilegt en hann skildi stöðuna. Ég er þakklátur honum fyrir þetta og hann fær alla mína virðingu,“ sagði Kudus sem vildi einfaldlega minnast landa síns, sem lék meðal annars með Chelsea, Newcastle og Everton á sínum ferli. „Þetta var fyrir Christian. Það vita allir hvað gerðist í Tyrklandi. Ég ákvað að gera þetta því hann var mér klær. Þetta er auðvitað fyrir allar fjölskyldurnar sem þetta bitnar á. Ég lærði margt af því að horfa á hann og hann gaf mér oft ráð. Allt sem ég lagði í leikinn í dag gerði ég fyrir hann. Ef að ég hefði ekki skorað þá hefði ég sýnt bolinn eftir leikinn,“ sagði Kudus. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Hollenski boltinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sjá meira
Atsu fannst um helgina látinn undir húsarústum eftir jarðskjálftann skelfilega sem skók Tyrkland og Sýrland, og varð þúsundum manna að banna. Kudus, sem er landsliðsmaður Gana líkt og Atsu var, skoraði í 4-0 sigri Ajax gegn Sparta Rotterdam í gær og fagnaði með því að fara úr treyjunni og sýna bol sem letrað var á R. I. P. Atsu, eða „hvíldu í friði Atsu“. Markið kom úr gullfallegri aukaspyrnu eins og sjá má hér að neðan. Kudus' first ever free kick for Ajax and he puts it perfectly in the top corner. He can virtually do nothing wrong at the moment.What a goal and what a lovely tribute for his friend Christian Atsu who sadly passed away in the earthquake in Turkey. pic.twitter.com/JgIOlrhwOe— Marc Geschwind (@MarcGeschwind) February 19, 2023 Vanalega gefa dómarar gult spjald þegar leikmenn fagna með því að fækka fötum en í þetta sinn ákvað Pol van Boekel að aðhafast ekkert, þar sem að hann „skildi“ ástæður Kudus. „Þetta er stærra en fótbolti. Þetta snýst um líf og dauða,“ sagði Kudus í viðtali við ESPN í Hollandi eftir leik. „Dómarinn sagði að þetta væri ekki leyfilegt en hann skildi stöðuna. Ég er þakklátur honum fyrir þetta og hann fær alla mína virðingu,“ sagði Kudus sem vildi einfaldlega minnast landa síns, sem lék meðal annars með Chelsea, Newcastle og Everton á sínum ferli. „Þetta var fyrir Christian. Það vita allir hvað gerðist í Tyrklandi. Ég ákvað að gera þetta því hann var mér klær. Þetta er auðvitað fyrir allar fjölskyldurnar sem þetta bitnar á. Ég lærði margt af því að horfa á hann og hann gaf mér oft ráð. Allt sem ég lagði í leikinn í dag gerði ég fyrir hann. Ef að ég hefði ekki skorað þá hefði ég sýnt bolinn eftir leikinn,“ sagði Kudus.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Hollenski boltinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sjá meira