Fráfarandi bæjarstjóri sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2023 06:30 Jón Björn Hákonarson, fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar sem sagði af sér í gær hefur verið sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld af óleyfisfasteignum í sveitarfélaginu. Í síðustu viku bárust bæjarfulltrúum gögn sem sýndu fram á að fasteignir væru á lóðum bæjarstjórans sem ekki eru með skráðar fasteignir. Fréttablaðið greinir frá þessu. Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins og fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði af sér óvænt á fundi bæjarráðs í gær. Starfslok hans verða í mars en hann hefur starfað í sveitarstjórnarmálum síðan árið 1994. Í síðustu viku fengu bæjarfulltrúar sveitarstjórnar erindi frá íbúa sem varðaði sumarbústaðalóðirnar Fönn 1 til 4 í Fannardal. Lóðirnar eru í eigu Jóns Björns og fjölskyldu hans en engin gjöld hafa verið greidd af fasteignum á lóðunum, einungis af lóðunum sjálfum. Engin mannvirki eru skráð á viðkomandi lóðir í fasteignaskrá en í samtali við Fréttablaðið segir Snorri Styrkársson, fjármálastjóri Fjarðabyggðar, að það hafi verið sótt um byggingarleyfi á lóðunum. Því var þó hafnað og upp úr því hafist margra ára deiliskipulagsgerð. Hús voru byggð á lóðunum þrátt fyrir þetta. Jón Björn neitar því að hann sé að segja af sér vegna þessa máls. Hann segist vera orðinn þreyttur eftir að hafa verið lengi á sveitarstjórnarvettvanginum. Það vakti mikla athygli í haust þegar innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi vegna ráðningar Jóns Björns á sjálfum sér. Jón leiddi lista Framsóknarflokksins í kosningunum í fyrravor, tók sjálfur til máls þegar velja átti sveitarstjóra og greiddi atkvæði með því að hann yrði ráðinn. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að Jón Björn væri ekki vanhæfur til að taka þátt í þessum umræðum og mátti hann greiða atkvæði með sjálfum sér. Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu. Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins og fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði af sér óvænt á fundi bæjarráðs í gær. Starfslok hans verða í mars en hann hefur starfað í sveitarstjórnarmálum síðan árið 1994. Í síðustu viku fengu bæjarfulltrúar sveitarstjórnar erindi frá íbúa sem varðaði sumarbústaðalóðirnar Fönn 1 til 4 í Fannardal. Lóðirnar eru í eigu Jóns Björns og fjölskyldu hans en engin gjöld hafa verið greidd af fasteignum á lóðunum, einungis af lóðunum sjálfum. Engin mannvirki eru skráð á viðkomandi lóðir í fasteignaskrá en í samtali við Fréttablaðið segir Snorri Styrkársson, fjármálastjóri Fjarðabyggðar, að það hafi verið sótt um byggingarleyfi á lóðunum. Því var þó hafnað og upp úr því hafist margra ára deiliskipulagsgerð. Hús voru byggð á lóðunum þrátt fyrir þetta. Jón Björn neitar því að hann sé að segja af sér vegna þessa máls. Hann segist vera orðinn þreyttur eftir að hafa verið lengi á sveitarstjórnarvettvanginum. Það vakti mikla athygli í haust þegar innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi vegna ráðningar Jóns Björns á sjálfum sér. Jón leiddi lista Framsóknarflokksins í kosningunum í fyrravor, tók sjálfur til máls þegar velja átti sveitarstjóra og greiddi atkvæði með því að hann yrði ráðinn. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að Jón Björn væri ekki vanhæfur til að taka þátt í þessum umræðum og mátti hann greiða atkvæði með sjálfum sér.
Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira