Fráfarandi bæjarstjóri sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2023 06:30 Jón Björn Hákonarson, fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar sem sagði af sér í gær hefur verið sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld af óleyfisfasteignum í sveitarfélaginu. Í síðustu viku bárust bæjarfulltrúum gögn sem sýndu fram á að fasteignir væru á lóðum bæjarstjórans sem ekki eru með skráðar fasteignir. Fréttablaðið greinir frá þessu. Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins og fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði af sér óvænt á fundi bæjarráðs í gær. Starfslok hans verða í mars en hann hefur starfað í sveitarstjórnarmálum síðan árið 1994. Í síðustu viku fengu bæjarfulltrúar sveitarstjórnar erindi frá íbúa sem varðaði sumarbústaðalóðirnar Fönn 1 til 4 í Fannardal. Lóðirnar eru í eigu Jóns Björns og fjölskyldu hans en engin gjöld hafa verið greidd af fasteignum á lóðunum, einungis af lóðunum sjálfum. Engin mannvirki eru skráð á viðkomandi lóðir í fasteignaskrá en í samtali við Fréttablaðið segir Snorri Styrkársson, fjármálastjóri Fjarðabyggðar, að það hafi verið sótt um byggingarleyfi á lóðunum. Því var þó hafnað og upp úr því hafist margra ára deiliskipulagsgerð. Hús voru byggð á lóðunum þrátt fyrir þetta. Jón Björn neitar því að hann sé að segja af sér vegna þessa máls. Hann segist vera orðinn þreyttur eftir að hafa verið lengi á sveitarstjórnarvettvanginum. Það vakti mikla athygli í haust þegar innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi vegna ráðningar Jóns Björns á sjálfum sér. Jón leiddi lista Framsóknarflokksins í kosningunum í fyrravor, tók sjálfur til máls þegar velja átti sveitarstjóra og greiddi atkvæði með því að hann yrði ráðinn. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að Jón Björn væri ekki vanhæfur til að taka þátt í þessum umræðum og mátti hann greiða atkvæði með sjálfum sér. Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu. Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins og fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði af sér óvænt á fundi bæjarráðs í gær. Starfslok hans verða í mars en hann hefur starfað í sveitarstjórnarmálum síðan árið 1994. Í síðustu viku fengu bæjarfulltrúar sveitarstjórnar erindi frá íbúa sem varðaði sumarbústaðalóðirnar Fönn 1 til 4 í Fannardal. Lóðirnar eru í eigu Jóns Björns og fjölskyldu hans en engin gjöld hafa verið greidd af fasteignum á lóðunum, einungis af lóðunum sjálfum. Engin mannvirki eru skráð á viðkomandi lóðir í fasteignaskrá en í samtali við Fréttablaðið segir Snorri Styrkársson, fjármálastjóri Fjarðabyggðar, að það hafi verið sótt um byggingarleyfi á lóðunum. Því var þó hafnað og upp úr því hafist margra ára deiliskipulagsgerð. Hús voru byggð á lóðunum þrátt fyrir þetta. Jón Björn neitar því að hann sé að segja af sér vegna þessa máls. Hann segist vera orðinn þreyttur eftir að hafa verið lengi á sveitarstjórnarvettvanginum. Það vakti mikla athygli í haust þegar innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi vegna ráðningar Jóns Björns á sjálfum sér. Jón leiddi lista Framsóknarflokksins í kosningunum í fyrravor, tók sjálfur til máls þegar velja átti sveitarstjóra og greiddi atkvæði með því að hann yrði ráðinn. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að Jón Björn væri ekki vanhæfur til að taka þátt í þessum umræðum og mátti hann greiða atkvæði með sjálfum sér.
Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira