Þorvaldur Davíð tók við viðurkenningu í Berlín Máni Snær Þorláksson skrifar 21. febrúar 2023 10:36 Þorvaldur tekur við viðurkenningunni. Getty/ Soeren Stache Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók í gær við viðurkenningu á Berlinale kvikmyndahátíðinni. Leikarinn er einn af tíu sem valinn var í Shooting Stars hópinn í ár. Samtökin European Film Promotion (EFP) velja á hverju ári tíu unga og efnilega leikara og leikkonur í hópinn. Samtökin velja leikarana og leikkonurnar úr hópi aðildarlanda EFP. Meðlimir samtakanna eru kvikmynda- og kynningarmiðstöðvar frá 37 löndum og er Kvikmyndamiðstöð Íslands ein af þeim. Alls voru 27 tilnefnd í ár en að lokum voru átta konur og tveir karlar valin. Dómnefndin sem valdi hópinn er skipuð af Jan Komasa frá Póllandi, Rebeccu van Unen frá Hollandi, Mariu Ekerhovd frá Noregi, Leo Barraclough frá Englandi og Veronicu Echegui, sem áður var í hópi Shooting Stars. Dómnefndin hrifin af Þorvaldi Þorvaldi er hrósað í hástert í umsögn dómnefndarinnar fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu. Hún segir að það stafi af honum mikil útgeislun og að hann fangi fullkomlega hlutverk ástsjúks bónda sem verður heltekinn af ástríðu fyrir upprennandi skáldkonu. „Í honum sameinast hraustlegt yfirbragð og viðkvæmni, sem laðar áhorfendur að honum og fær þá til að taka afstöðu með honum.“ Shooting Stars hópurinn í ár: Leonie Benesch, Kayije Kagame, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Judith State, Gizem Erdogan, Alina Tomnikov, Benedetta Porcaroli, Joely Mbundu, Yannick Jozefzoon og Kristine Kujath Thorp.Getty/Andreas Rentz Fimmtándi Íslendingurinn sem valinn er í hópinn Það er óhætt að segja að það hafi fjölmargar stórstjörnur verið valdar í Shooting Stars hópinn. Meðal þeirra sem hafa verið valin í hann eru Maisie Williams (2015), Riz Ahmed (2012), Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003), Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000) Þá er Þorvaldur ekki fyrsti Íslendingurinn sem valinn er í þennan hóp. Alls hafa fjórtán Íslendingar áður verið valdir en þeir eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999. Hilmir Snær Guðnason 2000. Baltasar Kormákur 2001. Margrét Vilhjálmsdóttir 2002. Nína Dögg Filippusdóttir 2003. Tómas Lemarquis 2004. Álfrún Örnólfsdóttir 2005. Björn Hlynur Haraldsson 2006. Gísli Örn Garðarsson 2007. Hilmar Guðjónsson 2012. Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014. Hera Hilmarsdóttir 2015. Atli Óskar Fjalarsson 2016. Krístín Þóra Haraldsdóttir 2019. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Þýskaland Tengdar fréttir Þorvaldur Davíð valinn í Shooting Stars hópinn fyrir 2023 Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur verið valinn í Shooting Stars hópinn árið 2023. Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og leikkonur. 14. desember 2022 09:30 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Samtökin velja leikarana og leikkonurnar úr hópi aðildarlanda EFP. Meðlimir samtakanna eru kvikmynda- og kynningarmiðstöðvar frá 37 löndum og er Kvikmyndamiðstöð Íslands ein af þeim. Alls voru 27 tilnefnd í ár en að lokum voru átta konur og tveir karlar valin. Dómnefndin sem valdi hópinn er skipuð af Jan Komasa frá Póllandi, Rebeccu van Unen frá Hollandi, Mariu Ekerhovd frá Noregi, Leo Barraclough frá Englandi og Veronicu Echegui, sem áður var í hópi Shooting Stars. Dómnefndin hrifin af Þorvaldi Þorvaldi er hrósað í hástert í umsögn dómnefndarinnar fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu. Hún segir að það stafi af honum mikil útgeislun og að hann fangi fullkomlega hlutverk ástsjúks bónda sem verður heltekinn af ástríðu fyrir upprennandi skáldkonu. „Í honum sameinast hraustlegt yfirbragð og viðkvæmni, sem laðar áhorfendur að honum og fær þá til að taka afstöðu með honum.“ Shooting Stars hópurinn í ár: Leonie Benesch, Kayije Kagame, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Judith State, Gizem Erdogan, Alina Tomnikov, Benedetta Porcaroli, Joely Mbundu, Yannick Jozefzoon og Kristine Kujath Thorp.Getty/Andreas Rentz Fimmtándi Íslendingurinn sem valinn er í hópinn Það er óhætt að segja að það hafi fjölmargar stórstjörnur verið valdar í Shooting Stars hópinn. Meðal þeirra sem hafa verið valin í hann eru Maisie Williams (2015), Riz Ahmed (2012), Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003), Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000) Þá er Þorvaldur ekki fyrsti Íslendingurinn sem valinn er í þennan hóp. Alls hafa fjórtán Íslendingar áður verið valdir en þeir eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999. Hilmir Snær Guðnason 2000. Baltasar Kormákur 2001. Margrét Vilhjálmsdóttir 2002. Nína Dögg Filippusdóttir 2003. Tómas Lemarquis 2004. Álfrún Örnólfsdóttir 2005. Björn Hlynur Haraldsson 2006. Gísli Örn Garðarsson 2007. Hilmar Guðjónsson 2012. Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014. Hera Hilmarsdóttir 2015. Atli Óskar Fjalarsson 2016. Krístín Þóra Haraldsdóttir 2019.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Þýskaland Tengdar fréttir Þorvaldur Davíð valinn í Shooting Stars hópinn fyrir 2023 Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur verið valinn í Shooting Stars hópinn árið 2023. Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og leikkonur. 14. desember 2022 09:30 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Þorvaldur Davíð valinn í Shooting Stars hópinn fyrir 2023 Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur verið valinn í Shooting Stars hópinn árið 2023. Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu unga og efnilega leikara og leikkonur. 14. desember 2022 09:30