„Það hefur verið mikill sómi af þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 14:30 Dagur Sigurðsson fylgist spenntur með leiknum í kvöld. VÍSIR/VILHELM Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, er Valsari í húð og hár og hann ræddi við Vísi um stórleikinn í kvöld þegar Valur mætir franska liðinu PAUC, á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í handbolta. „Þetta er erfitt verkefni en þeir [Valsmenn] eru búnir að sýna að allt er mögulegt. Þetta er úrslitaleikur fyrir þá, þeir geta tryggt sig sjálfir áfram og hafa þetta í eigin hendi, og hljóta að láta vaða eins og hægt er,“ segir Dagur í viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Dagur um leikinn mikilvæga hjá Val í kvöld Fjögur lið af sex í riðli Vals komast áfram í 16-liða úrslit. Þegar tvær umferðir eru eftir er hörð barátta um 3. og 4. sæti en Valur er í 3. sæti með 7 stig, PAUC og Ferencvaros með 6 stig og Benidorm 4. Flensburg og Ystad hafa þegar tryggt sig áfram. Valsmenn eru því í kjörstöðu og búnir að sýna að þeir áttu svo sannarlega fullt erindi í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Mér finnst búinn að vera mikill sómi að þessu. Evrópuleikirnir í fyrra, gegn Lemgo, og svo allir leikirnir í ár. Búnir að spila við lið eins og Flensburg en enginn skellur. Alltaf inni í öllum leikjum. Þeir hefðu getað náð í aðeins betri úrslit en voru óheppnir í einhverjum leikjum. En það hefur verið mikill sómi að þessu, líka fyrir félagið. Það hefur verið gríðarlega skemmtilegt og góð umgjörð hérna [í Origo-höllinni]. Mikið af fólki að koma sem kemur ekki endilega oft á handboltaleiki. Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með,“ segir Dagur og bætir við: Björgvin Páll Gústavsson með boltann á æfingu Vals í gær fyrir stórleikinn í kvöld. Hann hefur átt frábæra leiki í Evrópudeildinni til þessa.VÍSIR/VILHELM Allra liða kvikindi sem koma og styðja „Þetta eru fimm heimaleikir og svo fimm útileikir í beinni útsendingu. Það er nóg að fylgjast með og þetta gefur öllum mikið. Maður sér að það eru ekki bara Valsarar sem mæta á völlinn hérna. Það eru allra liða kvikindi sem koma og fylgjast með, styðja og vita að það skiptir máli fyrir íslenskan handbolta að standa sig í Evrópu. Fyrir félagsliðin að láta aðeins vita af sér, svo þetta sé nú ekki bara í janúar [þegar karlalandsliðið spilar á stórmótum].“ Aðspurður hvað Valsmenn þurfi að hafa í huga varðandi mótherja sína í kvöld segir Dagur: „Lykilatriðið fyrir Valsmenn er að klára dauðafærin sín gegn sterkum markvörðum. Það er mikilvægt að klára fyrstu hornaskotin, línuskotin, hraðaupphlaupin og vítaskotin, því allt annað verður erfitt og engin dauðafæri. Svo þurfa þeir að spila góða vörn gegn þungum Frökkum, stórum og sterkum, sem hafa einhverja líkamlega yfirburði. Þeir eiga eftir að stilla mikið upp tveir á móti tveimur, með þessa línumenn og reyna að troða boltanum inn á þá. Það getur orðið erfitt fyrir Valsmenn að eiga við það.“ Nánar er rætt við Dag í myndbandinu hér að ofan. Leikur Vals og PAUC hefst klukkan 19:45 og er líkt og aðrir leikir Vals í Evrópudeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Við munum mæta mjög orkumiklir“ Aron Dagur Pálsson segir að Valsmenn mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld í hálfgerðan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn franska liðinu PAUC, í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. 21. febrúar 2023 11:00 Stefnir í að Donni verði með gegn Val annað kvöld Donni, Kristján Örn Kristjánsson, verður að öllum líkindum með franska liðinu PAUC þegar það heimsækir Val í Evrópudeildinni í handbolta annað kvöld. Stutt er síðan Donni fékk leyfi frá störfum þar sem hann glímdi við kulnun. 20. febrúar 2023 18:30 Dagur um landsliðið: „Ef það er ágúst 2024 þá sest ég að borðinu“ Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan í handbolta, segist einbeita sér að því verkefni þangað til samningur hans rennur út eftir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Hann sé opinn fyrir því að taka við íslenska landsliðinu, en ekki fyrr en sá samningur er runninn á enda. 20. febrúar 2023 14:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
„Þetta er erfitt verkefni en þeir [Valsmenn] eru búnir að sýna að allt er mögulegt. Þetta er úrslitaleikur fyrir þá, þeir geta tryggt sig sjálfir áfram og hafa þetta í eigin hendi, og hljóta að láta vaða eins og hægt er,“ segir Dagur í viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Dagur um leikinn mikilvæga hjá Val í kvöld Fjögur lið af sex í riðli Vals komast áfram í 16-liða úrslit. Þegar tvær umferðir eru eftir er hörð barátta um 3. og 4. sæti en Valur er í 3. sæti með 7 stig, PAUC og Ferencvaros með 6 stig og Benidorm 4. Flensburg og Ystad hafa þegar tryggt sig áfram. Valsmenn eru því í kjörstöðu og búnir að sýna að þeir áttu svo sannarlega fullt erindi í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Mér finnst búinn að vera mikill sómi að þessu. Evrópuleikirnir í fyrra, gegn Lemgo, og svo allir leikirnir í ár. Búnir að spila við lið eins og Flensburg en enginn skellur. Alltaf inni í öllum leikjum. Þeir hefðu getað náð í aðeins betri úrslit en voru óheppnir í einhverjum leikjum. En það hefur verið mikill sómi að þessu, líka fyrir félagið. Það hefur verið gríðarlega skemmtilegt og góð umgjörð hérna [í Origo-höllinni]. Mikið af fólki að koma sem kemur ekki endilega oft á handboltaleiki. Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með,“ segir Dagur og bætir við: Björgvin Páll Gústavsson með boltann á æfingu Vals í gær fyrir stórleikinn í kvöld. Hann hefur átt frábæra leiki í Evrópudeildinni til þessa.VÍSIR/VILHELM Allra liða kvikindi sem koma og styðja „Þetta eru fimm heimaleikir og svo fimm útileikir í beinni útsendingu. Það er nóg að fylgjast með og þetta gefur öllum mikið. Maður sér að það eru ekki bara Valsarar sem mæta á völlinn hérna. Það eru allra liða kvikindi sem koma og fylgjast með, styðja og vita að það skiptir máli fyrir íslenskan handbolta að standa sig í Evrópu. Fyrir félagsliðin að láta aðeins vita af sér, svo þetta sé nú ekki bara í janúar [þegar karlalandsliðið spilar á stórmótum].“ Aðspurður hvað Valsmenn þurfi að hafa í huga varðandi mótherja sína í kvöld segir Dagur: „Lykilatriðið fyrir Valsmenn er að klára dauðafærin sín gegn sterkum markvörðum. Það er mikilvægt að klára fyrstu hornaskotin, línuskotin, hraðaupphlaupin og vítaskotin, því allt annað verður erfitt og engin dauðafæri. Svo þurfa þeir að spila góða vörn gegn þungum Frökkum, stórum og sterkum, sem hafa einhverja líkamlega yfirburði. Þeir eiga eftir að stilla mikið upp tveir á móti tveimur, með þessa línumenn og reyna að troða boltanum inn á þá. Það getur orðið erfitt fyrir Valsmenn að eiga við það.“ Nánar er rætt við Dag í myndbandinu hér að ofan. Leikur Vals og PAUC hefst klukkan 19:45 og er líkt og aðrir leikir Vals í Evrópudeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Við munum mæta mjög orkumiklir“ Aron Dagur Pálsson segir að Valsmenn mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld í hálfgerðan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn franska liðinu PAUC, í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. 21. febrúar 2023 11:00 Stefnir í að Donni verði með gegn Val annað kvöld Donni, Kristján Örn Kristjánsson, verður að öllum líkindum með franska liðinu PAUC þegar það heimsækir Val í Evrópudeildinni í handbolta annað kvöld. Stutt er síðan Donni fékk leyfi frá störfum þar sem hann glímdi við kulnun. 20. febrúar 2023 18:30 Dagur um landsliðið: „Ef það er ágúst 2024 þá sest ég að borðinu“ Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan í handbolta, segist einbeita sér að því verkefni þangað til samningur hans rennur út eftir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Hann sé opinn fyrir því að taka við íslenska landsliðinu, en ekki fyrr en sá samningur er runninn á enda. 20. febrúar 2023 14:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
„Við munum mæta mjög orkumiklir“ Aron Dagur Pálsson segir að Valsmenn mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld í hálfgerðan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn franska liðinu PAUC, í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. 21. febrúar 2023 11:00
Stefnir í að Donni verði með gegn Val annað kvöld Donni, Kristján Örn Kristjánsson, verður að öllum líkindum með franska liðinu PAUC þegar það heimsækir Val í Evrópudeildinni í handbolta annað kvöld. Stutt er síðan Donni fékk leyfi frá störfum þar sem hann glímdi við kulnun. 20. febrúar 2023 18:30
Dagur um landsliðið: „Ef það er ágúst 2024 þá sest ég að borðinu“ Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan í handbolta, segist einbeita sér að því verkefni þangað til samningur hans rennur út eftir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Hann sé opinn fyrir því að taka við íslenska landsliðinu, en ekki fyrr en sá samningur er runninn á enda. 20. febrúar 2023 14:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti