Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Í kvöldfréttum greinum við frá því nýjasta í flókinni stöðu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en í dag var enn eitt dómsmálið í deilunni tekið fyrir í Landsrétti. Stjórnvöld lýsa yfir áhyggjum en segja það á ábyrgð deiluaðila að ná samningum.

Vladímír Pútín forseti Rússlands og Joe Biden forseti Bandaríkjanna héldu gjörólík ávörp í dag. Putin sagði þingmönnum og yfirmönnum hersins að Vesturlönd hefðu byrjað stríðið með árás á Rússland og þau ætluðu sér að þurrka Rússland út. Biden segir Putin hins vegar hafa misreiknað sig með innrásinni í Úkraínu og sameinað Vesturlönd sem muni styðja hetjulegar varnir Úkraínumanna gegn einræðisherranum í Moskvu.

Við heyrum líka í foringja í Hjálpræðishernum sem segir lífsnauðsynlegt að koma upp dagsetri frir heimilislausa. Margir séu tilbúnir að standa saman að því en stjórnmálamenn dragi lappirnar.

Þá heyrum við í slökkviliðsstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem býst við frekari lokunum á atvinnuhúsnæði sem nýtt væri sem búsetuúrræði.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan 18:30 á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×