„Auðvitað viljum við ekki hafa húsnæðið af fólki að óþörfu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 21:31 Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasvið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins býst við frekari lokunum á atvinnuhúsnæði sem notað er til búsetu, eftir skurk í málaflokknum í fyrra. Aðeins um helmingur þeirra sem krafðir voru um úrbætur á brunavörnum hafa svarað. Málin séu erfið viðureignar; slökkviliðið vilji ekki hafa húsnæði af fólki að óþörfu. Eldsvoði varð í atvinnuhúsnæði að Vatnagörðum 18 á föstudag, þar sem áfangaheimilið Betra líf er rekið og þrjátíu manns bjuggu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði þar úttekt á brunavörnum 8. febrúar, níu dögum fyrir brunann. Niðurstöðurnar mála upp svarta mynd. Slökkviliðsstjóri varar við yfirvofandi lokun húsnæðisins, verulegir annmarkar sagðir á eldvörnum og um að ræða alvarleg brot á lögum um brunavarnir. „Ég held það sé ekki hægt að segja annað en að þarna séu alvarlegir ágallar. Hvort það sé betra eða verra en á öðrum stöðum það er kannski erfitt að segja. Það verður bara að skoða hvert mál fyrir sig,“ Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Búseta í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu var rækilega kortlögð í fyrra. Í 35 tilvikum voru eigendur krafðir um úrbætur á brunavörnum og þar af hefur um helmingur brugðist við. „Flestir eigendur hyggjast koma sínum brunavörnum í lag, það er auðvitað miserfitt eftir aðstæðum en eftir standa önnur heimilisföng þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð. Og þar má búast við aðgerðum. Og í einhverjum tilfellum endar það í lokunarmálum, kannski,“ segir Aldís. „Þetta er erfitt viðureignar því auðvitað viljum við ekki hafa húsnæðið af fólki að óþörfu. Þess vegna höfum við miðað okkar afskipti við það húsnæði þar sem við teljum öryggi fólks ógnað ef upp kemur eldur. Við erum ekkert að leitast við að loka húsnæði bara til þess að loka af því að notkunin er ólögleg. Við erum fyrst og fremst að horfa á að öryggi fólks sé tryggt.“ Reykjavík Félagsmál Slökkvilið Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Eldsvoði varð í atvinnuhúsnæði að Vatnagörðum 18 á föstudag, þar sem áfangaheimilið Betra líf er rekið og þrjátíu manns bjuggu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði þar úttekt á brunavörnum 8. febrúar, níu dögum fyrir brunann. Niðurstöðurnar mála upp svarta mynd. Slökkviliðsstjóri varar við yfirvofandi lokun húsnæðisins, verulegir annmarkar sagðir á eldvörnum og um að ræða alvarleg brot á lögum um brunavarnir. „Ég held það sé ekki hægt að segja annað en að þarna séu alvarlegir ágallar. Hvort það sé betra eða verra en á öðrum stöðum það er kannski erfitt að segja. Það verður bara að skoða hvert mál fyrir sig,“ Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Búseta í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu var rækilega kortlögð í fyrra. Í 35 tilvikum voru eigendur krafðir um úrbætur á brunavörnum og þar af hefur um helmingur brugðist við. „Flestir eigendur hyggjast koma sínum brunavörnum í lag, það er auðvitað miserfitt eftir aðstæðum en eftir standa önnur heimilisföng þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð. Og þar má búast við aðgerðum. Og í einhverjum tilfellum endar það í lokunarmálum, kannski,“ segir Aldís. „Þetta er erfitt viðureignar því auðvitað viljum við ekki hafa húsnæðið af fólki að óþörfu. Þess vegna höfum við miðað okkar afskipti við það húsnæði þar sem við teljum öryggi fólks ógnað ef upp kemur eldur. Við erum ekkert að leitast við að loka húsnæði bara til þess að loka af því að notkunin er ólögleg. Við erum fyrst og fremst að horfa á að öryggi fólks sé tryggt.“
Reykjavík Félagsmál Slökkvilið Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira