Köstuðu frá sér átta marka forskoti: „Algjörlega hauslaust“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2023 20:50 Patrekur Jóhannesson þungt hugsi. Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega fúll eftir tap gegn ÍBV í Olís-deildinni í dag. Hans menn byrjuðu leikinn frábærlega og voru komnir átta mörkum yfir eftir tíu mínútur. Svo fór eiginlega allt í steik. „Við komum hrikalega sterkir inn í leikinn, vorum klárir og komumst í 9-1. Svo skipta þeir í 5-1 vörn og við vorum í basli með það,“ sagði Patrekur eftir leik. Stjarnan leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Svo koma glórulausar ákvarðanatökur. Það er einn maður upp á miðju hjá ÍBV og þannig hefur það verið í nokkur ár. Það kemur alltaf nýr maður inn hjá þeim og sá leikmaður spilaði ágætlega í dag.“ „Við förum algjörlega út úr konsepti. Við erum með 20 tæknifeila í þessum leik, 20! Þetta var mjög skrítið og við erum sjálfum okkur verstir. Við áttum klárlega að vinna þennan leik.“ „Þetta var lélegt hjá okkur,“ sagði Patrekur en hann var spurður að því hvort hausinn hefði farið algjörlega hjá mönnum við það að komast langt fram úr Eyjamönnum snemma leiks. „Já, þetta var algjörlega hauslaust. Við höfum verið með 4-7 tæknifeila í síðustu leikjum. Í dag erum við með 20. Það er lélegt að það skuli allt hrynja. Það er eitthvað sem við þurfum að laga. Fallið má ekki vera svona mikið. Þó það gangi illa sóknarlega þá á það ekki að smita út í allt annað í leiknum.“ „Við erum búnir að spila ágætlega en núna tókum við skref til baka,“ sagði Patrekur en þetta er eitthvað sem menn – vonandi fyrir Stjörnuna - læra af. „Við vorum algjörlega klárir í leikinn en það vantaði gæði, að þora og sjálfstraust gegn þessari vörn. Við gerðum alltof mikið af mistökum.“ Mistökin urðu Stjörnunni að falli í dag, en liðið er eftir leikinn í fimmta sæti Olís-deildarinnar en pakkinn er þéttur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og verður fróðlegt að sjá hvernig deildin mun þróast á næstu vikum. Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-26 | Ótrúleg endurkoma Eyjamanna Eftir að hafa lent 9-1 undir eftir tíu mínútna leik snéru Eyjamenn bökum saman og unnu ótrúlegan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 23-26. 21. febrúar 2023 20:52 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
„Við komum hrikalega sterkir inn í leikinn, vorum klárir og komumst í 9-1. Svo skipta þeir í 5-1 vörn og við vorum í basli með það,“ sagði Patrekur eftir leik. Stjarnan leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Svo koma glórulausar ákvarðanatökur. Það er einn maður upp á miðju hjá ÍBV og þannig hefur það verið í nokkur ár. Það kemur alltaf nýr maður inn hjá þeim og sá leikmaður spilaði ágætlega í dag.“ „Við förum algjörlega út úr konsepti. Við erum með 20 tæknifeila í þessum leik, 20! Þetta var mjög skrítið og við erum sjálfum okkur verstir. Við áttum klárlega að vinna þennan leik.“ „Þetta var lélegt hjá okkur,“ sagði Patrekur en hann var spurður að því hvort hausinn hefði farið algjörlega hjá mönnum við það að komast langt fram úr Eyjamönnum snemma leiks. „Já, þetta var algjörlega hauslaust. Við höfum verið með 4-7 tæknifeila í síðustu leikjum. Í dag erum við með 20. Það er lélegt að það skuli allt hrynja. Það er eitthvað sem við þurfum að laga. Fallið má ekki vera svona mikið. Þó það gangi illa sóknarlega þá á það ekki að smita út í allt annað í leiknum.“ „Við erum búnir að spila ágætlega en núna tókum við skref til baka,“ sagði Patrekur en þetta er eitthvað sem menn – vonandi fyrir Stjörnuna - læra af. „Við vorum algjörlega klárir í leikinn en það vantaði gæði, að þora og sjálfstraust gegn þessari vörn. Við gerðum alltof mikið af mistökum.“ Mistökin urðu Stjörnunni að falli í dag, en liðið er eftir leikinn í fimmta sæti Olís-deildarinnar en pakkinn er þéttur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og verður fróðlegt að sjá hvernig deildin mun þróast á næstu vikum.
Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-26 | Ótrúleg endurkoma Eyjamanna Eftir að hafa lent 9-1 undir eftir tíu mínútna leik snéru Eyjamenn bökum saman og unnu ótrúlegan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 23-26. 21. febrúar 2023 20:52 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-26 | Ótrúleg endurkoma Eyjamanna Eftir að hafa lent 9-1 undir eftir tíu mínútna leik snéru Eyjamenn bökum saman og unnu ótrúlegan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 23-26. 21. febrúar 2023 20:52