Hvers vegna þessi magnaði samgöngusáttmáli? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. febrúar 2023 08:00 Ég hef ekki komist hjá því að verða vör við hávaðann sem glymur frá kjörnum fulltrúum Sjálfstæðismanna héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu. Líkt og oftast glymur hæst í borgarfulltrúunum en í þetta skiptið var það nýr bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hóf trumbusláttinn. Svo slæddust félagar hennar, sem eftir eru í Kraganum, með hver á eftir öðrum og reyndu að halda í við glyminn, í tilraun til að grafa undan samkomulaginu sem forverar þeirra og formaður Sjálfstæðisflokksins undirrituðu. Bæjarstjórinn minn er einn af þeim sem var kallaður til í umræðuna í vikunni. Ég lagði við hlustir því hann er ekki alveg eins hávaðasamur og aðrir félagar hans. Þar sem að hann er nokkuð hófstilltari var ég spennt að heyra hans málflutning til að skilja út á hvað hávaðinn gengur. En því miður þá varð ég engu nær. Það er talað um að taka upp sáttmálann en engum er ljóst hvaða markmiði það á að gegna. Hverju á að ná fram? Hverju á að breyta? Svör við því hef ég enn ekki komið auga á. Af hverju samgöngusáttmáli? Samgöngusáttmálinn er sameiginlegt mál allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann er merkilegur sáttmáli á sama tíma og hann er mjög mikilvægur fyrir samfélagið allt. Og já hann kostar. Um það verðum við að vera meðvituð. Það gefast klárlega tækifæri til þess að leysa einstaka mál með hagkvæmari og jafnvel einfaldari hætti. En hvort um það náist einhver samstaða er svo allt annað mál. Sjálf er ég til að mynda hrifin af því að endurskoða pælingar um afar kostnaðarsama stokka og þess í stað horft til þess sem kallað er lok eða vistlok, þar sem hægt er. Það yrði til að mynda ódýrari leið fyrir okkur í Garðabænum. Sú framkvæmd yrði líka einfaldari og myndi líklega flýta framkvæmdum verulega. Fjórar mikilvægar röksemdir með sáttmálanum Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að pólitíkin þvert á allt höfuðborgarsvæðið og á þingi hafi komist að slíku samkomulagi, þar sem verkefni ríkis og sveitarfélaga eru tvinnuð saman svo út megi koma heildstæð framkvæmd sem leiðir af sér hágæða almenningssamgöngur og bættar samgöngur fyrir alla. Í öðru lagi er samgöngusáttmáli afar mikilvægur til þess að mæta þeim áskorunum sem fram undan eru og birtast okkur nú, þegar þegar kemur að mengun og losun. Mengun vegna aukinnar bílnotkunar hefur þar mikil áhrif og til þess að draga úr þeim þætti þurfum við að nýta almenningssamgöngur í töluvert meiri mæli en við gerum í dag. Það gerum við með því að gera almenningssamgöngur að meira aðlaðandi ferðakosti með tíðari ferðum og bættu aðgengi. Um það snýst sáttmálinn. Í þriðja lagi er það bláköld staðreynd að við höfum takmarkað landrými til framtíðar. Í stóra samhenginu er það ein mikilvægasta ástæða þess að höfuðborgarsvæðið taki höndum saman og sameinist um þá vegferð að bæta og gefa í þegar kemur að almenningssamgöngum. Í fjórða lagi og alls ekki því sísta, þá er lýðheilsa stór þáttur sem við verðum að taka betur inn í allar ákvarðanir sem snúa að lífsskilyrðum fólks. Lýðheilsa og alvöru valkostur íbúa til að kjósa bíllausan og lýðheilsusamlegan lífsstíl þegar kemur að samgöngum er krafa nútímans og framtíðarinnar. Fyrir utan þann mikla þjóðhagslega ábata sem bættar almenningssamgöngur hafa fyrir samfélagið allt og ekki síst notendur almenningssamgangna sem áætlaður hefur verið vel yfir 100 milljarða á virði ársins 2020. Af hverju er ekki talað um mikilvægi verkefnisins? Eina sem ég heyri úr horni Sjálfstæðismanna er að framkvæmdin kosti og að einhverjum verkefnum, sem er í vinnslu, sé ekki lokið. Ég heyri ekkert um hvaða breytingum þau vilja ná fram eða hvað annað þau vilji gera. Ég heyri ekkert um mikilvægi verkefnisins, áhrifa þess eða snefil af framtíðarsýn er varðar almenningssamgöngur sem virka til framtíðar. Ég veit hins vegar að það eru afar skiptar skoðanir um almenningssamgöngur og það pláss sem þeim er ætlað í þessum góða og mikilvæga samgöngusáttmála meðal flokksfélaga þessara kjörinna fulltrúa. Kannski á hávaðinn rætur sínar fyrst og fremst í þeim hópi og mögulega er honum fyrst og fremst ætlað að hreyfa við þeim félögum sem vilja standa vörð um kyrrstöðu, einkabílinn og enn meiri tafir í umferðinni. Ekki öfundsvert, hlutskiptið það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Samgöngur Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki komist hjá því að verða vör við hávaðann sem glymur frá kjörnum fulltrúum Sjálfstæðismanna héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu. Líkt og oftast glymur hæst í borgarfulltrúunum en í þetta skiptið var það nýr bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hóf trumbusláttinn. Svo slæddust félagar hennar, sem eftir eru í Kraganum, með hver á eftir öðrum og reyndu að halda í við glyminn, í tilraun til að grafa undan samkomulaginu sem forverar þeirra og formaður Sjálfstæðisflokksins undirrituðu. Bæjarstjórinn minn er einn af þeim sem var kallaður til í umræðuna í vikunni. Ég lagði við hlustir því hann er ekki alveg eins hávaðasamur og aðrir félagar hans. Þar sem að hann er nokkuð hófstilltari var ég spennt að heyra hans málflutning til að skilja út á hvað hávaðinn gengur. En því miður þá varð ég engu nær. Það er talað um að taka upp sáttmálann en engum er ljóst hvaða markmiði það á að gegna. Hverju á að ná fram? Hverju á að breyta? Svör við því hef ég enn ekki komið auga á. Af hverju samgöngusáttmáli? Samgöngusáttmálinn er sameiginlegt mál allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann er merkilegur sáttmáli á sama tíma og hann er mjög mikilvægur fyrir samfélagið allt. Og já hann kostar. Um það verðum við að vera meðvituð. Það gefast klárlega tækifæri til þess að leysa einstaka mál með hagkvæmari og jafnvel einfaldari hætti. En hvort um það náist einhver samstaða er svo allt annað mál. Sjálf er ég til að mynda hrifin af því að endurskoða pælingar um afar kostnaðarsama stokka og þess í stað horft til þess sem kallað er lok eða vistlok, þar sem hægt er. Það yrði til að mynda ódýrari leið fyrir okkur í Garðabænum. Sú framkvæmd yrði líka einfaldari og myndi líklega flýta framkvæmdum verulega. Fjórar mikilvægar röksemdir með sáttmálanum Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að pólitíkin þvert á allt höfuðborgarsvæðið og á þingi hafi komist að slíku samkomulagi, þar sem verkefni ríkis og sveitarfélaga eru tvinnuð saman svo út megi koma heildstæð framkvæmd sem leiðir af sér hágæða almenningssamgöngur og bættar samgöngur fyrir alla. Í öðru lagi er samgöngusáttmáli afar mikilvægur til þess að mæta þeim áskorunum sem fram undan eru og birtast okkur nú, þegar þegar kemur að mengun og losun. Mengun vegna aukinnar bílnotkunar hefur þar mikil áhrif og til þess að draga úr þeim þætti þurfum við að nýta almenningssamgöngur í töluvert meiri mæli en við gerum í dag. Það gerum við með því að gera almenningssamgöngur að meira aðlaðandi ferðakosti með tíðari ferðum og bættu aðgengi. Um það snýst sáttmálinn. Í þriðja lagi er það bláköld staðreynd að við höfum takmarkað landrými til framtíðar. Í stóra samhenginu er það ein mikilvægasta ástæða þess að höfuðborgarsvæðið taki höndum saman og sameinist um þá vegferð að bæta og gefa í þegar kemur að almenningssamgöngum. Í fjórða lagi og alls ekki því sísta, þá er lýðheilsa stór þáttur sem við verðum að taka betur inn í allar ákvarðanir sem snúa að lífsskilyrðum fólks. Lýðheilsa og alvöru valkostur íbúa til að kjósa bíllausan og lýðheilsusamlegan lífsstíl þegar kemur að samgöngum er krafa nútímans og framtíðarinnar. Fyrir utan þann mikla þjóðhagslega ábata sem bættar almenningssamgöngur hafa fyrir samfélagið allt og ekki síst notendur almenningssamgangna sem áætlaður hefur verið vel yfir 100 milljarða á virði ársins 2020. Af hverju er ekki talað um mikilvægi verkefnisins? Eina sem ég heyri úr horni Sjálfstæðismanna er að framkvæmdin kosti og að einhverjum verkefnum, sem er í vinnslu, sé ekki lokið. Ég heyri ekkert um hvaða breytingum þau vilja ná fram eða hvað annað þau vilji gera. Ég heyri ekkert um mikilvægi verkefnisins, áhrifa þess eða snefil af framtíðarsýn er varðar almenningssamgöngur sem virka til framtíðar. Ég veit hins vegar að það eru afar skiptar skoðanir um almenningssamgöngur og það pláss sem þeim er ætlað í þessum góða og mikilvæga samgöngusáttmála meðal flokksfélaga þessara kjörinna fulltrúa. Kannski á hávaðinn rætur sínar fyrst og fremst í þeim hópi og mögulega er honum fyrst og fremst ætlað að hreyfa við þeim félögum sem vilja standa vörð um kyrrstöðu, einkabílinn og enn meiri tafir í umferðinni. Ekki öfundsvert, hlutskiptið það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun