„Bjóst fólk við að við myndum vinna 5-0?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 23:30 Pep Guardiola var líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Getty Pep Guardiola var ánægður með frammistöðu Manchester City gegn RB Leipzig í kvöld en kaflaskiptum leik lauk með 1-1 jafntefli. Manchester City var sterkari aðilinn í upphafi leiks í kvöld og Riyad Mahrez kom liðinu yfir á 27.mínútu eftir mistök í vörn Leipzig. Fyrri hálfleikurinn var eign City en gestirnir lentu í meiri vandræðum eftir hlé. „Þeir pressuðu okkur framarlega og við lentum í vandræðum með að byggja upp sóknir. Eftir markið gátum við setið aðeins til baka en við komum til baka og náðum góðum síðustu 15-20 mínútum,“ sagði Guardiola í viðtali við BT Sport eftir leikinn í kvöld. „Við fengum góð færi í báðum hálfleikjum og úrslitin munu ráðast í Manchester.“ Guardiola sagðist þó vera ánægður með frammistöðu City liðsins í kvöld og ekki bara fyrri hálfleikinn. Það virtist fara í taugarnar á Guardiola hvernig blaðamaður BT Sport orðaði spurningu sína um frammistöðu liðsins. „Ég er ánægður með allan leikinn, ekki bara fyrri hálfleikinn.“ Hvað hélstu? Að við fengjum bara einhvern vinalegan leik hér í kvöld. Hvað hefur þú fjallað um marga leiki?,“ spurði Guardiola og fékk þau svör frá blaðamanninum að hann vissi að RB Leipzig væri með gott lið. „Bjóst fólk við að við myndum vinna 5-0? Það er ekki raunveruleikinn, þetta er keppni og mörg góð lið fallin úr leik. Við erum að spila fjóra leiki á tíu dögum og þetta er erfitt með ferðalögum. Við erum gott lið og gerum góða hluti og höldum því áfram. Ef fólk heldur að við komum hingað og vinnum 4-0, afsakið en við getum það ekki.“ Það vakti athygli að Guardiola gerði enga skiptingu í leiknum og menn eins og Phil Foden og Julian Alvarez sátu á varamannabekknum allan leikinn. „Mér fannst liðið gott. að lokum ákvað ég að halda áfram með þetta lið. Bernardo (Silva) var með góða stjórn á miðjunni og við þurftum þess.“ Guardiola var spurður um vítaspyrnu sem City hefði mögulega getað fengið í lok leiks þegar Benjamin Heinrichs fékk boltann í höndina í teignum. „Eins og ég sagði við samstarfsmann þinn um markið hjá Gvardiol og mögulega vítaspyrnu þá sá ég það ekki. Ég get ekki tjáð mig en ég veit hvað gerðist í þessum atvikum.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Manchester City var sterkari aðilinn í upphafi leiks í kvöld og Riyad Mahrez kom liðinu yfir á 27.mínútu eftir mistök í vörn Leipzig. Fyrri hálfleikurinn var eign City en gestirnir lentu í meiri vandræðum eftir hlé. „Þeir pressuðu okkur framarlega og við lentum í vandræðum með að byggja upp sóknir. Eftir markið gátum við setið aðeins til baka en við komum til baka og náðum góðum síðustu 15-20 mínútum,“ sagði Guardiola í viðtali við BT Sport eftir leikinn í kvöld. „Við fengum góð færi í báðum hálfleikjum og úrslitin munu ráðast í Manchester.“ Guardiola sagðist þó vera ánægður með frammistöðu City liðsins í kvöld og ekki bara fyrri hálfleikinn. Það virtist fara í taugarnar á Guardiola hvernig blaðamaður BT Sport orðaði spurningu sína um frammistöðu liðsins. „Ég er ánægður með allan leikinn, ekki bara fyrri hálfleikinn.“ Hvað hélstu? Að við fengjum bara einhvern vinalegan leik hér í kvöld. Hvað hefur þú fjallað um marga leiki?,“ spurði Guardiola og fékk þau svör frá blaðamanninum að hann vissi að RB Leipzig væri með gott lið. „Bjóst fólk við að við myndum vinna 5-0? Það er ekki raunveruleikinn, þetta er keppni og mörg góð lið fallin úr leik. Við erum að spila fjóra leiki á tíu dögum og þetta er erfitt með ferðalögum. Við erum gott lið og gerum góða hluti og höldum því áfram. Ef fólk heldur að við komum hingað og vinnum 4-0, afsakið en við getum það ekki.“ Það vakti athygli að Guardiola gerði enga skiptingu í leiknum og menn eins og Phil Foden og Julian Alvarez sátu á varamannabekknum allan leikinn. „Mér fannst liðið gott. að lokum ákvað ég að halda áfram með þetta lið. Bernardo (Silva) var með góða stjórn á miðjunni og við þurftum þess.“ Guardiola var spurður um vítaspyrnu sem City hefði mögulega getað fengið í lok leiks þegar Benjamin Heinrichs fékk boltann í höndina í teignum. „Eins og ég sagði við samstarfsmann þinn um markið hjá Gvardiol og mögulega vítaspyrnu þá sá ég það ekki. Ég get ekki tjáð mig en ég veit hvað gerðist í þessum atvikum.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira