Brutu lög með auglýsingu um „allt að 40% ódýrara“ áfengi Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2023 09:52 Viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson er forsvarsmaður Nýju vínbúðarinnar. Stöð 2 Rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar braut lög með auglýsingum á heimasíðu sinni með fullyrðingum um „allt að 40% ódýrara“ vín, án þess að taka fram um við hvað væri átt. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur bannað fyrirtækinu að viðhafa slíka viðskiptahætti og auglýsingarnar sagðar villandi. Fram kemur að Neytendastofu hafi borist ábendingar um að á vefsíðu Nýju vínbúðarinnar væri fullyrt að vörur félagsins væru „allt að 40% ódýrari“. Ekki væri þó tekið fram um við hvað væri átt. Yfirstrikað verð Neytendastofa hafi þá óskað eftir upplýsingum um framsetningu verðs á vefsíðu Nýju vínbúðarinnar en þar sem iðulega væri birt yfirstrikað verð og svo lægra verð þar við hliðina á. Því hafi mátt ætla að verið væri að selja vörur á lækkuðu verði. Ennfremur hafi Neytendastofa gert athugasemdir við að vörur hefðu verið auglýstar í takmörkuðu magni án þess að tilgreint hefði verið nákvæmlega hvaða vörur væru boðnar til sölu í takmörkuðu magni eða hversu mikið af vörunni eða vörunum hafi verið í boði. Verið að bera saman við verð í Vínbúðinni Í svörum Nýju vínbúðarinnar kom fram að yfirstrikað verð á heimasíðu hennar væri verð í Vínbúðum ÁTVR og því væri verið að bera saman verð Nýju vínbúðarinnar við verð í verslunum ÁTVR, eina samkeppnisaðila félagsins á þeim tíma. Vísir/Vilhelm Vildi Nýja vínbúðin meina að vísun í „allt að 40% ódýrari“ væri því ekki vísun í afslátt heldur væri þetta verð í verslunum ÁTVR borið saman við verð í vefverslun félagsins. Þegar kemur að takmörkuðu magni þá hafi það fyrst og fremst verið sett fram um ýmsar vörur sem framleiddar séu í takmörkuðu upplagi. „Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að framsetning verðupplýsinga á vefsíðu Nýju Vínbúðarinnar væri til þess fallin að telja neytendum trú um að þeir væru að kaupa vörur á lægra verði en þær hafi áður verið seldar á hjá Nýju Vínbúðinni. Með framsetningu verðupplýsinga og með því að tilgreina ekki hvað sé átt við með fullyrðingunni „allt að 40% ódýrara“ hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar veitt villandi upplýsingar um verð og annað verðhagræði auk þess sem ekki voru færðar sönnur á fullyrðinguna. Þá hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar brotið gegn ákvæðum laga með því að auglýsa takmarkað magn, án þess að tiltaka hvaða vörur sé um að ræða eða hve mikið magn sé í boði. Bannaði Neytendastofa rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti,“ segir á vef Neytendastofu. Auglýsinga- og markaðsmál Áfengi og tóbak Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur bannað fyrirtækinu að viðhafa slíka viðskiptahætti og auglýsingarnar sagðar villandi. Fram kemur að Neytendastofu hafi borist ábendingar um að á vefsíðu Nýju vínbúðarinnar væri fullyrt að vörur félagsins væru „allt að 40% ódýrari“. Ekki væri þó tekið fram um við hvað væri átt. Yfirstrikað verð Neytendastofa hafi þá óskað eftir upplýsingum um framsetningu verðs á vefsíðu Nýju vínbúðarinnar en þar sem iðulega væri birt yfirstrikað verð og svo lægra verð þar við hliðina á. Því hafi mátt ætla að verið væri að selja vörur á lækkuðu verði. Ennfremur hafi Neytendastofa gert athugasemdir við að vörur hefðu verið auglýstar í takmörkuðu magni án þess að tilgreint hefði verið nákvæmlega hvaða vörur væru boðnar til sölu í takmörkuðu magni eða hversu mikið af vörunni eða vörunum hafi verið í boði. Verið að bera saman við verð í Vínbúðinni Í svörum Nýju vínbúðarinnar kom fram að yfirstrikað verð á heimasíðu hennar væri verð í Vínbúðum ÁTVR og því væri verið að bera saman verð Nýju vínbúðarinnar við verð í verslunum ÁTVR, eina samkeppnisaðila félagsins á þeim tíma. Vísir/Vilhelm Vildi Nýja vínbúðin meina að vísun í „allt að 40% ódýrari“ væri því ekki vísun í afslátt heldur væri þetta verð í verslunum ÁTVR borið saman við verð í vefverslun félagsins. Þegar kemur að takmörkuðu magni þá hafi það fyrst og fremst verið sett fram um ýmsar vörur sem framleiddar séu í takmörkuðu upplagi. „Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að framsetning verðupplýsinga á vefsíðu Nýju Vínbúðarinnar væri til þess fallin að telja neytendum trú um að þeir væru að kaupa vörur á lægra verði en þær hafi áður verið seldar á hjá Nýju Vínbúðinni. Með framsetningu verðupplýsinga og með því að tilgreina ekki hvað sé átt við með fullyrðingunni „allt að 40% ódýrara“ hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar veitt villandi upplýsingar um verð og annað verðhagræði auk þess sem ekki voru færðar sönnur á fullyrðinguna. Þá hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar brotið gegn ákvæðum laga með því að auglýsa takmarkað magn, án þess að tiltaka hvaða vörur sé um að ræða eða hve mikið magn sé í boði. Bannaði Neytendastofa rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti,“ segir á vef Neytendastofu.
Auglýsinga- og markaðsmál Áfengi og tóbak Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sjá meira