Pólska liðið Lech sló Víkinga út í 3. umferð undankeppninnar í ágúst í fyrra, eftir framlengdan seinni leik liðanna, og er komið alla leið í 16-liða úrslit keppninnar.
West Ham fer til Kýpur en liðið dróst gegn AEK Larnaca.
Leikirnir í 16-liða úrslitum fara fram 9. og 16. mars og munu liðin sem unnu sinn riðil í riðlakeppninni, eins og til að mynda West Ham, leika seinni leikinn á heimavelli.
16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar:
- AEK Larnaca (KÝP) - West Ham (ENG)
- Fiorentina (ÍTA) - Sivasspor (TYR)
- Lazio (ÍTA) - AZ Alkmaar (HOL)
- Lech (PÓL) - Djurgården (SVÍ)
- Basel (SVI) - Slovan Bratislava (SVK)
- Sheriff (MOL) - Nice (FRA)
- Anderlecht (BEL) - Villarreal (SPÁ)
- Gent (BEL) - İstanbul Başakşehir (TYR)