Ruddust inn á sviðið hjá Loreen í miðju lagi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 22:49 Loreen þykir afar sigurstrangleg í undankeppni Svía fyrir Eurovision. EPA/MARC MUELLER Loreen fékk að flytja framlag sitt aftur á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen í kvöld eftir að fjórir ruddust inn á sviðið með skilti. Slökkt var á tónlistinni í miðju lagi Loreen að óvörum. Mennirnir voru hnepptir í varðhald. Skyndilega var skipt yfir á kynninn, Farah Abadi, sem sagði að „gestur“ væri kominn upp á svið og þá var slökkt á tónlistinni. Verkefnastjóri Melodifestivalen segir að áhorfendur hafi ekki fengið að njóta atriðisins til fulls og því hafi verið ákveðið að leyfa Loreen að syngja aftur. „Þetta var ekkert stórmál, þetta gerðist allt svo skyndilega. Ég hugsaði ekki mikið um það. Ég sá einhvern standa í smá fjarlægð sem virtist vera að dansa eða eitthvað – en ég hélt bara áfram,“ sagði Loreen við SVT. Uppákoman virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á gengi Loreen í keppninni í kvöld en hún fékk flest greiddra atkvæða. Lagið hennar, Tattoo, var annað tveggja sem komst áfram. Mennirnir virðast hafa verið á vegum hópsins Återställ Våtmarker, sem eru umhverfisaðgerðarsinnar, og beita sér fyrir endurheimt sænsks votlendis. Hópurinn hefur komið víða við, til að mynda í skemmtiþættinum Ållsang på Skansen. Þá stöðvuðu þeir einnig umferð í Essingeleden í Stokkhólmi í fyrrasumar sem gerði það að verkum að sjúkrabíll komst ekki leiðar sinnar. Tólf voru þá sakfelldir fyrir skemmdarverk og brot gegn valdstjórninni. Talsmaður lögreglu segir að fjórir hafi verið hnepptir í varðhald til að gæta öryggis á meðan keppnin stendur yfir. SVT greinir frá. Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 24. febrúar 2023 14:20 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Skyndilega var skipt yfir á kynninn, Farah Abadi, sem sagði að „gestur“ væri kominn upp á svið og þá var slökkt á tónlistinni. Verkefnastjóri Melodifestivalen segir að áhorfendur hafi ekki fengið að njóta atriðisins til fulls og því hafi verið ákveðið að leyfa Loreen að syngja aftur. „Þetta var ekkert stórmál, þetta gerðist allt svo skyndilega. Ég hugsaði ekki mikið um það. Ég sá einhvern standa í smá fjarlægð sem virtist vera að dansa eða eitthvað – en ég hélt bara áfram,“ sagði Loreen við SVT. Uppákoman virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á gengi Loreen í keppninni í kvöld en hún fékk flest greiddra atkvæða. Lagið hennar, Tattoo, var annað tveggja sem komst áfram. Mennirnir virðast hafa verið á vegum hópsins Återställ Våtmarker, sem eru umhverfisaðgerðarsinnar, og beita sér fyrir endurheimt sænsks votlendis. Hópurinn hefur komið víða við, til að mynda í skemmtiþættinum Ållsang på Skansen. Þá stöðvuðu þeir einnig umferð í Essingeleden í Stokkhólmi í fyrrasumar sem gerði það að verkum að sjúkrabíll komst ekki leiðar sinnar. Tólf voru þá sakfelldir fyrir skemmdarverk og brot gegn valdstjórninni. Talsmaður lögreglu segir að fjórir hafi verið hnepptir í varðhald til að gæta öryggis á meðan keppnin stendur yfir. SVT greinir frá.
Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 24. febrúar 2023 14:20 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 24. febrúar 2023 14:20
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein