Ruddust inn á sviðið hjá Loreen í miðju lagi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 22:49 Loreen þykir afar sigurstrangleg í undankeppni Svía fyrir Eurovision. EPA/MARC MUELLER Loreen fékk að flytja framlag sitt aftur á fjórða undanúrslitakvöldi Melodifestivalen í kvöld eftir að fjórir ruddust inn á sviðið með skilti. Slökkt var á tónlistinni í miðju lagi Loreen að óvörum. Mennirnir voru hnepptir í varðhald. Skyndilega var skipt yfir á kynninn, Farah Abadi, sem sagði að „gestur“ væri kominn upp á svið og þá var slökkt á tónlistinni. Verkefnastjóri Melodifestivalen segir að áhorfendur hafi ekki fengið að njóta atriðisins til fulls og því hafi verið ákveðið að leyfa Loreen að syngja aftur. „Þetta var ekkert stórmál, þetta gerðist allt svo skyndilega. Ég hugsaði ekki mikið um það. Ég sá einhvern standa í smá fjarlægð sem virtist vera að dansa eða eitthvað – en ég hélt bara áfram,“ sagði Loreen við SVT. Uppákoman virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á gengi Loreen í keppninni í kvöld en hún fékk flest greiddra atkvæða. Lagið hennar, Tattoo, var annað tveggja sem komst áfram. Mennirnir virðast hafa verið á vegum hópsins Återställ Våtmarker, sem eru umhverfisaðgerðarsinnar, og beita sér fyrir endurheimt sænsks votlendis. Hópurinn hefur komið víða við, til að mynda í skemmtiþættinum Ållsang på Skansen. Þá stöðvuðu þeir einnig umferð í Essingeleden í Stokkhólmi í fyrrasumar sem gerði það að verkum að sjúkrabíll komst ekki leiðar sinnar. Tólf voru þá sakfelldir fyrir skemmdarverk og brot gegn valdstjórninni. Talsmaður lögreglu segir að fjórir hafi verið hnepptir í varðhald til að gæta öryggis á meðan keppnin stendur yfir. SVT greinir frá. Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 24. febrúar 2023 14:20 Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Skyndilega var skipt yfir á kynninn, Farah Abadi, sem sagði að „gestur“ væri kominn upp á svið og þá var slökkt á tónlistinni. Verkefnastjóri Melodifestivalen segir að áhorfendur hafi ekki fengið að njóta atriðisins til fulls og því hafi verið ákveðið að leyfa Loreen að syngja aftur. „Þetta var ekkert stórmál, þetta gerðist allt svo skyndilega. Ég hugsaði ekki mikið um það. Ég sá einhvern standa í smá fjarlægð sem virtist vera að dansa eða eitthvað – en ég hélt bara áfram,“ sagði Loreen við SVT. Uppákoman virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á gengi Loreen í keppninni í kvöld en hún fékk flest greiddra atkvæða. Lagið hennar, Tattoo, var annað tveggja sem komst áfram. Mennirnir virðast hafa verið á vegum hópsins Återställ Våtmarker, sem eru umhverfisaðgerðarsinnar, og beita sér fyrir endurheimt sænsks votlendis. Hópurinn hefur komið víða við, til að mynda í skemmtiþættinum Ållsang på Skansen. Þá stöðvuðu þeir einnig umferð í Essingeleden í Stokkhólmi í fyrrasumar sem gerði það að verkum að sjúkrabíll komst ekki leiðar sinnar. Tólf voru þá sakfelldir fyrir skemmdarverk og brot gegn valdstjórninni. Talsmaður lögreglu segir að fjórir hafi verið hnepptir í varðhald til að gæta öryggis á meðan keppnin stendur yfir. SVT greinir frá.
Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 24. febrúar 2023 14:20 Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 24. febrúar 2023 14:20