„KKÍ er að gleyma sér í partýinu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. febrúar 2023 14:30 Viðar Örn Hafsteinsson var allt annað en sáttur með uppákomuna í dag. Vísir/Bára Dröfn Enginn dómari frá KKÍ mætti í leik Breiðabliks og Hattar í 12.flokki karla en lið Hattar var komið frá Egilsstöðum til að spila leikinn. Starfsmaður Egilsstaðaliðsins þurfti sjálfur að dæma leikinn. Leikur Breiðabliks og Hattar var á dagskrá í 12.flokki drengja í körfuknattleik en þann flokk skipa strákar sem eru á öðru ári í framhaldsskóla. Lið Hattar kom til Reykjavíkur í gær til að spila tvo leiki um helgina en það er Körfuknattleikssambandið sem sér um að manna dómgæslu í leikjum 12.flokks. Þegar leikurinn átti hins vegar að fara að hefjast var enginn dómari mættur á svæðið. Bæði forráðamenn Blika og Hattar reyndu að hafa samband við skrifstofu KKÍ en fengu engin svör og engar skýringar. Fór svo að lokum að Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari meistaraflokks Hattar, sá um dómgæsluna en hann var mættur í stúkuna til að horfa á leikinn. Viðar greip í flautuna og dæmdi leikinn í dag.Aðsend „Ég var sjálfur með annan flokk í bænum og var þess vegna á leiknum. Ég tók það að mér að dæma ásamt öðrum,“ sagði Viðar Örn þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið. „Mér finnst þetta vanvirðing við unglingana þegar þetta er svona og þá stekkur maður inn í svo leikurinn geti farið fram. Ferðakostnaður okkar í svona ferð er 400-500 þúsund og við hoppum ekkert í bæinn til að spila einn leik,“ en Hattarliðið kom fljúgandi frá Egilsstöðum í gær. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu“ Viðar segir að um mistök á skrifstofu KKÍ sé að ræða. „Mér finnst lélegt að sambandið sé sífellt að kvarta í ríkisvaldinu en þegar þeir gera mistök þá heyrist ekki múkk.“ A-landslið karla á gríðarlega mikilvægan leik gegn Georgíu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag en Viðar segir það enga afsökun enda mönnun dómara væntanlega skipulögð eitthvað fram í tímann. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu. Það má ekki gleyma sér svo mikið í afreksstarfinu að menn gleymi barna- og unglingastarfinu. Við getum ekki stoppað Íslandsmót þó örfáir þurfi að fara til Georgíu í A-landsleik,“ sagði Viðar og er allt annað en sáttur. Fyrir helgi bárust fréttir af deilu KKÍ og dómara vegna kjaramála en samningar dómara hafa verið lausir í níu ár. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ lét hafa eftir sér að sambandið þyrfti ekki að semja við verktakastétt en dómarar voru ósáttir við þau orð hans. „Þetta er vandræðalegt því Hannes hefur verið í viðtölum vegna kjaramála dómara og hefur komið illa út úr því. Ég vona að þetta hafi ekki verið þess vegna.“ Íþróttir barna Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Hattar var á dagskrá í 12.flokki drengja í körfuknattleik en þann flokk skipa strákar sem eru á öðru ári í framhaldsskóla. Lið Hattar kom til Reykjavíkur í gær til að spila tvo leiki um helgina en það er Körfuknattleikssambandið sem sér um að manna dómgæslu í leikjum 12.flokks. Þegar leikurinn átti hins vegar að fara að hefjast var enginn dómari mættur á svæðið. Bæði forráðamenn Blika og Hattar reyndu að hafa samband við skrifstofu KKÍ en fengu engin svör og engar skýringar. Fór svo að lokum að Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari meistaraflokks Hattar, sá um dómgæsluna en hann var mættur í stúkuna til að horfa á leikinn. Viðar greip í flautuna og dæmdi leikinn í dag.Aðsend „Ég var sjálfur með annan flokk í bænum og var þess vegna á leiknum. Ég tók það að mér að dæma ásamt öðrum,“ sagði Viðar Örn þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið. „Mér finnst þetta vanvirðing við unglingana þegar þetta er svona og þá stekkur maður inn í svo leikurinn geti farið fram. Ferðakostnaður okkar í svona ferð er 400-500 þúsund og við hoppum ekkert í bæinn til að spila einn leik,“ en Hattarliðið kom fljúgandi frá Egilsstöðum í gær. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu“ Viðar segir að um mistök á skrifstofu KKÍ sé að ræða. „Mér finnst lélegt að sambandið sé sífellt að kvarta í ríkisvaldinu en þegar þeir gera mistök þá heyrist ekki múkk.“ A-landslið karla á gríðarlega mikilvægan leik gegn Georgíu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag en Viðar segir það enga afsökun enda mönnun dómara væntanlega skipulögð eitthvað fram í tímann. „Menn eru að gleyma sér í partýinu þegar það er stór leikur hjá A-liðinu. Það má ekki gleyma sér svo mikið í afreksstarfinu að menn gleymi barna- og unglingastarfinu. Við getum ekki stoppað Íslandsmót þó örfáir þurfi að fara til Georgíu í A-landsleik,“ sagði Viðar og er allt annað en sáttur. Fyrir helgi bárust fréttir af deilu KKÍ og dómara vegna kjaramála en samningar dómara hafa verið lausir í níu ár. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ lét hafa eftir sér að sambandið þyrfti ekki að semja við verktakastétt en dómarar voru ósáttir við þau orð hans. „Þetta er vandræðalegt því Hannes hefur verið í viðtölum vegna kjaramála dómara og hefur komið illa út úr því. Ég vona að þetta hafi ekki verið þess vegna.“
Íþróttir barna Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira