Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Ríkissáttasemjari mun ráðfæra sig við samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í kvöld um nýja miðlunartillögu. Atvinnurekendur hafa því frestað fyrirhuguðu verkbanni fram yfir helgi.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Verðbólga er komin yfir tíu prósent í fyrsta sinn í fjórtán ár. Markaðsaðilar spá enn einni stýrivaxtahækkuninni í næsta mánuði en lektor í fjármálum hvetur fólk sem á pening til að kanna hvers konar vexti það er að fá.

Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefur farið fram á að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Nefndin er loks að ljúka yfirferð á málinu og við ræðum við þingmann Pírata í beinni.

Þá kynnum við okkur langstærsta raforkusamning Landsvirkjunar, ræðum við samgönguráðherra sem hafnar því að forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar og kíkjum á stærsta hús sem hefur risið á Bíldudal í nærri hálfa öld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×