Bræður uppgötvuðu hvor annan á níræðisaldri Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 22:02 Það tók bræðurna ekki langan tíma að tengjast hvor öðrum og reyndust þeir margt sameiginlegt. Facebook Röð tilviljana leiddi til þess að tveir bræður, sem höfðu ekki hugmynd um tilvist hvors annars, voru loksins sameinaðir á níræðisaldri. Hinn 87 ára gamli Allen Swinbank fæddist árið 1935. Faðir hans, John Spence-Swinbank, yfirgaf móður Allen þegar Allen var rúmlega sex mánaða. „Við töluðum aldrei um pabba minn af því af mamma mín hataði hann,“ segir Allen í samtali við Mirror. Þegar Allen var 26 ára gamall hitti hann föður sinn í fyrsta skipti. Faðir hans minntist hins vegar aldrei á það að Allen ætti bróður. Var sagt að pabbi hans hefði dáið í stríði Fyrir nokkrum vikum fékk Allen símtal frá ungri konu sem hann þekkti ekkert. Konan sem um ræðir heitir Natasha og hafði um töluvert skeið verið að kanna sögu fjölskyldu sinnar. „Ég held að afi minn sé skyldur þér,“ tjáði hún Allen. Í kjölfarið fékk Allen að vita að hann ætti hálfbróður að nafni John Robson sem er tveimur árum yngri en hann. John ólst upp hjá afa sínum og frænkum í bænum Bridlington í norðuasturhluta Englands. Honum var tjáð í æsku að faðir hans hefði látist í stríðinu. Sannleikurinn var hins vegar sá að faðir hans, og Allen, lést árið 1980, 68 ára gamall að aldri. Hann hafði áður verið í hernum og vann seinustu árin sem vagnstjóri. Draumur sem rættist Allen býr í Frazerburgh í Skotlandi. Í kjölfar símtalsins óvænta ferðaðist hann alla leið til Goole í Englandi til að hitta bróður sinn. Það tók þá tvo ekki langan tíma að tengjast hvor öðrum og reyndust þeir margt sameiginlegt. Báðir eiga þeir barnabarnabörn og báðir elska þeir mótorhjól. „Við féllumst í faðma og það runnu nokkur tár niður kinnarnar. Það var merkilegt að þetta skyldi hafa gerst, vegna þess að undanfarin ár hef ég einmitt svo oft leitt hugann að því hvað það væri gaman að eiga bróður eða systur til að geta deilt hlutunum með,“ segir Allen. Þá segir John að það hafi komið honum skemmtilega á óvart hvað Allen og faðir þeirra eru líkir í útliti. „Nágranni Allen spurði mig hvort ég væri bróðir hans og þegar ég játaði sagði hún að sig hefði grunað það, þar sem ég væri svo líkur honum. Það var dásamlegt að heyra það. Við tveir eigum margt eftir órætt. Þetta er draumur sem varð að veruleika.“ England Skotland Bretland Ástin og lífið Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Hinn 87 ára gamli Allen Swinbank fæddist árið 1935. Faðir hans, John Spence-Swinbank, yfirgaf móður Allen þegar Allen var rúmlega sex mánaða. „Við töluðum aldrei um pabba minn af því af mamma mín hataði hann,“ segir Allen í samtali við Mirror. Þegar Allen var 26 ára gamall hitti hann föður sinn í fyrsta skipti. Faðir hans minntist hins vegar aldrei á það að Allen ætti bróður. Var sagt að pabbi hans hefði dáið í stríði Fyrir nokkrum vikum fékk Allen símtal frá ungri konu sem hann þekkti ekkert. Konan sem um ræðir heitir Natasha og hafði um töluvert skeið verið að kanna sögu fjölskyldu sinnar. „Ég held að afi minn sé skyldur þér,“ tjáði hún Allen. Í kjölfarið fékk Allen að vita að hann ætti hálfbróður að nafni John Robson sem er tveimur árum yngri en hann. John ólst upp hjá afa sínum og frænkum í bænum Bridlington í norðuasturhluta Englands. Honum var tjáð í æsku að faðir hans hefði látist í stríðinu. Sannleikurinn var hins vegar sá að faðir hans, og Allen, lést árið 1980, 68 ára gamall að aldri. Hann hafði áður verið í hernum og vann seinustu árin sem vagnstjóri. Draumur sem rættist Allen býr í Frazerburgh í Skotlandi. Í kjölfar símtalsins óvænta ferðaðist hann alla leið til Goole í Englandi til að hitta bróður sinn. Það tók þá tvo ekki langan tíma að tengjast hvor öðrum og reyndust þeir margt sameiginlegt. Báðir eiga þeir barnabarnabörn og báðir elska þeir mótorhjól. „Við féllumst í faðma og það runnu nokkur tár niður kinnarnar. Það var merkilegt að þetta skyldi hafa gerst, vegna þess að undanfarin ár hef ég einmitt svo oft leitt hugann að því hvað það væri gaman að eiga bróður eða systur til að geta deilt hlutunum með,“ segir Allen. Þá segir John að það hafi komið honum skemmtilega á óvart hvað Allen og faðir þeirra eru líkir í útliti. „Nágranni Allen spurði mig hvort ég væri bróðir hans og þegar ég játaði sagði hún að sig hefði grunað það, þar sem ég væri svo líkur honum. Það var dásamlegt að heyra það. Við tveir eigum margt eftir órætt. Þetta er draumur sem varð að veruleika.“
England Skotland Bretland Ástin og lífið Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein