„Að vera svekktir með að ná ekki öðru sætinu sýnir karakterinn í liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2023 20:14 Snorri Steinn Guðjónsson var stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta er bara spes tilfinning. Við unnum leikinn, en erum í dauðafæri að vinna þetta með þrem eða meira og ná 2. sætinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Þriggja marka sigur hefði tryggt Valsmönnum 2. sæti B-riðils, en þrátt fyrir að hafa misst af því gulltryggði liðið í það minnsta 3. sætið með sigrinum. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Fyrri hálfleikurinn er náttúrulega stórkostlegur og Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] með ótrúlegar vörslur og það er kannski fyrst og síðast ástæðan fyrir þessu forskoti,“ sagði Snorri, en Valsmenn leiddu með átta mörkum í hálfleik. „Ég hefði viljað halda betur á spilunum í seinni hálfleik. Við duttum svolítið niður og vorum bara lélegir varnarlega og markvarslan snýst aðeins við. En þetta sýnir líka aðeins hvað við erum komnir langt að drengirnir eru drullusvekktir eftir að hafa unnið Ystad í Evrópuleik.“ Þegar kom í ljós að Valsmenn myndu sleppa við forkeppni og fara beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar höfðu kannski einhverjir áhyggjur af því að liðið myndi lenda í erfiðleikum. Valsmenn nældu sér þó í ellefu stig í tíu leikjum og eru komnir í 16-liða úrslit keppninnar, nokkuð örugglega. „Við náttúrulega ætluðum upp úr riðlinum. Það var ekki bara eitthvað til þess að leika sér að. En að vera með ellefu stig eftir þessa tíu leiki er frábært. Við erum búnir að vera mjög góðir í þessari keppni og ekki búnir að spila neinn afleitan leik. Það er frekar það bara að vera svekktir með að ná ekki 2. sætinu sem sýnir karakterinn í liðinu.“ Fyrir leik kvöldsins var ljóst að Valsmenn gætu mætt þremur liðum í 16-liða úrslitum. Strax eftir leikinn var enn óljóst hvort liðið myndi mæta franska liðinu Montpellier eða þýska liðinu Göppingen, en Snorri segist ekki hafa verið með neina draumamótherja á blaði. „Nei, bara bæði geggjað. Bæði krefjandi og erfitt og það verður bara geggjað,“ sagði Snorri að lokum, en nú er hins vegar ljóst að Göppingen stendur í vegi Valsmanna á leið þeirra í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. Klippa: Snorri Steinn eftir sigur Vals gegn Ystad. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Þriggja marka sigur hefði tryggt Valsmönnum 2. sæti B-riðils, en þrátt fyrir að hafa misst af því gulltryggði liðið í það minnsta 3. sætið með sigrinum. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Fyrri hálfleikurinn er náttúrulega stórkostlegur og Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] með ótrúlegar vörslur og það er kannski fyrst og síðast ástæðan fyrir þessu forskoti,“ sagði Snorri, en Valsmenn leiddu með átta mörkum í hálfleik. „Ég hefði viljað halda betur á spilunum í seinni hálfleik. Við duttum svolítið niður og vorum bara lélegir varnarlega og markvarslan snýst aðeins við. En þetta sýnir líka aðeins hvað við erum komnir langt að drengirnir eru drullusvekktir eftir að hafa unnið Ystad í Evrópuleik.“ Þegar kom í ljós að Valsmenn myndu sleppa við forkeppni og fara beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar höfðu kannski einhverjir áhyggjur af því að liðið myndi lenda í erfiðleikum. Valsmenn nældu sér þó í ellefu stig í tíu leikjum og eru komnir í 16-liða úrslit keppninnar, nokkuð örugglega. „Við náttúrulega ætluðum upp úr riðlinum. Það var ekki bara eitthvað til þess að leika sér að. En að vera með ellefu stig eftir þessa tíu leiki er frábært. Við erum búnir að vera mjög góðir í þessari keppni og ekki búnir að spila neinn afleitan leik. Það er frekar það bara að vera svekktir með að ná ekki 2. sætinu sem sýnir karakterinn í liðinu.“ Fyrir leik kvöldsins var ljóst að Valsmenn gætu mætt þremur liðum í 16-liða úrslitum. Strax eftir leikinn var enn óljóst hvort liðið myndi mæta franska liðinu Montpellier eða þýska liðinu Göppingen, en Snorri segist ekki hafa verið með neina draumamótherja á blaði. „Nei, bara bæði geggjað. Bæði krefjandi og erfitt og það verður bara geggjað,“ sagði Snorri að lokum, en nú er hins vegar ljóst að Göppingen stendur í vegi Valsmanna á leið þeirra í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. Klippa: Snorri Steinn eftir sigur Vals gegn Ystad.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25