Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum ÍBV, en Magnús tekur við af Erlingi Richardssyni sem lætur af störfum að tímabilinu loknu. Erlingur hefur stýrt Eyjaliðinu frá árinu 2018.
Sem leikmaður lék Magnús með KA [síðar Akureyri), Fram og loks ÍBV. Magnús gekk í raðir ÍBV árið 2011 og lék með liðinu þar til skórnir fóru á hilluna frægu árið 2020. Með ÍBV vann Magnús átta titla, þar á meðal var hann í Eyjaliðinu sem vann þrennuna árið 2018. Magnús hefur starfað við þjálfun yngrri flokka frá árinu 2009 og er í dag aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍBV.