Elgurinn er eitt tignarlegasta dýr veraldar. Þeir verða allt að tveir metrar á hæð og eru yfirleitt um 850 kíló að þyngd. Karldýrin eru með stór horn sem þeir nota meðal annars til að kljást við önnur karldýr. Hornin falla af dýrunum einu sinni á ári og vaxa ný í staðinn.
Derek Burgoyne starfar sem þjóðgarðsvörður í Nýju-Brúnsvík í Kanada og stundar hann það einnig að taka myndir og myndbönd af dýralífi svæðisins.
Hann var með dróna sinn á sveimi yfir elgi þegar elgurinn hristi sig snögglega. Við það hrundu af honum hornin og hljóp elgurinn í burtu. Þetta er í fyrsta sinn sem Burgoyne nær myndbandi af slíku.
Boon dia! Aquestes imatges no són gens fàcils d'observar. Un ant (Alces alces) perdent les banyes, les dues de cop!! Derek Keith Burgoyne (Canadà) va captar el moment fent servir un dron. L'ant va sacsejar el cos i el moviment va provocar la caiguda (les canvien cada any). pic.twitter.com/R8A9YffrxK
— Barrufet del temps (@MeteoBarrufet) January 23, 2023
„Það sem þeir gera oft er að eftir að þeir eru í snjó eða vatni þá hrista þeir sig til að losna við snjóinn eða bleytuna. Og á meðan hann hristi sig, þá var ég að taka upp og þú hefur séð hvað gerðist,“ segir Burgoyne í samtali við CBS í Kanada.