Í hverju liggur mesta óréttlæti á Íslandi? Sandra B. Franks skrifar 1. mars 2023 08:30 Þessari spurningu er hægt að svara með ýmsum hætti. Eitt svarið er sú staðreynd að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf. Iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en karlastörf, og um árabil hefur þetta verið rannsakað og rætt. Er þá ýmist bent á leiðréttan launamun eða óleiðréttan launamun, og svo þennan kynbundna launamun. Í þessu sambandi er rétt að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi eins mikil og hér á landi. Og kynbundinn launamunur ræðst af því að á íslenskum vinnumarkaði eru starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar körlum og svo eru aðrar starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar konum, þ.e. hinn kynskpti vinnumarkaður. Nýverið var haldin ráðstefna um samstarf sveitarfélaga um launajafnrétti. Á ráðstefnunni kom fram að kynbundinn launamunur á Íslandi er um 10%. Í því sambandi var bent á dæmi sem sýnir að kona með 650.000 kr. í laun á mánuði verður af tæplegri milljón á ári, sem telst vera um 45 milljónir á starfsævinni. Til viðbótar við það verða lífeyrisgreiðslur hennar lægri en ella. Ef við myndum stækka þennan hóp í 2.000 konur, sem er u.þ.b. sami fjöldi og starfandi kvenkyns sjúkraliðar á Íslandi, kemur í ljós að þessi hópur er snuðaður um tæpa 2 milljarða á ári. Aðgerðir skipta máli Á þessari umræddu ráðstefnu kom einnig fram að launamunur karla og kvenna er töluvert minni meðal þeirra sem starfa hjá sveitarfélögum en meðal þeirra sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Það er m.a. vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á þessum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki bara beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Það þarf að fara út úr núverandi kerfi og innleiða nýtt virðismatskerfi, sem t.d. byggir á hugmyndafræð starfsmats. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Það er ekki hægt að horfa aðgerðarlaus upp á að stjórnvöld snuði heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um milljarða bara fyrir það eitt að vera ekki með utanáliggjandi þvagrás. Gerum kvenna-kjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfalslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Jafnréttismál Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þessari spurningu er hægt að svara með ýmsum hætti. Eitt svarið er sú staðreynd að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf. Iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en karlastörf, og um árabil hefur þetta verið rannsakað og rætt. Er þá ýmist bent á leiðréttan launamun eða óleiðréttan launamun, og svo þennan kynbundna launamun. Í þessu sambandi er rétt að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi eins mikil og hér á landi. Og kynbundinn launamunur ræðst af því að á íslenskum vinnumarkaði eru starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar körlum og svo eru aðrar starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar konum, þ.e. hinn kynskpti vinnumarkaður. Nýverið var haldin ráðstefna um samstarf sveitarfélaga um launajafnrétti. Á ráðstefnunni kom fram að kynbundinn launamunur á Íslandi er um 10%. Í því sambandi var bent á dæmi sem sýnir að kona með 650.000 kr. í laun á mánuði verður af tæplegri milljón á ári, sem telst vera um 45 milljónir á starfsævinni. Til viðbótar við það verða lífeyrisgreiðslur hennar lægri en ella. Ef við myndum stækka þennan hóp í 2.000 konur, sem er u.þ.b. sami fjöldi og starfandi kvenkyns sjúkraliðar á Íslandi, kemur í ljós að þessi hópur er snuðaður um tæpa 2 milljarða á ári. Aðgerðir skipta máli Á þessari umræddu ráðstefnu kom einnig fram að launamunur karla og kvenna er töluvert minni meðal þeirra sem starfa hjá sveitarfélögum en meðal þeirra sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Það er m.a. vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á þessum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki bara beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Það þarf að fara út úr núverandi kerfi og innleiða nýtt virðismatskerfi, sem t.d. byggir á hugmyndafræð starfsmats. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Það er ekki hægt að horfa aðgerðarlaus upp á að stjórnvöld snuði heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um milljarða bara fyrir það eitt að vera ekki með utanáliggjandi þvagrás. Gerum kvenna-kjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfalslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun