Seinni bylgjan: Umdeildur lokakafli í leik Hauka og FH Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2023 11:01 Ásgeir Örn Hallgrímsson og lærisveinar hans í Haukaliðinu geta verið mjög ósáttir með hvernig lokasókn þeirra endaði. Vísir/Diego Haukar og FH gerðu jafntefli í Hafnarfjarðarslagnum í Olís deild karla í handbolta í vikunni en bæði lið fengu tækifæri til að skora sigurmarkið í leiknum. Þau klúðruðu hins vegar bæði lokasóknum sínum. Það gekk mikið á undir lokin eins og vanalega í handboltastríði þessara fornu fjenda í Firðinum. Seinni bylgjan skoðaði lokakafla leiksins og þá sérstaklega síðustu sókn Hauka. Adamn Haukur Baumruk reyndi þá skot að marki. FH-ingarnir Ásbjörn Friðriksson og Jóhann Birgir Ingvarsson keyrðu út í hann og Jón Bjarni Ólafsson varði síðan skotið í vörninni. „Sjáið Jón Bjarna þarna. Hann er bara inn í teig,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Svo er náttúrulega bara brotið á honum. Hvernig er þetta talið vera frítt skot,“ spurður Stefán Arni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Við vorum heppnir þarna, sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, en hann er FH-ingur. „Ég skal lofa ykkur því að Haukamenn eru brjálaðir yfir þessum dómi því fyrir tveimur vikum síðan þá tapa þeir á svona atviki. Stjarnan fær þá víti og jafnar leikinn,“ sagði Arnar Daði. „Ég skil Haukamenn mjög vel því þarna vildu þeir bara fá víti. Réttur dómur er bara réttur dómur. Það hefði samt verið grátlegt að dæma víti af því að Jón Bjarni stóð þarna millimetra inn í teig. Svo er spurning hver hann sé inn fyrir línuna þegar hann hoppar upp,“ sagði Arnar. „Adam er í kontakt og er lengi að skjóta. Það er því spurning hvort Jón Bjarni sé lentur,“ sagði Theódór Ingi og bætti við: „Það á alla vega að dæma fríkast þarna,“ sagði Theódór. Hér fyrir neðan má sjá lokakaflann og umræðuna í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakaflinn í leik Hauka og FH Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Haukar Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Það gekk mikið á undir lokin eins og vanalega í handboltastríði þessara fornu fjenda í Firðinum. Seinni bylgjan skoðaði lokakafla leiksins og þá sérstaklega síðustu sókn Hauka. Adamn Haukur Baumruk reyndi þá skot að marki. FH-ingarnir Ásbjörn Friðriksson og Jóhann Birgir Ingvarsson keyrðu út í hann og Jón Bjarni Ólafsson varði síðan skotið í vörninni. „Sjáið Jón Bjarna þarna. Hann er bara inn í teig,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Svo er náttúrulega bara brotið á honum. Hvernig er þetta talið vera frítt skot,“ spurður Stefán Arni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Við vorum heppnir þarna, sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, en hann er FH-ingur. „Ég skal lofa ykkur því að Haukamenn eru brjálaðir yfir þessum dómi því fyrir tveimur vikum síðan þá tapa þeir á svona atviki. Stjarnan fær þá víti og jafnar leikinn,“ sagði Arnar Daði. „Ég skil Haukamenn mjög vel því þarna vildu þeir bara fá víti. Réttur dómur er bara réttur dómur. Það hefði samt verið grátlegt að dæma víti af því að Jón Bjarni stóð þarna millimetra inn í teig. Svo er spurning hver hann sé inn fyrir línuna þegar hann hoppar upp,“ sagði Arnar. „Adam er í kontakt og er lengi að skjóta. Það er því spurning hvort Jón Bjarni sé lentur,“ sagði Theódór Ingi og bætti við: „Það á alla vega að dæma fríkast þarna,“ sagði Theódór. Hér fyrir neðan má sjá lokakaflann og umræðuna í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakaflinn í leik Hauka og FH
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Haukar Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira