Dæmdur fyrir að drepa kött ráðherra Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2023 13:30 Antonio Tiberi hefur verið settur í bann af eigin liði, Trek Segafredo, eftir að í ljós kom að hann hefði skotið og drepið kött. Getty/Bas Czerwinski Ítalski hjólreiðamaðurinn Antonio Tiberi hefur skapað sér miklar óvinsældir í smáríkinu San Marínó eftir að hafa skotið kött ferðamálaráðherra til bana. Hinn 21 árs gamli Tiberi hefur nú verið dæmdur til að greiða rúmar 600.000 krónur í sekt vegna málsins, en hann skaut köttinn með loftriffli. „Ég vissi ekki að þetta væri banvænt vopn,“ sagði Tiberi. Hann vissi ekki heldur að eigandi kattarins væri Federico Pedini Amati, fyrrverandi forsætisráðherra og nú ferðamálaráðherra San Marínó. Sá vill núna að Tiberi verði sviptur búsetu í ríkinu. Tiberi flutti lögheimili sitt til San Marínó í mars í fyrra, líkt og fleira íþróttafólk hefur gert vegna skattalaga. Reyndi að skjóta köttinn Hann hafði því ekki átt lögheimili þar lengi þegar hann drap köttinn síðasta sumar en Tiberi segir það alls ekki hafa verið ætlun sína, þó að hann hafi miðað á köttinn. „Ég skammast mín innilega vegna þess sem ég gerði. Það að skjóta köttinn var óhemju heimskulegt og ábyrgðarlaust. Ég gerði mér grein fyrir alvarleikanum og hættunni eftir á. Ég vil ekki reyna að búa til neina afsökun og segja „ef“ eða „en“. Ég tek alla ábyrgð og samþykki þær afleiðingar sem aðgerðir mínar hafa í för með sér,“ sagði Tiberi í yfirlýsingu, í kjölfar þess að hjólreiðaliðið hans Trek-Segafredo setti hann í 20 daga launalaust bann. „Ætlun mín var aðeins að sjá hvað hægt væri að skjóta langt með vopninu, svo að ég miðaði á skilti þar sem stóð að það væri bannað að leggja. Ég viðurkenni líka að ég (af heimsku og meðvitundarleysi) reyndi að skjóta kött. Og mér til undrunar hæfði ég hann. Ég ætlaði mér alls ekki að drepa dýrið. Ég var raunar handviss um að ekki væri hægt að drepa með vopninu,“ sagði Tiberi. Fjölskyldan hafði átt köttinn lengi Ráðherrann Pedini Amati telur að sektin sem Tiberi hlaut sé ekki nægilega mikil refsing og vill að honum verði vísað úr landi. „Kötturinn var ekki að angra neinn,“ sagði Pedini Amati samkvæmt Il Corriere. „Við höfðum átt hann í langan tíma. Þriggja ára dóttir mín, Lucia, elskaði hann. Menn eiga ekki að geta drepið gæludýr og sloppið með 4.000 evru sekt. Ég kann að meta að maðurinn skyldi játa verknaðinn. Að því sögðu þá ættum við ekki að leyfa svona fólki að búa hér,“ sagði ráðherrann. Tiberi, sem varð heimsmeistari ungmenna í tímatöku árið 2019, missir af næstu þremur keppnum vegna bannsins sem Trek-Segafredo hefur sett hann í. Hann hafði byrjað árið vel og orðið áttundi á Tour Down Under og sjöundi á UEA Tour. Hjólreiðar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Tiberi hefur nú verið dæmdur til að greiða rúmar 600.000 krónur í sekt vegna málsins, en hann skaut köttinn með loftriffli. „Ég vissi ekki að þetta væri banvænt vopn,“ sagði Tiberi. Hann vissi ekki heldur að eigandi kattarins væri Federico Pedini Amati, fyrrverandi forsætisráðherra og nú ferðamálaráðherra San Marínó. Sá vill núna að Tiberi verði sviptur búsetu í ríkinu. Tiberi flutti lögheimili sitt til San Marínó í mars í fyrra, líkt og fleira íþróttafólk hefur gert vegna skattalaga. Reyndi að skjóta köttinn Hann hafði því ekki átt lögheimili þar lengi þegar hann drap köttinn síðasta sumar en Tiberi segir það alls ekki hafa verið ætlun sína, þó að hann hafi miðað á köttinn. „Ég skammast mín innilega vegna þess sem ég gerði. Það að skjóta köttinn var óhemju heimskulegt og ábyrgðarlaust. Ég gerði mér grein fyrir alvarleikanum og hættunni eftir á. Ég vil ekki reyna að búa til neina afsökun og segja „ef“ eða „en“. Ég tek alla ábyrgð og samþykki þær afleiðingar sem aðgerðir mínar hafa í för með sér,“ sagði Tiberi í yfirlýsingu, í kjölfar þess að hjólreiðaliðið hans Trek-Segafredo setti hann í 20 daga launalaust bann. „Ætlun mín var aðeins að sjá hvað hægt væri að skjóta langt með vopninu, svo að ég miðaði á skilti þar sem stóð að það væri bannað að leggja. Ég viðurkenni líka að ég (af heimsku og meðvitundarleysi) reyndi að skjóta kött. Og mér til undrunar hæfði ég hann. Ég ætlaði mér alls ekki að drepa dýrið. Ég var raunar handviss um að ekki væri hægt að drepa með vopninu,“ sagði Tiberi. Fjölskyldan hafði átt köttinn lengi Ráðherrann Pedini Amati telur að sektin sem Tiberi hlaut sé ekki nægilega mikil refsing og vill að honum verði vísað úr landi. „Kötturinn var ekki að angra neinn,“ sagði Pedini Amati samkvæmt Il Corriere. „Við höfðum átt hann í langan tíma. Þriggja ára dóttir mín, Lucia, elskaði hann. Menn eiga ekki að geta drepið gæludýr og sloppið með 4.000 evru sekt. Ég kann að meta að maðurinn skyldi játa verknaðinn. Að því sögðu þá ættum við ekki að leyfa svona fólki að búa hér,“ sagði ráðherrann. Tiberi, sem varð heimsmeistari ungmenna í tímatöku árið 2019, missir af næstu þremur keppnum vegna bannsins sem Trek-Segafredo hefur sett hann í. Hann hafði byrjað árið vel og orðið áttundi á Tour Down Under og sjöundi á UEA Tour.
Hjólreiðar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti