Fimm atriði keppa um að verða framlag Íslands í Liverpool í maí. Hægt er að veðja á úrslitin í tveimur veðbönkum, Betsson og Coolbet. Báðir veðbankarnir eru á sama máli, Diljá er líklegust til að vinna Söngvakeppnina og þar á eftir koma Langi Seli & Skuggarnir.
Þegar þessi frétt er skrifuð gefur Betsson Diljá stuðul upp á 2,5 á meðan Langi Seli & Skuggarnir fá 2,38. Coolbet hefur meiri trú á Diljá sem fær einungis 1,8 í stuðul þar á meðan rokkabillí hljómsveitin er með 3 í stuðul.
Veðbankarnir eru samstíga þegar kemur að því að raða atriðunum í sæti. Þeir setja Siggu Ózk í þriðja sætið, Celebs í fjórða og Braga í neðsta. Sigga Ózk fær 3,5 í stuðul hjá Betsson og 4 hjá Coolbet, Celebs fá 5 hjá Betsson og 6 hjá Coolbet. Bragi er svo með 6,8 hjá Betsson og 8 hjá Coolbet.