Hlutfall innflytjenda af starfandi hefur fjórfaldast Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2023 10:27 Samkvæmt staðgreiðslugögnum hefur hlutfall starfandi innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði fjórfaldast frá árinu 2003, úr 5,1 prósent af öllum starfandi í 20,6 prósent árið 2022. Vísir/Vilhelm Árið 2022 voru að jafnaði um 217.600 manns á vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Af þeim voru rúmlega 209.400 starfandi og um 8.100 án vinnu og í atvinnuleit. Þetta kemur fram í úttekt Hagstofunnar. Atvinnuþátttaka mældist 80,1 prósent, hlutfall starfandi af mannfjölda 77,1 prósent og atvinnuleysi var 3,7 prósent. Atvinnulausum fækkaði um rúm 4.300 frá árinu 2021 og atvinnuleysið dróst saman um 2,2 prósentustig á milli ára. Atvinnuleysi á meðal kvenna var 3,4 prósent að jafnaði og á meðal karla var það 4 prósent. Árið 2022 var atvinnuleysi að jafnaði 4,3 prósent í Reykjavík, 3,6 prósent í nágrenni Reykjavíkur og 3,4 prósent utan höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að af öllum starfandi hafi konur verið að jafnaði um 97.100 allt árið 2022 og karlar um 112.400. Ekki var nægjanlegur fjöldi í úrtaki vinnumarkaðsrannsóknar til að greina frekar fjölda kynsegin/annað en samkvæmt talningu úr staðgreiðslugögnum voru 55 kynsegin eða annað samkvæmt þjóðskrá starfandi að jafnaði árið 2022. Heildarvinnustundir þeirra sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni voru að meðaltali 36,5 klukkustundir á viku árið 2022. Heildarvinnustundir kvenna á viku voru 32,6 klukkustundir og karla 39,7 klukkustundir. Mikil fjölgun á meðal háskólamenntaðra Fólk utan höfuðborgarsvæðisins vinnur að jafnaði fleiri vinnustundir á viku en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Meðalfjöldi vinnustunda fólks í Reykjavík árið 2022 var 34,9 klukkustundir, hjá íbúum nágrennis Reykjavíkur voru stundirnar að jafnaði 35,7 en íbúar utan höfuðborgarsvæðisins unnu að jafnaði 38,5 klukkustundir. Þegar þróun menntunar og starfandi er skoðuð yfir 20 ára tímabil má meðal annars sjá að háskólamenntuðum á vinnumarkaði hefur fjölgað mjög eða úr 24,2 prósent í 39,7 prósent allra starfandi á íslenskum vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem aðeins hafa lokið grunnmenntun dregist verulega saman. Hlutur þeirra sem hafa lokið starfs- og/eða framhaldsmenntun að einhverju leyti hefur staðið í stað. Samkvæmt staðgreiðslugögnum hefur hlutfall starfandi innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði fjórfaldast frá árinu 2003, úr 5,1 prósent af öllum starfandi í 20,6 prósent árið 2022. Innflytjandi er einstaklingur með lögheimili á Íslandi sem er fæddur erlendis og á foreldra, afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis. Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt Hagstofunnar. Atvinnuþátttaka mældist 80,1 prósent, hlutfall starfandi af mannfjölda 77,1 prósent og atvinnuleysi var 3,7 prósent. Atvinnulausum fækkaði um rúm 4.300 frá árinu 2021 og atvinnuleysið dróst saman um 2,2 prósentustig á milli ára. Atvinnuleysi á meðal kvenna var 3,4 prósent að jafnaði og á meðal karla var það 4 prósent. Árið 2022 var atvinnuleysi að jafnaði 4,3 prósent í Reykjavík, 3,6 prósent í nágrenni Reykjavíkur og 3,4 prósent utan höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að af öllum starfandi hafi konur verið að jafnaði um 97.100 allt árið 2022 og karlar um 112.400. Ekki var nægjanlegur fjöldi í úrtaki vinnumarkaðsrannsóknar til að greina frekar fjölda kynsegin/annað en samkvæmt talningu úr staðgreiðslugögnum voru 55 kynsegin eða annað samkvæmt þjóðskrá starfandi að jafnaði árið 2022. Heildarvinnustundir þeirra sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni voru að meðaltali 36,5 klukkustundir á viku árið 2022. Heildarvinnustundir kvenna á viku voru 32,6 klukkustundir og karla 39,7 klukkustundir. Mikil fjölgun á meðal háskólamenntaðra Fólk utan höfuðborgarsvæðisins vinnur að jafnaði fleiri vinnustundir á viku en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Meðalfjöldi vinnustunda fólks í Reykjavík árið 2022 var 34,9 klukkustundir, hjá íbúum nágrennis Reykjavíkur voru stundirnar að jafnaði 35,7 en íbúar utan höfuðborgarsvæðisins unnu að jafnaði 38,5 klukkustundir. Þegar þróun menntunar og starfandi er skoðuð yfir 20 ára tímabil má meðal annars sjá að háskólamenntuðum á vinnumarkaði hefur fjölgað mjög eða úr 24,2 prósent í 39,7 prósent allra starfandi á íslenskum vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem aðeins hafa lokið grunnmenntun dregist verulega saman. Hlutur þeirra sem hafa lokið starfs- og/eða framhaldsmenntun að einhverju leyti hefur staðið í stað. Samkvæmt staðgreiðslugögnum hefur hlutfall starfandi innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði fjórfaldast frá árinu 2003, úr 5,1 prósent af öllum starfandi í 20,6 prósent árið 2022. Innflytjandi er einstaklingur með lögheimili á Íslandi sem er fæddur erlendis og á foreldra, afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis.
Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira