Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2023 11:30 Sigurður Gísli Bond Snorrason veðjaði á að minnsta kosti fjóra leiki sem hann spilaði sjálfur í fyrra. Hafliði Breiðfjörð Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. Sigurður fékk bann sem gildir aðeins til loka keppnistímabilsins í haust – leikmenn sem til dæmis slíta krossband í hné geta sem sagt verið lengur frá keppni – og í vikunni staðfesti áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðinn eftir að Sigurður ákvað einhverra hluta vegna að áfrýja. Samkvæmt enskum miðlum er Ivan Toney, framherji Brentford og einn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, á leið í margra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum. Samt veðjaði hann aldrei á eigin leiki. Það er það sem gerir brot Sigurðar svo alvarleg. Hann veðjaði ekki bara á fjölda annarra leikja heldur á leiki eigin liðs, þar af að minnsta kosti fjóra leiki sem hann spilaði sjálfur. Hagnaðist á því að fá á sig mark Hann var ekki einu sinni að veðja á sigur síns liðs, sem væri kannski skárra. Samkvæmt gögnum í úrskurði aganefndar veðjaði Sigurður nefnilega á að ákveðinn lágmarksfjöldi marka liti dagsins ljós í leikjum sem hann spilaði. Engu máli skiptir í þannig veðmálum hvort liðanna sem spila skorar mörkin. Þetta er kannski ekki alveg jafnslæmt og að veðja á tap eigin liðs, en samt eiginlega. Fjárhagslegur hagnaður af því að fá á sig mark. Og ég er algjörlega ósammála því að sýna eigi leikmönnum einhverja þolinmæði sem haga sér með þessum hætti. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ gafst tækifæri til að sýna hversu grafalvarlegt málið er með þungu banni og eins árs bann er bara alls ekki nóg. Ævilangt bann hefði verið nær lagi en 3-4 ára bann líklega hæfilegt. Ég óttast að þessi vægi dómur bjóði velkomið það krabbamein sem veðmál og hagræðing úrslita er. Með þessu fordæmi er bara verið að segja: Ef svo ólíklega vill til að það komist upp um það að þú veðjir á eigin leiki, jafnvel margítrekað, þá kostar það þig bara níu mánuði frá fótbolta. Refsað fyrir veðmál í deild sem auglýsir veðmál Maður getur rétt ímyndað sér hversu erfitt er að koma upp um leikmenn sem veðja á eigin leiki, enda hefur KSÍ engar rannsóknarheimildir, og þess þá heldur þurfa viðurlögin að vera mjög ströng. Alveg sama hversu leiðir menn eru yfir sínum brotum, eins og Sigurður fékk að ræða um gagnrýnislaust í vinsælasta fótboltahlaðvarpi landsins. Leikmenn sem standast ekki þá freistingu að veðja á eigin leiki eiga ekkert erindi inn á fótboltavöll. Það má þó segja Sigurði til einhverrar varnar að það gæti aukið á freistnivanda leikmanna að vera að spila í Lengjudeildinni. Deildin sem hann spilaði í, og mátti ekki veðja á leiki í, er sem sagt sérstaklega nefnd eftir getraunaleik, eins kaldhæðnislegt og eðlilegt og mönnum kann að finnast það vera. Það kemur alla vega býsna illa út fyrir KSÍ að leikmönnum sé refsað fyrir veðmál á sama tíma og sambandið leggur blessun sína yfir að nota þá til að auglýsa veðmálastarfsemi. Lengjudeild karla Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Sigurður fékk bann sem gildir aðeins til loka keppnistímabilsins í haust – leikmenn sem til dæmis slíta krossband í hné geta sem sagt verið lengur frá keppni – og í vikunni staðfesti áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðinn eftir að Sigurður ákvað einhverra hluta vegna að áfrýja. Samkvæmt enskum miðlum er Ivan Toney, framherji Brentford og einn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, á leið í margra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum. Samt veðjaði hann aldrei á eigin leiki. Það er það sem gerir brot Sigurðar svo alvarleg. Hann veðjaði ekki bara á fjölda annarra leikja heldur á leiki eigin liðs, þar af að minnsta kosti fjóra leiki sem hann spilaði sjálfur. Hagnaðist á því að fá á sig mark Hann var ekki einu sinni að veðja á sigur síns liðs, sem væri kannski skárra. Samkvæmt gögnum í úrskurði aganefndar veðjaði Sigurður nefnilega á að ákveðinn lágmarksfjöldi marka liti dagsins ljós í leikjum sem hann spilaði. Engu máli skiptir í þannig veðmálum hvort liðanna sem spila skorar mörkin. Þetta er kannski ekki alveg jafnslæmt og að veðja á tap eigin liðs, en samt eiginlega. Fjárhagslegur hagnaður af því að fá á sig mark. Og ég er algjörlega ósammála því að sýna eigi leikmönnum einhverja þolinmæði sem haga sér með þessum hætti. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ gafst tækifæri til að sýna hversu grafalvarlegt málið er með þungu banni og eins árs bann er bara alls ekki nóg. Ævilangt bann hefði verið nær lagi en 3-4 ára bann líklega hæfilegt. Ég óttast að þessi vægi dómur bjóði velkomið það krabbamein sem veðmál og hagræðing úrslita er. Með þessu fordæmi er bara verið að segja: Ef svo ólíklega vill til að það komist upp um það að þú veðjir á eigin leiki, jafnvel margítrekað, þá kostar það þig bara níu mánuði frá fótbolta. Refsað fyrir veðmál í deild sem auglýsir veðmál Maður getur rétt ímyndað sér hversu erfitt er að koma upp um leikmenn sem veðja á eigin leiki, enda hefur KSÍ engar rannsóknarheimildir, og þess þá heldur þurfa viðurlögin að vera mjög ströng. Alveg sama hversu leiðir menn eru yfir sínum brotum, eins og Sigurður fékk að ræða um gagnrýnislaust í vinsælasta fótboltahlaðvarpi landsins. Leikmenn sem standast ekki þá freistingu að veðja á eigin leiki eiga ekkert erindi inn á fótboltavöll. Það má þó segja Sigurði til einhverrar varnar að það gæti aukið á freistnivanda leikmanna að vera að spila í Lengjudeildinni. Deildin sem hann spilaði í, og mátti ekki veðja á leiki í, er sem sagt sérstaklega nefnd eftir getraunaleik, eins kaldhæðnislegt og eðlilegt og mönnum kann að finnast það vera. Það kemur alla vega býsna illa út fyrir KSÍ að leikmönnum sé refsað fyrir veðmál á sama tíma og sambandið leggur blessun sína yfir að nota þá til að auglýsa veðmálastarfsemi.
Lengjudeild karla Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira