Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti Hinrik Wöhler skrifar 2. mars 2023 21:51 FH-ingar unnu mikilvægan sigur í kvöld. vísir/Snædís Bára FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. Annað sætið í Olís-deild karla var í húfi þegar FH og ÍBV mættust í Kaplakrika í kvöld. Fyrir leikinn munaði tveimur stigum á liðunum, FH sátu í öðru sæti og ÍBV í því þriðja. Búast mátti við spennandi leik, sem varð raunin. ÍBV hafði verið á skriði að undanförnu en liðið var búið að sigra þrjá leiki í röð áður en þeir mættu FH í kvöld. Eyjamenn komu sterkari til leiks og leiddu framan af fyrri hálfleik. Sóknarleikur heimamanna var ekki upp á marga fiska til að byrja með, en eftir átján mínútna leik voru þeir aðeins búnir að skora fimm mörk. FH náðu ekki klára sóknirnar og töpuðu boltunum margsinnis. Eins og hendi væri veifað stigu þeir á bensíngjöfina og sneru leiknum við. Gott sem allar sóknir heimamanna enduðu með marki og endaði fyrri hálfleikur 15-13 fyrir FH, heimamenn skoruðu tíu mörk á tólf mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en FH náði að halda ÍBV í einu til tveimur mörkum frá sér. Eyjamenn með Arnór Viðarsson fremstan flokki í sóknarleik liðsins gáfu heimamönnum þó lítið andrými. ÍBV fengu gott tækifæri til að taka leikinn í sínar hendur um miðbik síðari hálfleiks þegar þeir voru tveimur leikmönnum fleiri í tvær mínútur en gestirnir náðu ekki að nýta yfirtöluna. FH-ingar stóðust pressuna og náðu að sigra með þremur mörkum, þrátt fyrir að ÍBV hafi náð að jafna tvívegis þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Af hverju vann FH? Eftir að heimamenn náðu forystunni undir lok fyrri hálfleiks var ekki aftur snúið. Frábær kafli undir lok fyrri hálfleiks setti tóninn, góður varnarleikur FH í síðari hálfleik og Phil Döhler sjóðheitur fyrir aftan vörnina skóp sigurinn í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Phil Döhler, markvörður FH, spilaði frábærlega allan leikinn og var markvarslan munurinn á liðunum tveimur þegar uppi var staðið. Jóhann Birgir var ógnandi hjá FH og endaði markahæstur með fimm mörk. Egill Magnússon endaði með fjögur mörk og steig upp á mikilvægum tímapunkti undir lok leiksins og sigldi þessu heim fyrir FH. Arnór Viðarsson var allt í öllu hjá gestunum. Hann átti stórgóðan leik í Kaplakrika og skorði níu mörk auk þess að skapa mörg færi fyrir liðsfélagana. Hvað gekk illa? Markverðir ÍBV sem hafa átt betri daga. Það má telja skotin á fingrum annarrar handar sem þeir Pavel og Petar tóku og var það munurinn á liðunum í kvöld. Fyrstu tuttugu mínúturnar var það sóknarleikur FH-inga sem gekk illa, en þeim gekk mjög illa að komu boltanum á markið en þeir náðu sannarlega að snúa blaðinu við. Hvað gerist næst? Eyjamenn eiga tvo leiki til góða á flest lið í deildinni og eru þeir í fínum möguleika að ná öðru sætinu af FH en þeir heimsækja fallbaráttulið ÍR þriðjudaginn 7. mars. FH er hinsvegar á leið í snemmbúið páskafrí en næsti leikur er ekki fyrr en eftir rúmar þrjár vikur, þann 25. mars á Ísafirði á móti botnliði Harðar. Sigursteinn: „Nú notum við helgina í að jafna okkur og brosa“ Sigursteinn Arndal gefur skipanir til sinna manna.Vísir/Diego Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var hress og kátur í leikslok eftir góðan sigur. „Hrikalega hress og kátur með þetta. Frábær varnarleikur og ofboðslega ánægður að við tókum ekki mistökin úr sókninni með okkur til baka. Við skelltum okkur alltaf beint í næsta bolta,“ sagði Sigursteinn. „Við vorum bara frekar staðir og lengi að finna okkur sóknarlega en á móti kemur var vörnin að halda nokkuð vel. Þó að eitthvað var ekki að fúnkera í sókninni héldum við að spila vörn.“ FH er sem stendur í öðru sæti Olís-deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. „Það verður algjörlega að koma í ljós, við stefnum auðvitað eins og ofarlega við getum,“ sagði Sigursteinn þegar hann var spurður um stöðu liðsins í deildinni. FH spilar ekki leik fyrr en eftir rúmar þrjár vikur þegar þeir mæta Herði á Ísafirði. „Nú notum við helgina í að jafna okkur og brosa. Svo förum við bara að æfa aftur að krafti,“ sagði Sigursteinn í lokin. Phil Döhler: „Þetta var erfið vika fyrir okkur“ Phil Döhler, markvörður FH-inga.Vísir/Vilhelm „Þetta var erfið vika fyrir okkur. Hafnarfjarðarslagurinn fyrst á mánudaginn og núna ÍBV, tvö mjög góð lið og við erum að keppa um annað sætið í deildinni. Frábært að vinna þennan leik og núna er smá pása, bara mjög gott,“ sagði Phil Döhler markvörður FH. Phil var sannarlega betri en enginn í markinu og varði hátt í tuttugu skot og geta liðsfélagar hans þakkað honum fyrir stigin tvö. „Við byrjuðum ekki vel og vorum ekki að mæta í leikinn fyrstu fimmtán mínúturnar. Svo fór ég að verja nokkur skot og við verðum öruggari og komust meira inn í leikinn,“ sagði Phil Döhler eftir leik. Það er spurningarmerki hvað Phil gerir á næsta tímabili en FH-ingar hafa tilkynnt endurkomu Daníels Freys til liðsins. „Nei ég er ekki kominn með neitt, ég hugsa um það í hléinu og það kemur í ljós,“ sagði Phil. Olís-deild karla FH ÍBV
FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. Annað sætið í Olís-deild karla var í húfi þegar FH og ÍBV mættust í Kaplakrika í kvöld. Fyrir leikinn munaði tveimur stigum á liðunum, FH sátu í öðru sæti og ÍBV í því þriðja. Búast mátti við spennandi leik, sem varð raunin. ÍBV hafði verið á skriði að undanförnu en liðið var búið að sigra þrjá leiki í röð áður en þeir mættu FH í kvöld. Eyjamenn komu sterkari til leiks og leiddu framan af fyrri hálfleik. Sóknarleikur heimamanna var ekki upp á marga fiska til að byrja með, en eftir átján mínútna leik voru þeir aðeins búnir að skora fimm mörk. FH náðu ekki klára sóknirnar og töpuðu boltunum margsinnis. Eins og hendi væri veifað stigu þeir á bensíngjöfina og sneru leiknum við. Gott sem allar sóknir heimamanna enduðu með marki og endaði fyrri hálfleikur 15-13 fyrir FH, heimamenn skoruðu tíu mörk á tólf mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en FH náði að halda ÍBV í einu til tveimur mörkum frá sér. Eyjamenn með Arnór Viðarsson fremstan flokki í sóknarleik liðsins gáfu heimamönnum þó lítið andrými. ÍBV fengu gott tækifæri til að taka leikinn í sínar hendur um miðbik síðari hálfleiks þegar þeir voru tveimur leikmönnum fleiri í tvær mínútur en gestirnir náðu ekki að nýta yfirtöluna. FH-ingar stóðust pressuna og náðu að sigra með þremur mörkum, þrátt fyrir að ÍBV hafi náð að jafna tvívegis þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Af hverju vann FH? Eftir að heimamenn náðu forystunni undir lok fyrri hálfleiks var ekki aftur snúið. Frábær kafli undir lok fyrri hálfleiks setti tóninn, góður varnarleikur FH í síðari hálfleik og Phil Döhler sjóðheitur fyrir aftan vörnina skóp sigurinn í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Phil Döhler, markvörður FH, spilaði frábærlega allan leikinn og var markvarslan munurinn á liðunum tveimur þegar uppi var staðið. Jóhann Birgir var ógnandi hjá FH og endaði markahæstur með fimm mörk. Egill Magnússon endaði með fjögur mörk og steig upp á mikilvægum tímapunkti undir lok leiksins og sigldi þessu heim fyrir FH. Arnór Viðarsson var allt í öllu hjá gestunum. Hann átti stórgóðan leik í Kaplakrika og skorði níu mörk auk þess að skapa mörg færi fyrir liðsfélagana. Hvað gekk illa? Markverðir ÍBV sem hafa átt betri daga. Það má telja skotin á fingrum annarrar handar sem þeir Pavel og Petar tóku og var það munurinn á liðunum í kvöld. Fyrstu tuttugu mínúturnar var það sóknarleikur FH-inga sem gekk illa, en þeim gekk mjög illa að komu boltanum á markið en þeir náðu sannarlega að snúa blaðinu við. Hvað gerist næst? Eyjamenn eiga tvo leiki til góða á flest lið í deildinni og eru þeir í fínum möguleika að ná öðru sætinu af FH en þeir heimsækja fallbaráttulið ÍR þriðjudaginn 7. mars. FH er hinsvegar á leið í snemmbúið páskafrí en næsti leikur er ekki fyrr en eftir rúmar þrjár vikur, þann 25. mars á Ísafirði á móti botnliði Harðar. Sigursteinn: „Nú notum við helgina í að jafna okkur og brosa“ Sigursteinn Arndal gefur skipanir til sinna manna.Vísir/Diego Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var hress og kátur í leikslok eftir góðan sigur. „Hrikalega hress og kátur með þetta. Frábær varnarleikur og ofboðslega ánægður að við tókum ekki mistökin úr sókninni með okkur til baka. Við skelltum okkur alltaf beint í næsta bolta,“ sagði Sigursteinn. „Við vorum bara frekar staðir og lengi að finna okkur sóknarlega en á móti kemur var vörnin að halda nokkuð vel. Þó að eitthvað var ekki að fúnkera í sókninni héldum við að spila vörn.“ FH er sem stendur í öðru sæti Olís-deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. „Það verður algjörlega að koma í ljós, við stefnum auðvitað eins og ofarlega við getum,“ sagði Sigursteinn þegar hann var spurður um stöðu liðsins í deildinni. FH spilar ekki leik fyrr en eftir rúmar þrjár vikur þegar þeir mæta Herði á Ísafirði. „Nú notum við helgina í að jafna okkur og brosa. Svo förum við bara að æfa aftur að krafti,“ sagði Sigursteinn í lokin. Phil Döhler: „Þetta var erfið vika fyrir okkur“ Phil Döhler, markvörður FH-inga.Vísir/Vilhelm „Þetta var erfið vika fyrir okkur. Hafnarfjarðarslagurinn fyrst á mánudaginn og núna ÍBV, tvö mjög góð lið og við erum að keppa um annað sætið í deildinni. Frábært að vinna þennan leik og núna er smá pása, bara mjög gott,“ sagði Phil Döhler markvörður FH. Phil var sannarlega betri en enginn í markinu og varði hátt í tuttugu skot og geta liðsfélagar hans þakkað honum fyrir stigin tvö. „Við byrjuðum ekki vel og vorum ekki að mæta í leikinn fyrstu fimmtán mínúturnar. Svo fór ég að verja nokkur skot og við verðum öruggari og komust meira inn í leikinn,“ sagði Phil Döhler eftir leik. Það er spurningarmerki hvað Phil gerir á næsta tímabili en FH-ingar hafa tilkynnt endurkomu Daníels Freys til liðsins. „Nei ég er ekki kominn með neitt, ég hugsa um það í hléinu og það kemur í ljós,“ sagði Phil.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti