Merkingar í Nettó undir væntingum Neytendastofu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2023 14:46 QR kóða verðmerking hjá Nettó í Mjódd var ekki nægjanleg að mati Neytendastofu. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur skammað Samkaup vegna ófullnægjandi verðmerkinga í Nettó á bókum og leikföngum. Vörurnar voru aðeins merktar með QR kóða. Fram kemur á vef Neytendastofu að henni hafi borist ábendingar um að engar verðmerkingar væru sjáanlegar á bókum og leikföngum í verslunum Nettó í Mjódd og Krossmóa. Eingöngu væri notast við verðskanna eða QR kóða. Í svari Nettó kom fram að útfærsla og uppfærsla verðmerkinga hefði breyst milli ára sem hafi tekið tíma. Núverandi fyrirkomulag væri mikil framför þar sem viðskiptavinir hafi áður þurft að fletta upp og leita í verðlistum en nú væri notast við stafrænan og umhverfisvænan hátt. Með QR kóða væri hægt að sækja verð og frekari upplýsingar um bækur gegnum vefsvæði félagsins og verðskannar væru aðgengilegir við bókaborðið til að sannreyna verð á bókum og öðrum vörum. Eftir athugasemdir Neytendastofu væru bækur einnig merktar með stafrænum hillumiða. Farsími nauðsynlegur til að skanna Neytendastofa tiltók að meginreglan væri sú að verðmerking ber að vera áberandi á sölustað þannig að neytandi geti séð verð hverrar vöru með skýrum og greinargóðum hætti. Notkun verðskanna til verðmerkinga ætti eingöngu við í undantekningartilvikum sem bækur og leikföng féllu ekki undir. Þá taldi stofnunin notkun QR kóða ekki uppfylla skilyrði reglna um verðmerkingar. Slíkar merkingar geta þó komið til viðbótar verðmerkingum ef seljandi vill veita nánari upplýsingar. Forsenda fyrir að geta notað slíkan kóða væri farsími og neytendur án slíkra tækja gætu ekki nálgast upplýsingar um verð. Var þeim fyrirmælum beint til Samkaupa að gæta þess ávallt að haga verðmerkingum í verslunum sínum í samræmi við gildandi lög og reglur. Úrskurðinn í heild má sjá að neðan. Tengd skjöl ÁkvörðunNeytendastofuPDF211KBSækja skjal Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Fram kemur á vef Neytendastofu að henni hafi borist ábendingar um að engar verðmerkingar væru sjáanlegar á bókum og leikföngum í verslunum Nettó í Mjódd og Krossmóa. Eingöngu væri notast við verðskanna eða QR kóða. Í svari Nettó kom fram að útfærsla og uppfærsla verðmerkinga hefði breyst milli ára sem hafi tekið tíma. Núverandi fyrirkomulag væri mikil framför þar sem viðskiptavinir hafi áður þurft að fletta upp og leita í verðlistum en nú væri notast við stafrænan og umhverfisvænan hátt. Með QR kóða væri hægt að sækja verð og frekari upplýsingar um bækur gegnum vefsvæði félagsins og verðskannar væru aðgengilegir við bókaborðið til að sannreyna verð á bókum og öðrum vörum. Eftir athugasemdir Neytendastofu væru bækur einnig merktar með stafrænum hillumiða. Farsími nauðsynlegur til að skanna Neytendastofa tiltók að meginreglan væri sú að verðmerking ber að vera áberandi á sölustað þannig að neytandi geti séð verð hverrar vöru með skýrum og greinargóðum hætti. Notkun verðskanna til verðmerkinga ætti eingöngu við í undantekningartilvikum sem bækur og leikföng féllu ekki undir. Þá taldi stofnunin notkun QR kóða ekki uppfylla skilyrði reglna um verðmerkingar. Slíkar merkingar geta þó komið til viðbótar verðmerkingum ef seljandi vill veita nánari upplýsingar. Forsenda fyrir að geta notað slíkan kóða væri farsími og neytendur án slíkra tækja gætu ekki nálgast upplýsingar um verð. Var þeim fyrirmælum beint til Samkaupa að gæta þess ávallt að haga verðmerkingum í verslunum sínum í samræmi við gildandi lög og reglur. Úrskurðinn í heild má sjá að neðan. Tengd skjöl ÁkvörðunNeytendastofuPDF211KBSækja skjal
Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira