Britney giftist eiginmanni sínum, fyrirsætunni og leikaranum Sam Asghari, í júní á síðasta ári. Nokkrum dögum síðar festi Britney kaup á um þúsund fermetra glæsihýsi þar sem nýgiftu hjónin komu sér vel fyrir.
Samkvæmt heimildum People vildi Britney nýtt upphaf á nýjum stað með eiginmanni sínum. Það hafi einnig verið henni hjartans mál að fá að velja sér húsnæði sjálf án þess að þurfa fá leyfi föður síns. Jamie Spears, faðir söngkonunnar, fór með forræði yfir dóttur sinni frá árinu 2008 þar til hún fékk frelsi sitt að nýju fyrir um einu og hálfu ári síðan.

Með sérstakt gjafainnpökkunarherbergi
Britney borgaði 1,6 milljarð íslenskra króna fyrir húsið þegar hún keypti það fyrir rúmu hálfu ári síðan. Í húsinu er meðal annars að finna sjö svefnherbergi, níu baðherbergi, bíósal og sérstakt gjafainnpökkunarherbergi.
Það vakti athygli nú í janúar þegar Britney setti heimilið á sölu, aðeins sex mánuðum eftir að hún og Sam fluttu inn. Poppstjarnan óskaði eftir því að fá rúmlega 1,6 milljarð króna fyrir húsið eða um 200 milljónum meira en hún keypti það á.
Nú um tveimur mánuðum síðar hefur verið greint frá því að húsið sé selt á 1,4 milljarð króna. Óvíst er hvert og hvers vegna Britney og Sam hyggjast flytja.





