Færri vilja á hreindýr nú en í fyrra Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2023 13:39 Af hreindýraslóð. Minni sókn en oft áður er nú í hreindýraleyfin. Ekki liggur fyrir hvað veldur en líklega hefur þar bábornara efnahagsástand sitt að segja. 100 erlendir veiðimenn eru meðal umsækjenda að þessu sinni. vísir/jakob Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða hjá umhverfisstofnun telur að eitt og annað kunni að hafa áhrif á það að umsóknir um hreindýraleyfi eru talsvert færri nú en var í fyrra. „Já, umsóknir alls voru 2.926; 1.225 í kýr og 1.701 í tarfa,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Kvótinn í ár er samtals 901 dýr, 426 tarfar og 475 kýr þannig að fyrir liggur fleiri eru um hituna en útgefin leyfi segja til um. Gróft á litið er einn á móti þremur að umsækjendur fái úthlutað dýri. Sem er veruleg einföldun því misjafnt hversu eftirsótt leyfin eru milli svæða og svo milli tarfa og kúa. Í fyrra lágu fyrir 3.298 umsóknir þannig að þarna er þó nokkur samdráttur. Ríflega 100 umsóknir eru frá erlendum veiðimönnum sem hafa þá sótt um með íslenskan veiðikortahafa sem sinn ábyrgðarmann. Veruleg eftirvænting ríkir nú meðal þeirra sem sóttu um veiðileyfi á hreindýr næsta sumar og haust en dregið verður úr innsendum umsóknum á laugardaginn. Þá kemur skipting umsókna á svæði í ljós. Jóhann segir erfitt að segja til um hvað veldur samdrætti í umsóknum. „Hvort verðið ræður einhverju um fækkun umsókna eða hækkun á afborgun húsnæðislána og verðbólga. Menn hafa verið að tjá sig á vefmiðlum um að þeir ætli frekar erlendis til veiða,“ segir Jóhann. Dýr Stjórnsýsla Skotveiði Tengdar fréttir Hreindýraveiðar rándýrar og skotveiðimenn gramir Búið er að gefa út kvóta fyrir hreindýraveiðar á næsta tímabili. Leyfum hefur fækkað og eru þau nú talsvert dýrari en fyrir ári. 15. febrúar 2023 14:18 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Já, umsóknir alls voru 2.926; 1.225 í kýr og 1.701 í tarfa,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Kvótinn í ár er samtals 901 dýr, 426 tarfar og 475 kýr þannig að fyrir liggur fleiri eru um hituna en útgefin leyfi segja til um. Gróft á litið er einn á móti þremur að umsækjendur fái úthlutað dýri. Sem er veruleg einföldun því misjafnt hversu eftirsótt leyfin eru milli svæða og svo milli tarfa og kúa. Í fyrra lágu fyrir 3.298 umsóknir þannig að þarna er þó nokkur samdráttur. Ríflega 100 umsóknir eru frá erlendum veiðimönnum sem hafa þá sótt um með íslenskan veiðikortahafa sem sinn ábyrgðarmann. Veruleg eftirvænting ríkir nú meðal þeirra sem sóttu um veiðileyfi á hreindýr næsta sumar og haust en dregið verður úr innsendum umsóknum á laugardaginn. Þá kemur skipting umsókna á svæði í ljós. Jóhann segir erfitt að segja til um hvað veldur samdrætti í umsóknum. „Hvort verðið ræður einhverju um fækkun umsókna eða hækkun á afborgun húsnæðislána og verðbólga. Menn hafa verið að tjá sig á vefmiðlum um að þeir ætli frekar erlendis til veiða,“ segir Jóhann.
Dýr Stjórnsýsla Skotveiði Tengdar fréttir Hreindýraveiðar rándýrar og skotveiðimenn gramir Búið er að gefa út kvóta fyrir hreindýraveiðar á næsta tímabili. Leyfum hefur fækkað og eru þau nú talsvert dýrari en fyrir ári. 15. febrúar 2023 14:18 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hreindýraveiðar rándýrar og skotveiðimenn gramir Búið er að gefa út kvóta fyrir hreindýraveiðar á næsta tímabili. Leyfum hefur fækkað og eru þau nú talsvert dýrari en fyrir ári. 15. febrúar 2023 14:18