Vægðarlaust lið Man City lagði Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 14:30 Phil Foden fagnar marki sínu. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Englandsmeistarar Manchester City lögðu Newcastle United 2-0 í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að Man City hafi verið vægðarlaust en liðið átti þrjú skot á markið í leik dagsins, tvö þeirra enduðu í netinu. Newcastle tapaði um síðustu helgi fyrir Manchester United í úrslitum enska deildarbikarsins. Tapið virðist sitja örlítið í gestunum sem voru lentir undir þegar stundarfjórðungur var liðinn af leik dagsins. Rodri fann Phil Foden út á hægri vængnum og sá síðarnefndi var ekkert að tvínóna við hlutina. Foden tók á rás í átt að marki, fór framhjá hverjum varnarmanni Newcastle á fætur öðrum áður en hann átti skot sem fór af Sven Botman og í netið. Óverjandi fyrir Nick Pope, markvörð Newcastle, og staðan orðin 1-0. Þrátt fyrir að gestirnir hafi fengið fín færi þá tókst þeim ekki að skila knettinum í netið og á 65. mínútu kom Bernardo Silva inn af bekknum. Aðeins tveimur mínútum síðar flikkaði Erling Braut Håland boltanum á Silva sem skoraði með skoti í fyrsta úr D-boganum. 1000 Bernardo Silva's strike was Manchester City's 1,000th Premier League home goal, the sixth side to reach the milestone in the competition (160 at Maine Road, 840 at the Etihad). Mileage. pic.twitter.com/yysy2NVfxc— OptaJoe (@OptaJoe) March 4, 2023 Heimamenn komnir í 2-0 og reyndust það lokatölur dagsins. Sigurinn minnkar forskot Arsenal á toppi deildarinnar niður í tvö stig en Skytturnar eiga þó leik til góða. Þær mæta Bournemouth síðar í dag. Þangað til þeim leik er lokið er Arsenal á toppnum með 60 stig og Man City í 2. sæti með 58 stig. Newcastle er í 5. sæti með 41 stig. Enski boltinn Fótbolti
Englandsmeistarar Manchester City lögðu Newcastle United 2-0 í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að Man City hafi verið vægðarlaust en liðið átti þrjú skot á markið í leik dagsins, tvö þeirra enduðu í netinu. Newcastle tapaði um síðustu helgi fyrir Manchester United í úrslitum enska deildarbikarsins. Tapið virðist sitja örlítið í gestunum sem voru lentir undir þegar stundarfjórðungur var liðinn af leik dagsins. Rodri fann Phil Foden út á hægri vængnum og sá síðarnefndi var ekkert að tvínóna við hlutina. Foden tók á rás í átt að marki, fór framhjá hverjum varnarmanni Newcastle á fætur öðrum áður en hann átti skot sem fór af Sven Botman og í netið. Óverjandi fyrir Nick Pope, markvörð Newcastle, og staðan orðin 1-0. Þrátt fyrir að gestirnir hafi fengið fín færi þá tókst þeim ekki að skila knettinum í netið og á 65. mínútu kom Bernardo Silva inn af bekknum. Aðeins tveimur mínútum síðar flikkaði Erling Braut Håland boltanum á Silva sem skoraði með skoti í fyrsta úr D-boganum. 1000 Bernardo Silva's strike was Manchester City's 1,000th Premier League home goal, the sixth side to reach the milestone in the competition (160 at Maine Road, 840 at the Etihad). Mileage. pic.twitter.com/yysy2NVfxc— OptaJoe (@OptaJoe) March 4, 2023 Heimamenn komnir í 2-0 og reyndust það lokatölur dagsins. Sigurinn minnkar forskot Arsenal á toppi deildarinnar niður í tvö stig en Skytturnar eiga þó leik til góða. Þær mæta Bournemouth síðar í dag. Þangað til þeim leik er lokið er Arsenal á toppnum með 60 stig og Man City í 2. sæti með 58 stig. Newcastle er í 5. sæti með 41 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti