Leiðtogi Wagner segir Bakhmut fallna Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2023 20:01 Yevgeny Prigozhin leiðtogi hinna grimmu Wagner hersveita. Myndin er sögð vera tekin við Bakhmut í dag. AP Yfirmaður rússnesku Wagner málaliðanna segir þá hafa umkringt borgina Bakhmut þar sem aðeins væru eftir börn og gamalmenni til að berjast gegn innrás þeirra. Yfirvöld í nágrannahéraðinu Kharkiv hafa síðan fyrirskipað fjölskyldum með börn og öðrum viðkvæmum hópum að yfirgefa borgina Kupiansk vegna látlausra loftárása Rússa. Gífurlegir bardagar hafa verið í og við borgina Bakhmut í Donetsk héraði í Úkraínu undanfarna mánuði en Rússar leggja mika áherslu á að ná borginni á sitt vald. Rússar hafa aldrei náð að leggja allt héraðið undir sig, þótt þeir þykist hafa innlimað það, og þótt Bakhmut sé ekki hernaðarlega mikilvæg er borgin vel staðsett upp á frekari landvinninga „Hersveitum Wagner hefur tekist að umkringja Bakhmut. Það er aðeins einn vegur eftir til og frá borginni. Hringurinn er að lokast. Áður áttum við í bardögum við úkraínska atvinnuhermenn en í dag erum við í vaxandi mæli að berjast við börn og gamalmenni," sagði Prigozhin hróðugur í ávarpi sem sagt er að tekið hafi verið upp við borgina. Úkraínumenn hröktu Rússa út úr austur- og norðurhluta Kharkiv héraðs í september. Undanfarna daga hafa Rússar látið eldflaugum rigna yfir borgina Kupyansk í héraðinu.Grafík/Kristján Úkraínumenn segjast hins vegar enn halda uppi vörnum í Bakhmut og því til staðfestingar kom einn æðsti yfirmaður úkraínska hersins þangað í dag. Yfirmaður Wagner málaliðanna segir að þeir sem enn berðust gegn Rússum í Bakhmut hefðu aðeins einn til tvo daga til að flýja eða deyja ella. Rússar hafa einnig haldið uppi látlausum eldflaugaárásum á borgina Kupiansk í Kharkiv héraði undanfarna daga. Úkraínumenn hröktu rússneskar hersveitir úr héraðinu september. Héraðsfirvöld í Kharkiv skipuðu barnafjölskyldum og fólki með skerta hreyfigetu í dag að yfirgefa Kupiansk. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir enn mikla þörf á þungavopnum frá vestrænum bandamönnum til að hrekja Rússa af yfirráðasvæði landsins.Getty/Yan Dobronosov Í dag lögðu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu Egils Levits forseti Lettlands blómsveiga að leiðum fallinna hermanna í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu. Zelenskyy hvatti bandamenn til að hraða sendingum þungavopna til landsins. „Við þurfum einnig vopnakerfi, skotfær og helling af stórskotum. Við þurfum ekki á þessu að halda til að gera árásir á landsvæði innan Rússlands heldur til að henda þeim út af landsvæðum okkar, sem hlýtur að vera sanngjarnt. Það sama á við um þörf okkar fyrir flugvélar," sagði forseti Úkraínu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segjast enn verja Bakhmut Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. 3. mars 2023 16:43 Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. 3. mars 2023 11:06 Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Gífurlegir bardagar hafa verið í og við borgina Bakhmut í Donetsk héraði í Úkraínu undanfarna mánuði en Rússar leggja mika áherslu á að ná borginni á sitt vald. Rússar hafa aldrei náð að leggja allt héraðið undir sig, þótt þeir þykist hafa innlimað það, og þótt Bakhmut sé ekki hernaðarlega mikilvæg er borgin vel staðsett upp á frekari landvinninga „Hersveitum Wagner hefur tekist að umkringja Bakhmut. Það er aðeins einn vegur eftir til og frá borginni. Hringurinn er að lokast. Áður áttum við í bardögum við úkraínska atvinnuhermenn en í dag erum við í vaxandi mæli að berjast við börn og gamalmenni," sagði Prigozhin hróðugur í ávarpi sem sagt er að tekið hafi verið upp við borgina. Úkraínumenn hröktu Rússa út úr austur- og norðurhluta Kharkiv héraðs í september. Undanfarna daga hafa Rússar látið eldflaugum rigna yfir borgina Kupyansk í héraðinu.Grafík/Kristján Úkraínumenn segjast hins vegar enn halda uppi vörnum í Bakhmut og því til staðfestingar kom einn æðsti yfirmaður úkraínska hersins þangað í dag. Yfirmaður Wagner málaliðanna segir að þeir sem enn berðust gegn Rússum í Bakhmut hefðu aðeins einn til tvo daga til að flýja eða deyja ella. Rússar hafa einnig haldið uppi látlausum eldflaugaárásum á borgina Kupiansk í Kharkiv héraði undanfarna daga. Úkraínumenn hröktu rússneskar hersveitir úr héraðinu september. Héraðsfirvöld í Kharkiv skipuðu barnafjölskyldum og fólki með skerta hreyfigetu í dag að yfirgefa Kupiansk. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir enn mikla þörf á þungavopnum frá vestrænum bandamönnum til að hrekja Rússa af yfirráðasvæði landsins.Getty/Yan Dobronosov Í dag lögðu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu Egils Levits forseti Lettlands blómsveiga að leiðum fallinna hermanna í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu. Zelenskyy hvatti bandamenn til að hraða sendingum þungavopna til landsins. „Við þurfum einnig vopnakerfi, skotfær og helling af stórskotum. Við þurfum ekki á þessu að halda til að gera árásir á landsvæði innan Rússlands heldur til að henda þeim út af landsvæðum okkar, sem hlýtur að vera sanngjarnt. Það sama á við um þörf okkar fyrir flugvélar," sagði forseti Úkraínu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segjast enn verja Bakhmut Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. 3. mars 2023 16:43 Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. 3. mars 2023 11:06 Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Segjast enn verja Bakhmut Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. 3. mars 2023 16:43
Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Útlit er fyrir að úkraínskir hermenn ætli sér að hörfa eða séu þegar byrjaðir að hörfa frá Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á bæinn um mánaða skeið og hafa nú nærri því umkringt hann. 3. mars 2023 11:06
Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“