Rúnar og félagar höfðu tapað þremur af seinustu fjórum deildarleikjum sínum og gert eitt jafntefli. Það var því léttir fyrir liðið þegar Efkan Bekiroglu kom Alanyaspor í forystu með marki snemma í síðari hálfleik.
Heimamenn í Alanyaspor þurftu þó að leika seinustu tuttugu mínútur leiksins manni færri eftir að Leroy Fer nældi sér í beint rautt spjald, en það kom ekki að sök og niðurstaðan varð 1-0 sigur heimamanna.
Rúnar Alex stóð vaktina í marki Alanyaspor í kvöld, en með sigrinum stökk liðið upp um þrjú sæti í deildinni, úr ellefta sæti og upp í það áttunda. Liðið er nú með 28 stig eftir 23 leiki, tólf stigum á eftir Basaksehir sem situr í fjórða sæti.