Vilja að stuðningsmenn liða sinna hætti níðsöngvum um München, Hillsborough og Heysel Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 15:00 Þessir tveir vilja að stuðningsmenn liða sinna einbeiti sér að styðja við liðin frekar en að syngja níðsöngva. Michael Regan/Getty Images Liverpool og Manchester United mætast á morgun, sunnudag, í ensku úrvalsdeildinni. Stjórar liðanna, Jürgen Klopp og Erik ten Hag, hafa biðlað til stuðningsfólks liðanna að hætta níðsöngvum sem snúa að harmleik félaganna. Árið 1958 fórst stór meirihluti liðs Man United í flugslysi í München þegar flugvél félagsins fór ekki á loft. Alls létust 23 í slysinu. Árið 1985 létust 39 einstaklingar á Heysel-leikvanginum í Brussel þegar Liverpool mætti Juventus. Fjórum árum síðar létust 97 stuðningsmenn Liverpool á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield þar sem Liverpool og Nottingham Forest mættust. Stuðningsfólk beggja liða rifjar þessa harmleiki upp að því virðist í hvert skipti sem liðin mætast. Nú hafa þjálfarar liðanna beðið stuðningsfólk sitt um sleppa níðsöngvunum og viðhalda mögnuðu andrúmslofti með því að styðja við bakið á sínu liði. Jürgen Klopp: 'If we can keep the passion and lose the poison it will be so much better for everyone.'Erik ten Hag: 'It is unacceptable to use the loss of life in relation to any tragedy to score points, and it is time for it to stop.'https://t.co/xgDpFBZQdf— Guardian sport (@guardian_sport) March 4, 2023 „Söngvar sem þessir eiga ekkert skylt við fótbolta. Það er betra fyrir alla ef við getum haldið ástríðunni en sleppt eitrinu,“ sagði Klopp í aðdraganda leiksins. „Rígurinn á milli Man United og Liverpool er einn sá stærsti í heimi. Við elskum ástríðuna í áhorfendum þegar lið okkar mætast en það eru línur sem má ekki fara yfir. Það er óásættanlegt að nýta dauðsföll og aðra harmleiki til að „skora stig“ og nú er kominn tími til að stoppi,“ sagði Ten Hag um málið. „Þeir sem gera slíkt setja ekki aðeins blett á orðspor félaganna heldur skemma þeir fyrir sjálfum sér, öðrum áhorfendum og borgunum tveimur. Fyrir hönd allra hjá félaginu þá biðjum við stuðningsfólk okkar um að einbeita sér að því að styðja við bakið á liðinu á sunnudag,“ sagði Ten Hag að lokum. Leikur liðanna á Anfield hefst klukkan 16.30 á morgun, sunnudag. Sem stendur er Manchester United í 3. sæti deildarinnar með 49 stig á meðan Liverpool er í 6. sæti með 39 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Árið 1958 fórst stór meirihluti liðs Man United í flugslysi í München þegar flugvél félagsins fór ekki á loft. Alls létust 23 í slysinu. Árið 1985 létust 39 einstaklingar á Heysel-leikvanginum í Brussel þegar Liverpool mætti Juventus. Fjórum árum síðar létust 97 stuðningsmenn Liverpool á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield þar sem Liverpool og Nottingham Forest mættust. Stuðningsfólk beggja liða rifjar þessa harmleiki upp að því virðist í hvert skipti sem liðin mætast. Nú hafa þjálfarar liðanna beðið stuðningsfólk sitt um sleppa níðsöngvunum og viðhalda mögnuðu andrúmslofti með því að styðja við bakið á sínu liði. Jürgen Klopp: 'If we can keep the passion and lose the poison it will be so much better for everyone.'Erik ten Hag: 'It is unacceptable to use the loss of life in relation to any tragedy to score points, and it is time for it to stop.'https://t.co/xgDpFBZQdf— Guardian sport (@guardian_sport) March 4, 2023 „Söngvar sem þessir eiga ekkert skylt við fótbolta. Það er betra fyrir alla ef við getum haldið ástríðunni en sleppt eitrinu,“ sagði Klopp í aðdraganda leiksins. „Rígurinn á milli Man United og Liverpool er einn sá stærsti í heimi. Við elskum ástríðuna í áhorfendum þegar lið okkar mætast en það eru línur sem má ekki fara yfir. Það er óásættanlegt að nýta dauðsföll og aðra harmleiki til að „skora stig“ og nú er kominn tími til að stoppi,“ sagði Ten Hag um málið. „Þeir sem gera slíkt setja ekki aðeins blett á orðspor félaganna heldur skemma þeir fyrir sjálfum sér, öðrum áhorfendum og borgunum tveimur. Fyrir hönd allra hjá félaginu þá biðjum við stuðningsfólk okkar um að einbeita sér að því að styðja við bakið á liðinu á sunnudag,“ sagði Ten Hag að lokum. Leikur liðanna á Anfield hefst klukkan 16.30 á morgun, sunnudag. Sem stendur er Manchester United í 3. sæti deildarinnar með 49 stig á meðan Liverpool er í 6. sæti með 39 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira