Segir enga peninga að fá nema í gegnum kunningsskap Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2023 15:06 Pétur Bergþór Arason er sveitarstjóri Húnabyggðar. Blönduós er stærsti byggðarkjarninn í sveitarfélaginu. Vísir/Vilhelm Sveitarstjóri Húnabyggðar segir það sæta furðu að ekkert gerist í forgangsröðun á fjármunum ríkisins til svæða eins og Húnabyggðar nema í gegnum kunningsskap og útdeilingar úr nefndum þar sem ekkert gagnsæi ríki. Íbúar Húnabyggðar eru um fjórtán hundruð en stutt er síðan sameining sveitarfélaga átti sér stað og var þá nafnið Húnabyggð valið á nýja sveitarfélagið. Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri birtir reglulega á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins pistla þar sem hann fer yfir hin ýmsu málefni. Í nýjasta pistlinum gerir hann athugasemdir við stjórnsýslu íslenska ríkisins þegar kemur að samskiptum við sveitarfélög eins og Húnabyggð. „Við erum að mörgu leyti afskipt, það er bara þannig. Auðvitað höfum við okkar þingmenn og ég ætla svo sem ekkert að tala þá niður, alls ekki, en það skiptir bara máli hvaðan fólk er og þannig er þetta bara eins og við þekkjum nú vel Íslendingar,” segir Pétur. En þegar þú segir afskipt, hvað áttu við með því? „Þá á ég bara við að þegar það er verið að deila út fjármunum til dæmis úr nefndum eins og fjárlaganefnd og annað og þú ert ekki þeim mun meira vakandi yfir því og þekkir hvernig þú átt að vekja á þér athygli og hvar þú átt að gera þig sýnilega, þá ertu bara út undan. Besta leiðin til að vera með á nótunum þegar það er verið að deila gæðunum er að vera við borðið. En við höfum ekki þingmann sem er kannski vakinn og sofinn yfir akkúrat þessu póstnúmeri. Þá getur maður bara verð út undan, þannig virkar þetta bara.” Pétur segir þetta mjög dapurt og skrýtið. „Maður myndi halda að á 21. öldinni værum við komin lengra en að vera bara í þessari frændhygli og svona en ég er ekki að segja að þetta sé spillt eða eitthvað svoleiðis, ekki í myrkrinu, þetta snýst ekkert um það. En snýst um hvar fókusinn er og þegar það er verið að taka ákvarðanir við borðið og þú ert ekki með sterka rödd þá bara vilt þú gleymast,” segir Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar. Húnabyggð Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Íbúar Húnabyggðar eru um fjórtán hundruð en stutt er síðan sameining sveitarfélaga átti sér stað og var þá nafnið Húnabyggð valið á nýja sveitarfélagið. Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri birtir reglulega á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins pistla þar sem hann fer yfir hin ýmsu málefni. Í nýjasta pistlinum gerir hann athugasemdir við stjórnsýslu íslenska ríkisins þegar kemur að samskiptum við sveitarfélög eins og Húnabyggð. „Við erum að mörgu leyti afskipt, það er bara þannig. Auðvitað höfum við okkar þingmenn og ég ætla svo sem ekkert að tala þá niður, alls ekki, en það skiptir bara máli hvaðan fólk er og þannig er þetta bara eins og við þekkjum nú vel Íslendingar,” segir Pétur. En þegar þú segir afskipt, hvað áttu við með því? „Þá á ég bara við að þegar það er verið að deila út fjármunum til dæmis úr nefndum eins og fjárlaganefnd og annað og þú ert ekki þeim mun meira vakandi yfir því og þekkir hvernig þú átt að vekja á þér athygli og hvar þú átt að gera þig sýnilega, þá ertu bara út undan. Besta leiðin til að vera með á nótunum þegar það er verið að deila gæðunum er að vera við borðið. En við höfum ekki þingmann sem er kannski vakinn og sofinn yfir akkúrat þessu póstnúmeri. Þá getur maður bara verð út undan, þannig virkar þetta bara.” Pétur segir þetta mjög dapurt og skrýtið. „Maður myndi halda að á 21. öldinni værum við komin lengra en að vera bara í þessari frændhygli og svona en ég er ekki að segja að þetta sé spillt eða eitthvað svoleiðis, ekki í myrkrinu, þetta snýst ekkert um það. En snýst um hvar fókusinn er og þegar það er verið að taka ákvarðanir við borðið og þú ert ekki með sterka rödd þá bara vilt þú gleymast,” segir Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar.
Húnabyggð Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira