Segir enga peninga að fá nema í gegnum kunningsskap Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2023 15:06 Pétur Bergþór Arason er sveitarstjóri Húnabyggðar. Blönduós er stærsti byggðarkjarninn í sveitarfélaginu. Vísir/Vilhelm Sveitarstjóri Húnabyggðar segir það sæta furðu að ekkert gerist í forgangsröðun á fjármunum ríkisins til svæða eins og Húnabyggðar nema í gegnum kunningsskap og útdeilingar úr nefndum þar sem ekkert gagnsæi ríki. Íbúar Húnabyggðar eru um fjórtán hundruð en stutt er síðan sameining sveitarfélaga átti sér stað og var þá nafnið Húnabyggð valið á nýja sveitarfélagið. Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri birtir reglulega á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins pistla þar sem hann fer yfir hin ýmsu málefni. Í nýjasta pistlinum gerir hann athugasemdir við stjórnsýslu íslenska ríkisins þegar kemur að samskiptum við sveitarfélög eins og Húnabyggð. „Við erum að mörgu leyti afskipt, það er bara þannig. Auðvitað höfum við okkar þingmenn og ég ætla svo sem ekkert að tala þá niður, alls ekki, en það skiptir bara máli hvaðan fólk er og þannig er þetta bara eins og við þekkjum nú vel Íslendingar,” segir Pétur. En þegar þú segir afskipt, hvað áttu við með því? „Þá á ég bara við að þegar það er verið að deila út fjármunum til dæmis úr nefndum eins og fjárlaganefnd og annað og þú ert ekki þeim mun meira vakandi yfir því og þekkir hvernig þú átt að vekja á þér athygli og hvar þú átt að gera þig sýnilega, þá ertu bara út undan. Besta leiðin til að vera með á nótunum þegar það er verið að deila gæðunum er að vera við borðið. En við höfum ekki þingmann sem er kannski vakinn og sofinn yfir akkúrat þessu póstnúmeri. Þá getur maður bara verð út undan, þannig virkar þetta bara.” Pétur segir þetta mjög dapurt og skrýtið. „Maður myndi halda að á 21. öldinni værum við komin lengra en að vera bara í þessari frændhygli og svona en ég er ekki að segja að þetta sé spillt eða eitthvað svoleiðis, ekki í myrkrinu, þetta snýst ekkert um það. En snýst um hvar fókusinn er og þegar það er verið að taka ákvarðanir við borðið og þú ert ekki með sterka rödd þá bara vilt þú gleymast,” segir Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar. Húnabyggð Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Íbúar Húnabyggðar eru um fjórtán hundruð en stutt er síðan sameining sveitarfélaga átti sér stað og var þá nafnið Húnabyggð valið á nýja sveitarfélagið. Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri birtir reglulega á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins pistla þar sem hann fer yfir hin ýmsu málefni. Í nýjasta pistlinum gerir hann athugasemdir við stjórnsýslu íslenska ríkisins þegar kemur að samskiptum við sveitarfélög eins og Húnabyggð. „Við erum að mörgu leyti afskipt, það er bara þannig. Auðvitað höfum við okkar þingmenn og ég ætla svo sem ekkert að tala þá niður, alls ekki, en það skiptir bara máli hvaðan fólk er og þannig er þetta bara eins og við þekkjum nú vel Íslendingar,” segir Pétur. En þegar þú segir afskipt, hvað áttu við með því? „Þá á ég bara við að þegar það er verið að deila út fjármunum til dæmis úr nefndum eins og fjárlaganefnd og annað og þú ert ekki þeim mun meira vakandi yfir því og þekkir hvernig þú átt að vekja á þér athygli og hvar þú átt að gera þig sýnilega, þá ertu bara út undan. Besta leiðin til að vera með á nótunum þegar það er verið að deila gæðunum er að vera við borðið. En við höfum ekki þingmann sem er kannski vakinn og sofinn yfir akkúrat þessu póstnúmeri. Þá getur maður bara verð út undan, þannig virkar þetta bara.” Pétur segir þetta mjög dapurt og skrýtið. „Maður myndi halda að á 21. öldinni værum við komin lengra en að vera bara í þessari frændhygli og svona en ég er ekki að segja að þetta sé spillt eða eitthvað svoleiðis, ekki í myrkrinu, þetta snýst ekkert um það. En snýst um hvar fókusinn er og þegar það er verið að taka ákvarðanir við borðið og þú ert ekki með sterka rödd þá bara vilt þú gleymast,” segir Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar.
Húnabyggð Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira