Of ung til að stíga ekki reglulega út fyrir þægindaramman Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. mars 2023 07:00 María Guðjónsdóttir starfar í dag hjá breska sendiráðinu á Íslandi. Þegar María var í meistaranámi fór hún í skiptinám til Rotterdam og var ekki tilbúin til að fara heim að því loknu. Rakst fyrir tilviljun á auglýsingu um starf hjá Weetabix í Bretlandi og endaði með að fá það starf, eftir nokkurra mánaða umsóknarferli. Vísir/Vilhelm „Mér fannst ég of ung til að vera ekki að takast á við nýjar áskoranir og stíga reglulega út fyrir þægindaramman,,“ segir María Guðjónsdóttir og hlær þegar hún skýrir út hvers vegna hún ákvað í fyrra að sækja um starf framkvæmdastjóra viðskiptaskrifstofu Breska sendiráðsins í Reykjavík. Sem einmitt í þessari viku, þann 9.mars, stendur fyrir viðburði fyrir íslensk fyrirtæki og hagaðila sem hafa áhuga á viðskiptum við og í Bretlandi. „Starfið mitt hjá Bioeffect var í rauninni ekkert ósvipað starfinu mínu áður hjá Weetabix og Little Moons í Bretlandi. Eitt var í húðvörum, annað í ís og hitt í morgunkorni. Auðvitað eru þetta mismunandi fyrirtæki en ferlarnir voru mikiðþeir sömu. Og þegar að ég sá þetta starf hjá sendiráðinu auglýst hugsaði ég með mér að þetta væri frábært tækifæri fyrir mig til að bæta í vopnabúrið og læra eitthvað nýtt.“ María er í stjórn UAK, félagi Ungra athafnakvenna. Hún fæddist í Svíþjóð, ólst upp á Seltjarnanesi, fór í Versló og Háskóla Íslands, prófaði mismunandi meistaranám, fór í skiptinám til Rotterdam, bjó og starfaði síðar í Bretlandi og áttaði sig á því í miðju Covid að hún var nálægt því að brenna út. Í dag ætlum við að heyra um starfsframa Maríu. Læknafjölskylda í Svíþjóð María er yngst þriggja systkina og sú eina sem ólst upp á Íslandi. Því eldri systkini hennar ólust upp í Svíþjóð þar sem foreldrar hennar fóru í nám og störfuðu síðar í heilbrigðisgeiranum. Fjölskyldan bjó í 12 ár í SvÍþjóð en fluttist heim á Seltjarnarnesið þegar María var fimm vikna gömul. Hún er því alin upp á Seltjarnarnesi. Þegar kom að því að velja framhaldsskóla var spurningin: MR eða Versló? „Komandi úr læknafjölskyldu þá höfðu flestir farið í MR en bróðir minn í Versló og ég endaði með að velja að fara þangað. Því mig langaði í eitthvað viðskiptatengt,“ segir María og bætir brosandi við: „Enda var þetta árið 2007, allt á blússandi ferð ennþá.“ Eftir hrun og eftir stúdentinn var stemningin í samfélaginu auðvitað allt önnur og María ákvað að venda sínu kvæði í kross: Fór í næringarfræði í Háskóla Íslands. „Næringarfræðin átti vel við mig en mér fannst vanta alþjóðavinkilinn í námið. Það byggði svo mikið upp á að fara í klíníkina á Landspítalann. Í mér blundaði hins vegar útlandaþrá og mér fannst mikill galli að það væri ekki boðið upp á skiptinám í næringarfræðinni.“ Eftir næringarfræðina ákvað hún að fara í meistaranám í matvælafræði. „Vá. Það var sko ekki fyrir mig. Enda entist ég í sex vikur. Þá labbaði ég bara út. Stóð upp í kaffihléinu korter yfir tíu, leit aldrei til baka enda var þetta svo ekki mitt svið.“ Á meðan María var að finna út sín næstu skref starfaði hún sem gjaldkeri hjá Eimskip. Þar til hún rakst á upplýsingar um að í HR væri boðið upp á meistaranám í alþjóðlegum viðskipta- og markaðsfræðum þar sem skiptinám var skilyrði. Þar með var það ákveðið: Í HR fór hún. „Valið um skiptinámið stóð síðan um Rotterdam eða Madríd. Og ég hugsaði með mér: Bíddu, hvenær fer maður eiginlega til Rotterdam? Því við förum fæst þangað í frí til dæmis. Ég ákvað því að Rotterdam væri spennandi valkostur.“ Þar sem Eimskip er með starfstöð í Rotterdam sótti María um starf þar og náði því að vera lengur en aðeins þessa einu skiptinámsönn. Maríu fannst það galli að skiptinám væri ekki í boði í því meistaranámi sem hún valdi fyrst. Hún valdi að fara í Versló en tók síðan næringafræðina. Kláraði meistaranámið í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði í HR. Hér eru nokkrar myndir frá því að María var í Rotterdam en sumarið áður en önnin hófst, starfaði hún á starfsstöð Eimskips þar. Ekki eins og Downton Abbey Um jólin 2016 var kominn tími til að fara heim. „Mér fannst ég samt alls ekki tilbúin til að fara heim og langaði í raun ekki. Enda hverjum langar til Íslands í janúar?“ spyr María og hlær. Á flugvellinum ytra vildi svo til að hún rekst á auglýsingu um starf hjá Weetabix í Bretlandi. Ég hafði aðeins strögglað með hollenskuna í Rotterdam og fann hvað það var hamlandi að vera ekki með tungumálakunnáttuna. En enskuna kann ég. Ég sótti um og endaði með að fara í gegnum heljarinnar umsóknarferli sem tók nokkra mánuði.“ Starfið sem María sótti um var aðstoðamaður í alþjóðlegu sölu- og markaðsdeild fyrirtækisins. Eftir ár í starfi hlaut hún stöðuhækkum og tók við markaðsábyrgð fyrir Svíþjóð, Danmörku og karabískahafinu. Fluttir þú þá til London? „Nei Kettering,“ svarar María og skellihlær. Kettering er smábær í sveit segir María og þar eru höfuðstöðvar Weetabix. „Málið er að Weetabix er gamalt fjölskyldufyrirtæki. Sem hefur aldrei flutt starfsemina frá ökrunum eða heimahögunum þar sem starfsemin hófst upphaflega,“ segir María en þess má geta að Weetabix var stofnað árið 1932. „En ég var búin að horfa á Downton Abbey og Doktor Martin þættina og svona og hugsaði með mér að þetta gæti bara verið fínt. Enda bara 45 mínútur að taka lestina til London.“ Og var Kettering eins og Downton Abbey? „Nei,“ svarar María og skellir upp úr. „Ég endaði með að búa þarna í þrjú ár og ferðaðist mikið um heiminn á þeim tíma. Mér leið mjög vel hjá Weetabix og þeir gerðu mjög vel við mig í að hjálpa mér við flutninginn og að aðlagast samfélaginu. En þegar allt var farið að rúlla nokkuð auðveldlega bæði í starfi og lífi fann ég að mér var byrjað að leiðast enda ekki mikið félagslíf eða annað um að vera á svæðinu og fjölskyldan langt í burtu.“ Það reyndist alls ekki eins og Downton Abbey að búa út í sveit í Bretlandi en hjá Weetabix starfaði María í þrjú ár og ferðaðist á þeim tíma víða um heiminn á þeirra vegum. María fór síðan að vinna fyrir breskt startup fyrirtæki en lungað af þeim starfstíma var í fjarvinnu á Íslandi vegna Covid. Ætlaði í startup fyrirtæki þegar Covid hófst Draumurinn var því að færa sig til London og þegar Maríu bauðst starf við að sjá um útflutning hjá spennandi litlu startup fyrirtæki sem heitir Little Moons og framleiðir mochi ís, var hún ekki lengi að taka stökkið. „Little Moons er fjölskyldufyrirtæki og er á þessum tíma algjört startup fyrirtæki þó að það sé orðið miklu stærra í dag. Mér fannst spennandi tilhugsun að fara að vinna fyrir lítið fyrirtæki þar sem hraðinn og sveigjanleikinn væri mikill í samanburði við stórt og rótgróið fyrirtæki eins og Weetabix. Þarna gafst mér líka loksins tækifæri til að flytja til London.“ María sagði upp og fór að pakka niður. En akkúrat á sama tíma skall Covid á. „Ég var búin að pakka og átti að flytja á sunnudegi. En þá var hringt frá Little Moons á fimmtudeginum og ég spurð hvort ég gæti mögulega frestað að byrja hjá þeim. Því þau hreinlega vissu ekki hvort þau myndu lifa af þessa lokun sem þá var búið að boða.“ Sem betur fer vildi Weetabix endilega halda Maríu áfram og þar sem það fyrirtæki er það stórt, voru minni áhyggjur af áhrifum Covid á reksturinn þar. „ Annað kom á daginn því í Covid varð brjálað að gera í Little Moons. Í staðinn fyrir að fara út að borða fór fólk að gera vel við sig heima og innifalið í því var að splæsa á sig ís.“ Á endanum fór María að vinna fyrir Little Moons. En starfaði þá í fjarvinnu frá Íslandi. Það var brjálað að gera því varan sló í gegn á TikTok í Evrópu þar sem fólk fór búðanna á milli til að reyna finna Little Moons pakka sem var nánast alltaf uppselt. Og þetta var engin smá velgengni. Vöxturinn var blússandi hraður enda er fyrirtækið búið að vinna til stórra verðlauna í matvælageiranum í Bretlandi. Svo miklar vinsældir voru á ísnum að það sem tók 3-4 daga að framleiða seldist upp á 30 sekúndum. Í Selfridges stóð fólk í röð í kringum húsið til að komast inn í að kaupa sér Little Moons.“ Eins og margir sat María heima í fjarvinnu alla daga frá morgni til kvölds. Eiginlega bara í náttfötunum. Þegar að því kom að fyrirtækið vildi fá hana út, ákvað María að segja starfinu upp. „Ég fann að ég var ekki að geta meira. Ég var komin með mjög alvarleg kulnunareinkenni enda álagið mikið. Salan hjá mér hafði margfaldast á stuttum tíma í Evrópu og þótt þetta væri mjög gaman voru flækjustigin mörg í útflutningi frá Bretlandi á þessum tíma. Þetta var vorið 2021 og segist María hafa tekið sér sumarið í að ná kröftum upp að nýju. María er þessa dagana að undirbúa viðburð á vegum breska sendiráðsins sem haldinn verður þann 9.mars. Á þann viðburð eru allir velkomnir sem hafa áhuga á að opna eða efla viðskiptatækifæri við Bretland. María starfaði hjá Bioeffect þegar hún sá starfið á sendiráðinu auglýst og fannst það bara of spennandi til að prófa ekki að sækja um.Vísir/Vilhelm Þegar eitt leiðir af öðru… Haustið 2021 fer María síðan að starfafyrir Bioeffect þar sem hún hafði umsjón yfir evrópskum mörkuðum. Hún hafði þá líka skráð sig í félag UAK sem hún segir góða leið fyrir ungar athafnakonur sem vilja stækka og efla tengslanetið sitt. Starfsauglýsingin frá breska sendiráðinu var hins vegar það spennandi að henni fannst ekki annað hægt en að prófa að sækja um. „Ég var ráðin eftir snarpt ráðningarferli og það sem var eiginlega svolítið fyndið var hve stutt það var miðað við það sem ég hafði áður kynnst í Bretlandi, svo ég baðum að fá að setjast niður með sendiherranum þannig að við gætum mátað okkur við hvor aðra og talað betur saman áður en ég myndi þiggja starfið.“ Sendiherra Bretlands á Íslandi er Dr. Bryony Mathew. „Ísland er fyrsti staðurinn sem hún starfar sem sendiherra og hún sagði mér strax að hún ætlaði sér öðruvísi vinnubrögð og hvaða sýn hún hefði fyrir sendiráðið og því sem það starfar að. Hún er að gera frábæra hluti og mér finnst ég læra mikið af henni,“ segir María. María byrjaði hjá sendiráðinu síðastliðið haust og segir skemmtilegt að upplifa hversu mikilvægt það er að kynnast sem flestum atvinnugreinum á Íslandi. Starf Maríu felst í að efla viðskiptatengsl milli Bretlands og Íslands. Helstu verkefnin snúast því um að draga úr flækjustigi hvað varðar flæði vöru og þjónustu milli landanna. Kynna tækifæri til fjárfestinga í Bretlandi. Auk þess að aðstoða íslenska hagaðila að vekja athygli breskra fyrirtækja og sérfræðinga á þátttöku í verkefnum hérlendis. Viðburðurinn sem María er að undirbúa fyrir fimmtudaginn 9.mars er liður í þessu, en sá viðburður er opinn öllum sem hafa áhuga á að opna og efla samstarf við Bretland. „Strangt til tekið er starfið mitt á vegum breska utanríkisráðuneytisins en ég vinn með breska viðskiptaráðuneytinu. Þetta var eitt af því sem Bretargerðu eftir Brexit var að eflastarfsemi viðskiptaskrifstofu í öllum sendiráðum til að draga úr hindrunum sem kynnu að koma upp í kjölfar aðskilnaðarins við ESB.“ Starfsframi Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Nýsköpun Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vinnuveitandinn býður starfsfólki upp á alls kyns námskeið og spennandi aukaverkefni Birgitta Sigurðardóttir er heldur betur að gera spennandi hluti í Danmörku. Þar sem hún sér um sölu-, markaðsmál og vörumerkjastjórn Innocent drykkjarins, fyrir Íslandsmarkað og Danmörku og vinnur í nafni fyrirtækisins einnig að góðgerðarstarfi í Afríku. 20. febrúar 2023 07:00 Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“ „Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn. 16. janúar 2023 07:01 Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9. janúar 2023 07:01 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 „Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. 24. desember 2022 14:01 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Starfið mitt hjá Bioeffect var í rauninni ekkert ósvipað starfinu mínu áður hjá Weetabix og Little Moons í Bretlandi. Eitt var í húðvörum, annað í ís og hitt í morgunkorni. Auðvitað eru þetta mismunandi fyrirtæki en ferlarnir voru mikiðþeir sömu. Og þegar að ég sá þetta starf hjá sendiráðinu auglýst hugsaði ég með mér að þetta væri frábært tækifæri fyrir mig til að bæta í vopnabúrið og læra eitthvað nýtt.“ María er í stjórn UAK, félagi Ungra athafnakvenna. Hún fæddist í Svíþjóð, ólst upp á Seltjarnanesi, fór í Versló og Háskóla Íslands, prófaði mismunandi meistaranám, fór í skiptinám til Rotterdam, bjó og starfaði síðar í Bretlandi og áttaði sig á því í miðju Covid að hún var nálægt því að brenna út. Í dag ætlum við að heyra um starfsframa Maríu. Læknafjölskylda í Svíþjóð María er yngst þriggja systkina og sú eina sem ólst upp á Íslandi. Því eldri systkini hennar ólust upp í Svíþjóð þar sem foreldrar hennar fóru í nám og störfuðu síðar í heilbrigðisgeiranum. Fjölskyldan bjó í 12 ár í SvÍþjóð en fluttist heim á Seltjarnarnesið þegar María var fimm vikna gömul. Hún er því alin upp á Seltjarnarnesi. Þegar kom að því að velja framhaldsskóla var spurningin: MR eða Versló? „Komandi úr læknafjölskyldu þá höfðu flestir farið í MR en bróðir minn í Versló og ég endaði með að velja að fara þangað. Því mig langaði í eitthvað viðskiptatengt,“ segir María og bætir brosandi við: „Enda var þetta árið 2007, allt á blússandi ferð ennþá.“ Eftir hrun og eftir stúdentinn var stemningin í samfélaginu auðvitað allt önnur og María ákvað að venda sínu kvæði í kross: Fór í næringarfræði í Háskóla Íslands. „Næringarfræðin átti vel við mig en mér fannst vanta alþjóðavinkilinn í námið. Það byggði svo mikið upp á að fara í klíníkina á Landspítalann. Í mér blundaði hins vegar útlandaþrá og mér fannst mikill galli að það væri ekki boðið upp á skiptinám í næringarfræðinni.“ Eftir næringarfræðina ákvað hún að fara í meistaranám í matvælafræði. „Vá. Það var sko ekki fyrir mig. Enda entist ég í sex vikur. Þá labbaði ég bara út. Stóð upp í kaffihléinu korter yfir tíu, leit aldrei til baka enda var þetta svo ekki mitt svið.“ Á meðan María var að finna út sín næstu skref starfaði hún sem gjaldkeri hjá Eimskip. Þar til hún rakst á upplýsingar um að í HR væri boðið upp á meistaranám í alþjóðlegum viðskipta- og markaðsfræðum þar sem skiptinám var skilyrði. Þar með var það ákveðið: Í HR fór hún. „Valið um skiptinámið stóð síðan um Rotterdam eða Madríd. Og ég hugsaði með mér: Bíddu, hvenær fer maður eiginlega til Rotterdam? Því við förum fæst þangað í frí til dæmis. Ég ákvað því að Rotterdam væri spennandi valkostur.“ Þar sem Eimskip er með starfstöð í Rotterdam sótti María um starf þar og náði því að vera lengur en aðeins þessa einu skiptinámsönn. Maríu fannst það galli að skiptinám væri ekki í boði í því meistaranámi sem hún valdi fyrst. Hún valdi að fara í Versló en tók síðan næringafræðina. Kláraði meistaranámið í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði í HR. Hér eru nokkrar myndir frá því að María var í Rotterdam en sumarið áður en önnin hófst, starfaði hún á starfsstöð Eimskips þar. Ekki eins og Downton Abbey Um jólin 2016 var kominn tími til að fara heim. „Mér fannst ég samt alls ekki tilbúin til að fara heim og langaði í raun ekki. Enda hverjum langar til Íslands í janúar?“ spyr María og hlær. Á flugvellinum ytra vildi svo til að hún rekst á auglýsingu um starf hjá Weetabix í Bretlandi. Ég hafði aðeins strögglað með hollenskuna í Rotterdam og fann hvað það var hamlandi að vera ekki með tungumálakunnáttuna. En enskuna kann ég. Ég sótti um og endaði með að fara í gegnum heljarinnar umsóknarferli sem tók nokkra mánuði.“ Starfið sem María sótti um var aðstoðamaður í alþjóðlegu sölu- og markaðsdeild fyrirtækisins. Eftir ár í starfi hlaut hún stöðuhækkum og tók við markaðsábyrgð fyrir Svíþjóð, Danmörku og karabískahafinu. Fluttir þú þá til London? „Nei Kettering,“ svarar María og skellihlær. Kettering er smábær í sveit segir María og þar eru höfuðstöðvar Weetabix. „Málið er að Weetabix er gamalt fjölskyldufyrirtæki. Sem hefur aldrei flutt starfsemina frá ökrunum eða heimahögunum þar sem starfsemin hófst upphaflega,“ segir María en þess má geta að Weetabix var stofnað árið 1932. „En ég var búin að horfa á Downton Abbey og Doktor Martin þættina og svona og hugsaði með mér að þetta gæti bara verið fínt. Enda bara 45 mínútur að taka lestina til London.“ Og var Kettering eins og Downton Abbey? „Nei,“ svarar María og skellir upp úr. „Ég endaði með að búa þarna í þrjú ár og ferðaðist mikið um heiminn á þeim tíma. Mér leið mjög vel hjá Weetabix og þeir gerðu mjög vel við mig í að hjálpa mér við flutninginn og að aðlagast samfélaginu. En þegar allt var farið að rúlla nokkuð auðveldlega bæði í starfi og lífi fann ég að mér var byrjað að leiðast enda ekki mikið félagslíf eða annað um að vera á svæðinu og fjölskyldan langt í burtu.“ Það reyndist alls ekki eins og Downton Abbey að búa út í sveit í Bretlandi en hjá Weetabix starfaði María í þrjú ár og ferðaðist á þeim tíma víða um heiminn á þeirra vegum. María fór síðan að vinna fyrir breskt startup fyrirtæki en lungað af þeim starfstíma var í fjarvinnu á Íslandi vegna Covid. Ætlaði í startup fyrirtæki þegar Covid hófst Draumurinn var því að færa sig til London og þegar Maríu bauðst starf við að sjá um útflutning hjá spennandi litlu startup fyrirtæki sem heitir Little Moons og framleiðir mochi ís, var hún ekki lengi að taka stökkið. „Little Moons er fjölskyldufyrirtæki og er á þessum tíma algjört startup fyrirtæki þó að það sé orðið miklu stærra í dag. Mér fannst spennandi tilhugsun að fara að vinna fyrir lítið fyrirtæki þar sem hraðinn og sveigjanleikinn væri mikill í samanburði við stórt og rótgróið fyrirtæki eins og Weetabix. Þarna gafst mér líka loksins tækifæri til að flytja til London.“ María sagði upp og fór að pakka niður. En akkúrat á sama tíma skall Covid á. „Ég var búin að pakka og átti að flytja á sunnudegi. En þá var hringt frá Little Moons á fimmtudeginum og ég spurð hvort ég gæti mögulega frestað að byrja hjá þeim. Því þau hreinlega vissu ekki hvort þau myndu lifa af þessa lokun sem þá var búið að boða.“ Sem betur fer vildi Weetabix endilega halda Maríu áfram og þar sem það fyrirtæki er það stórt, voru minni áhyggjur af áhrifum Covid á reksturinn þar. „ Annað kom á daginn því í Covid varð brjálað að gera í Little Moons. Í staðinn fyrir að fara út að borða fór fólk að gera vel við sig heima og innifalið í því var að splæsa á sig ís.“ Á endanum fór María að vinna fyrir Little Moons. En starfaði þá í fjarvinnu frá Íslandi. Það var brjálað að gera því varan sló í gegn á TikTok í Evrópu þar sem fólk fór búðanna á milli til að reyna finna Little Moons pakka sem var nánast alltaf uppselt. Og þetta var engin smá velgengni. Vöxturinn var blússandi hraður enda er fyrirtækið búið að vinna til stórra verðlauna í matvælageiranum í Bretlandi. Svo miklar vinsældir voru á ísnum að það sem tók 3-4 daga að framleiða seldist upp á 30 sekúndum. Í Selfridges stóð fólk í röð í kringum húsið til að komast inn í að kaupa sér Little Moons.“ Eins og margir sat María heima í fjarvinnu alla daga frá morgni til kvölds. Eiginlega bara í náttfötunum. Þegar að því kom að fyrirtækið vildi fá hana út, ákvað María að segja starfinu upp. „Ég fann að ég var ekki að geta meira. Ég var komin með mjög alvarleg kulnunareinkenni enda álagið mikið. Salan hjá mér hafði margfaldast á stuttum tíma í Evrópu og þótt þetta væri mjög gaman voru flækjustigin mörg í útflutningi frá Bretlandi á þessum tíma. Þetta var vorið 2021 og segist María hafa tekið sér sumarið í að ná kröftum upp að nýju. María er þessa dagana að undirbúa viðburð á vegum breska sendiráðsins sem haldinn verður þann 9.mars. Á þann viðburð eru allir velkomnir sem hafa áhuga á að opna eða efla viðskiptatækifæri við Bretland. María starfaði hjá Bioeffect þegar hún sá starfið á sendiráðinu auglýst og fannst það bara of spennandi til að prófa ekki að sækja um.Vísir/Vilhelm Þegar eitt leiðir af öðru… Haustið 2021 fer María síðan að starfafyrir Bioeffect þar sem hún hafði umsjón yfir evrópskum mörkuðum. Hún hafði þá líka skráð sig í félag UAK sem hún segir góða leið fyrir ungar athafnakonur sem vilja stækka og efla tengslanetið sitt. Starfsauglýsingin frá breska sendiráðinu var hins vegar það spennandi að henni fannst ekki annað hægt en að prófa að sækja um. „Ég var ráðin eftir snarpt ráðningarferli og það sem var eiginlega svolítið fyndið var hve stutt það var miðað við það sem ég hafði áður kynnst í Bretlandi, svo ég baðum að fá að setjast niður með sendiherranum þannig að við gætum mátað okkur við hvor aðra og talað betur saman áður en ég myndi þiggja starfið.“ Sendiherra Bretlands á Íslandi er Dr. Bryony Mathew. „Ísland er fyrsti staðurinn sem hún starfar sem sendiherra og hún sagði mér strax að hún ætlaði sér öðruvísi vinnubrögð og hvaða sýn hún hefði fyrir sendiráðið og því sem það starfar að. Hún er að gera frábæra hluti og mér finnst ég læra mikið af henni,“ segir María. María byrjaði hjá sendiráðinu síðastliðið haust og segir skemmtilegt að upplifa hversu mikilvægt það er að kynnast sem flestum atvinnugreinum á Íslandi. Starf Maríu felst í að efla viðskiptatengsl milli Bretlands og Íslands. Helstu verkefnin snúast því um að draga úr flækjustigi hvað varðar flæði vöru og þjónustu milli landanna. Kynna tækifæri til fjárfestinga í Bretlandi. Auk þess að aðstoða íslenska hagaðila að vekja athygli breskra fyrirtækja og sérfræðinga á þátttöku í verkefnum hérlendis. Viðburðurinn sem María er að undirbúa fyrir fimmtudaginn 9.mars er liður í þessu, en sá viðburður er opinn öllum sem hafa áhuga á að opna og efla samstarf við Bretland. „Strangt til tekið er starfið mitt á vegum breska utanríkisráðuneytisins en ég vinn með breska viðskiptaráðuneytinu. Þetta var eitt af því sem Bretargerðu eftir Brexit var að eflastarfsemi viðskiptaskrifstofu í öllum sendiráðum til að draga úr hindrunum sem kynnu að koma upp í kjölfar aðskilnaðarins við ESB.“
Starfsframi Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Nýsköpun Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vinnuveitandinn býður starfsfólki upp á alls kyns námskeið og spennandi aukaverkefni Birgitta Sigurðardóttir er heldur betur að gera spennandi hluti í Danmörku. Þar sem hún sér um sölu-, markaðsmál og vörumerkjastjórn Innocent drykkjarins, fyrir Íslandsmarkað og Danmörku og vinnur í nafni fyrirtækisins einnig að góðgerðarstarfi í Afríku. 20. febrúar 2023 07:00 Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“ „Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn. 16. janúar 2023 07:01 Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9. janúar 2023 07:01 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 „Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. 24. desember 2022 14:01 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Vinnuveitandinn býður starfsfólki upp á alls kyns námskeið og spennandi aukaverkefni Birgitta Sigurðardóttir er heldur betur að gera spennandi hluti í Danmörku. Þar sem hún sér um sölu-, markaðsmál og vörumerkjastjórn Innocent drykkjarins, fyrir Íslandsmarkað og Danmörku og vinnur í nafni fyrirtækisins einnig að góðgerðarstarfi í Afríku. 20. febrúar 2023 07:00
Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“ „Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn. 16. janúar 2023 07:01
Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9. janúar 2023 07:01
24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00
„Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. 24. desember 2022 14:01