Sport

Stundin þegar Guð­mundur Stephen­sen varð Ís­lands­meistari einum ára­tug síðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Stephensen lyftir hér Íslandsbikarnum í fyrsta sinn frá 2013.
Guðmundur Stephensen lyftir hér Íslandsbikarnum í fyrsta sinn frá 2013. Borðtennissambands Íslands

Guðmundur Stephensen hefur verið duglegur að skrifa sögu borðtennisíþróttarinnar á Íslandi og hann er ekki hættur.

Eftir að hafa unnið tuttugu Íslandsmeistaratitla í röð frá 1994 til 2013, sem er einsdæmi í íslenskum íþróttum, þá lagði hann borðtennisspaðann á hilluna.

Guðmundur tók hins vegar spaðann óvænt af hillunni á dögunum og mætti á Íslandsmótið í Strandgötu um helgina.

Þar sýndi hann að allt er fertugum fært og enginn á möguleika á móti honum ennþá. Guðmundur tapaði ekki hrinu á öllu Íslandsmótinu og vann lokahrinuna 11-2.

Guðmundur hefur þannig bæði náð að verða Íslandsmeistari ellefu ára og Íslandsmeistari fertugur sem bæði er að sjálfsögðu met.

„Klárlega erfiðasti titill sem ég hef unnið til í mínu lífi íþróttalega séð. Þó ég hafi unnið alla 4-0 þá segir það ekki allt. Fann það bara í upphafi mótsins að ég var að spila fyrir eitthvað annað en sjálfan mig, ég var bara hræddur við að tapa. Ég náði að breyta hugarfarinu í dag og hafa gaman af því að spila“ sagði Guðmundur í viðtali við RÚV eftir mótið.

Hér fyrir neðan má sjá stundina þegar Guðmundur Stephensen verður Íslandsmeistari á ný eftir áratuga bið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×