Félagaskipti Guðmundar í Hauka hafa legið í loftinu í nokkurn tíma en hafa nú verið staðfest.
Guðmundur hefur leikið með Selfossi frá 2020. Á þessu tímabili hefur hann skorað 71 mark í sextán leikjum í Olís-deildinni. Selfyssingar eru í 6. sæti deildarinnar en Haukar í því áttunda.
Haukar verða fjórða liðið sem Guðmundur leikur með hér á landi. Hann spilaði með Akureyri og Val áður en hann fór í atvinnumennsku 2016. Þar lék hann sitt hvor tvö tímabilin með Cesson Rennes í Frakklandi og West Wien í Austurríki.