Þjóðskjalasafn vanti fjármagn eigi það að taka við starfsemi Borgarskjalasafns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2023 13:00 Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður. Vísir/Egill Borgarstjórn mun í dag ákveða hvort Borgarskjalasafn verði lagt niður. Til umræðu hefur komið að sameina safnið Þjóðskjalasafni og hefur þjóðskjalavörður óskað eftir fundi hjá ráðuneytinu vegna umfangsins. Við blasi að talsvert meira fjármagn þurfi til Þjóðskjalasafns eigi það að taka við verkefninu. Borgarstjórn mun ræða tillögu um að leggja niður Borgarskjalasafn á fundi sínum í dag og greidd verða atkvæði um tillöguna. Tillagan hefur verið umdeild og kemur hún nú til kasta borgarstjórnar þar sem tillagan fékk mótatkvæði í Borgarráði, sem tók hana fyrir á föstudag. Sagnfræðifélag Íslands hefur mótmælt fyrirhugaðri lokun safnsins harðlega, minnihlutinn í borgarstjórn sömuleiðis og Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, skrifaði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun að óvenjulega hafi verið staðið að tillögunni um að leggja safnið niður. Til að mynda hafi ríkt leynd um tillöguna, hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins látnir vita. Þá hafi verið byrjað á öfugum enda; að ákveða fyrst að leggja safnið niður en kanna svo fýsileika þess að ganga til samninga við ríkið um að sameina það Þjóðskjalasafni. „Svona beiðni fer til ráðuneytisins og ég hef óskað eftir fundi í ráðuneytinu sem ég mun fá í næstu viku þar sem er skoðað út á hvað beiðnin frá Reykjavíkurborg gangi og hvaða afleiðingar hún hafi fyrir okkar starfsemi,“ segir Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður. Verði tekin ákvörðun um að leggja Borgarskjalasafn niður komi það í hlut Þjóðskjalasafns að taka við safnmunum og sinna þeim. „Nú þegar eru átján sveitarfélög sem skila til Þjóðskjalasafns,“ segir Hrefna en á fimmta tug héraðsskjalasafna starfa í dag. Verði Borgarskjalasafni lokað vanti Þjóðskjalasafn talsvert meira fjármagn og enn brýnna verði að fá betra og stærra húsnæði, sem þegar er orðið of lítið. „Já, Það held ég að blasi við,“ segir Hrefna og bætir við: „Hvort sem af þessu verður eða ekki þá er verið að skoða okkar húsnæðismál og það er nauðsynlegt að það verði tekið á þeim málum.“ Reykjavík Söfn Stjórnsýsla Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31 Ósmekklegar ávirðingar gagnvart borgarskjalaverði í skýrslu KPMG Nú verður Borgarskjalasafn lagt niður á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 7. mars og til grundvallar er skýrsla KPMG. Sagt er að gjörningurinn sé til að spara. Það sjá allir í hendi sér hvílíkt kjaftæði það er. 6. mars 2023 19:01 Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Borgarstjórn mun ræða tillögu um að leggja niður Borgarskjalasafn á fundi sínum í dag og greidd verða atkvæði um tillöguna. Tillagan hefur verið umdeild og kemur hún nú til kasta borgarstjórnar þar sem tillagan fékk mótatkvæði í Borgarráði, sem tók hana fyrir á föstudag. Sagnfræðifélag Íslands hefur mótmælt fyrirhugaðri lokun safnsins harðlega, minnihlutinn í borgarstjórn sömuleiðis og Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, skrifaði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun að óvenjulega hafi verið staðið að tillögunni um að leggja safnið niður. Til að mynda hafi ríkt leynd um tillöguna, hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins látnir vita. Þá hafi verið byrjað á öfugum enda; að ákveða fyrst að leggja safnið niður en kanna svo fýsileika þess að ganga til samninga við ríkið um að sameina það Þjóðskjalasafni. „Svona beiðni fer til ráðuneytisins og ég hef óskað eftir fundi í ráðuneytinu sem ég mun fá í næstu viku þar sem er skoðað út á hvað beiðnin frá Reykjavíkurborg gangi og hvaða afleiðingar hún hafi fyrir okkar starfsemi,“ segir Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður. Verði tekin ákvörðun um að leggja Borgarskjalasafn niður komi það í hlut Þjóðskjalasafns að taka við safnmunum og sinna þeim. „Nú þegar eru átján sveitarfélög sem skila til Þjóðskjalasafns,“ segir Hrefna en á fimmta tug héraðsskjalasafna starfa í dag. Verði Borgarskjalasafni lokað vanti Þjóðskjalasafn talsvert meira fjármagn og enn brýnna verði að fá betra og stærra húsnæði, sem þegar er orðið of lítið. „Já, Það held ég að blasi við,“ segir Hrefna og bætir við: „Hvort sem af þessu verður eða ekki þá er verið að skoða okkar húsnæðismál og það er nauðsynlegt að það verði tekið á þeim málum.“
Reykjavík Söfn Stjórnsýsla Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Tengdar fréttir Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31 Ósmekklegar ávirðingar gagnvart borgarskjalaverði í skýrslu KPMG Nú verður Borgarskjalasafn lagt niður á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 7. mars og til grundvallar er skýrsla KPMG. Sagt er að gjörningurinn sé til að spara. Það sjá allir í hendi sér hvílíkt kjaftæði það er. 6. mars 2023 19:01 Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31
Ósmekklegar ávirðingar gagnvart borgarskjalaverði í skýrslu KPMG Nú verður Borgarskjalasafn lagt niður á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 7. mars og til grundvallar er skýrsla KPMG. Sagt er að gjörningurinn sé til að spara. Það sjá allir í hendi sér hvílíkt kjaftæði það er. 6. mars 2023 19:01
Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14