Haraldur hefur átt viðburðarríkan dag á miðlinum sem hann starfaði hjá þar til honum var sagt upp í vikunni. Honum barst að vísu ekki formlegt uppsagnarbréf og leitaði því svara á Twitter frá Elon Musk, eiganda og forstjóra samfélagsmiðilsins, um hvort hann væri í raun rekinn eða ekki. Upp frá því hófust ritdeilur milli þeirra Haraldar og Musk sem hafa vakið gífurlega athygli.
Frá því í nótt hefur Haraldur bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum eins og áður segir. Fyrir daginn í dag voru fylgjendur hans um 60 þúsund talsins en eru nú 130 þúsund. Þráður Haraldar, þar sem hann svarar ásökunum Musk um að nota vöðvarýrnun sína sem afsökun fyrir því að geta ekki unnið, hefur einnig vakið gríðarlega mikil viðbrögð. Þegar þetta er skrifað hafa alls 193 þúsund manns líkað við þá færslu Haraldar.
Hi again @elonmusk 👋
— Halli (@iamharaldur) March 7, 2023
I hope you are well.
I’m fine too. I’m thankful for your interest in my health.
But since you mentioned it, I wanted to give you more info.
I have muscular dystrophy. It has many effects on my body.
Let me tell you what they are: https://t.co/2vb16kP6Yv
Fyrr í kvöld sagði Musk á Twitter að ástæða þess að Haraldur hafi leitað á samfélagsmiðilinn með spurningar sínar um vinnusambandið hafi verið til að „fá stóran tékka“. Haraldur neitar því í svari og segist hafa leitað á Twitter þar sem Musk hafi ekki svarað einkaskilaboðum hans.
He has a prominent, active Twitter account and is wealthy. The reason he confronted me in public was to get a big payout.
— Elon Musk (@elonmusk) March 7, 2023
From what I ve been told, he s done almost no work for the past four months, middle-management or otherwise.
Despite his claims on Twitter that he did https://t.co/LGuAlg4Eew